Pétur Jónsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Pétur Jónsson (2. ágúst 185625. apríl 1908) blikksmiður frá Skógarkoti var iðnrekandi og íþróttafrömuður í Reykjavík.[1]

Ævi og störf[breyta | breyta frumkóða]

Pétur fæddist í Skógarkoti Þingvallasveit. Móðir hans Kristín Eyvindsdóttir (13. mars 1813 – 22. ágúst 1868). - faðir hans Jón Kristjánsson (5. október 1811 – 31. maí 1895),var bóndi og hreppstjóri Skógarkoti.

Pétur var kvæntur Önnu Kristjönu Bjarnadóttir (3. apríl 1853 – 16. nóvember 1937) frá Bjarnabæ í Hafnarfirði. Synir þeirra voru Jón Bjarni Pétursson (25. apríl 1885 – 28. febrúar 1956) forstjóri og Kristinn Pétursson(16. febrúar 1889 – 5. maí 1965) blikksmiður.

Pétur lærði blikksmíði og niðursuðu hjá Hafliða Guðmundssyni á Siglufirði. Árið 1883 stofnaði hann fyrstu blikksmiðjunna í Reykjavík, Blikksmiðju Péturs Jónssonar að Vesturgötu 22 á 15 fermetra gólfrými. Þegar Pétur lést árið 1908 tóku synir hans við rekstrinum og hlaut smiðjan þá nafnið Blikksmiðja J.B.Péturssonar.[2] Pétur var mikill áhugamaður um íþróttamál og var hann annar af aðalstofnendum Glímufélagsins Ármanns 1888.[3].

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.