Ríkisstjórn Íslands
Ríkisstjórn Íslands er handhafi framkvæmdavalds í íslensku stjórnkerfi. Þegar Ísland fékk heimastjórn árið 1904 var framkvæmdavaldið flutt frá Danmörku til Íslands og segja má að þá hafi ríkisstjórn Íslands orðið til. Hannes Hafstein fór fyrir fyrstu ríkisstjórn Íslands og var reyndar eini meðlimur hennar, hann gegndi embætti Íslandsráðherra (ráðherra Íslandsmála). Síðar urðu ráðherrarnir þrír og fjölgaði þeim jafnt og þétt á 20. öldinni og mest í 12.
Núverandi ríkisstjórn
[breyta | breyta frumkóða]Núverandi ríkisstjórn Íslands, frá 17. október 2024, er starfsstjórn Bjarna Benediktssonar. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eiga aðild að starfsstjórninni. Flokkarnir höfðu verið í ríkisstjórnarsamstarfi síðan 2017 ásamt Vinstrihreyfingunni - grænu framboði en ráðherrar flokksins neituðu að taka sæti í starfsstjórn eftir að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sleit ríkisstjórnarsamstarfinu þann 13. október. Stjórnin mun starfa fram yfir kosningar sem fara fram þann 30. nóvember og þangað til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð.
- Forsætisráðherra, Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Félags- og vinnumarkaðsráðherra: Bjarni Benediktsson (D)
- Fjármála- og efnahagsráðherra og Innviðaráðherra: Sigurður Ingi Jóhannsson (B)
- Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra: Guðlaugur Þór Þórðarson (D)
- Utanríkis, og þróunarsamvinnuráðherra: Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (D)
- Ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra: Lilja Dögg Alfreðsdóttir (B)
- Mennta- og barnamálaráðherra: Ásmundur Einar Daðason (B)
- Vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra:Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (D)
- Innanríkisráðherra: Guðrún Hafsteinsdóttir (D)
- Heilbrigðisráðherra: Willum Þór Þórsson (B)
Athugasemdir
[breyta | breyta frumkóða]- Bókstafir í svigum tákna stjórnmálaflokk, B fyrir Framsóknarflokkinn og D fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Ráðherrar Íslands
[breyta | breyta frumkóða]Ríkisstjórnir í sambandi við Danmörku
[breyta | breyta frumkóða]Ríkisstjórnir Lýðveldisins
[breyta | breyta frumkóða]Viðreisn
[breyta | breyta frumkóða]Er viðreisnarstjórnin tók við völdum var fyrsti heilbrigðismálaráðherrann skipaður
Lög um Stjórnarráðið
[breyta | breyta frumkóða]1. janúar 1970 tóku ný lög um Stjórnarráðið gildi
Umhverfisráðuneyti
[breyta | breyta frumkóða]Ný lög um stjórnarráðið
[breyta | breyta frumkóða]
Endurskipulagning efnahagmála og breytt heiti ráðuneyta
[breyta | breyta frumkóða]Stofnun velferðar- og innanríkisráðuneyta
[breyta | breyta frumkóða]Stofnun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og umhverfis- og auðlindaráðuneytis
[breyta | breyta frumkóða]Innanríkisráðuneyti skipt í dómsmála og svo samgöngu- og sveitarstjórna
[breyta | breyta frumkóða]Uppstokkun nokkurra ráðuneyta
[breyta | breyta frumkóða]Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Ríkisstjórnatal af vef Stjórnarráðsins
- Alþingi Æviskrár þeirra Alþingismanna sem verið hafa ráðherrar, tekið fram yfir upplýsingar úr Ríkisstjórnatali Stjórnarráðsins
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]- Listi yfir ráðuneyti Íslands
- Forseti Alþingis
- Forsætisráðherrar á Íslandi
- Utanríkisráðherrar á Íslandi
- Fjármálaráðherrar á Íslandi
- Ráðherrar Hagstofu Íslands
- Dómsmálaráðherrar á Íslandi
- Sjávarútvegsráðherrar á Íslandi
- Landbúnaðarráðherrar á Íslandi
- Iðnaðarráðherrar á Íslandi
- Viðskiptaráðherrar á Íslandi
- Félagsmálaráðherrar á Íslandi
- Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherrar á Íslandi
- Umhverfisráðherrar á Íslandi
- Samgönguráðherrar á Íslandi
- Menntamálaráðherrar á Íslandi
- Kirkjumálaráðherrar á Íslandi