Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Lilja Alfreðsdóttir)
Jump to navigation Jump to search
Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Lilja Dögg Alfreðsdóttir (f. 4. október 1973) er mennta- og menningarmálaráðherra Íslands, fyrrum utanríkisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins.[1] Lilja er 9. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður.

Lilja er BA í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, MA í alþjóðahagfræði frá Columbia háskóla í Bandaríkjunum og hefur starfað hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Seðlabanka Íslands og var efnahagslegur ráðgjafi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra.

Lilja var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks 2016-2017 og hefur verið varaformaður Framsóknarflokksins og alþingismaður síðan í október 2016, og hefur verið mennta- og menningarmálaráðherra frá 2017.

Lilja er dóttir Alfreðs Þorsteinssonar fyrrum borgarfulltrúa Framsóknarflokksins. Hún er gift Magnúsi Óskari Hafsteinssyni, hagfræðingi í fjármálaráðuneytinu og eiga þau tvö börn.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Sex karlar og fimm konur“, RÚV, 30. nóvember 2017.
  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum og Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.