Viðreisn
Viðreisn | |
---|---|
Fylgi | 15,8% |
Formaður | Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir |
Varaformaður | Daði Már Kristófersson |
Þingflokksformaður | Hanna Katrín Friðriksson |
Framkvæmdastjóri | Svanborg Sigmarsdóttir |
Stofnár | 2016 |
Höfuðstöðvar | Ármúla 42, Reykjavík |
Stjórnmálaleg hugmyndafræði |
Frjálslyndi grænt frjálslyndi evrópustefna |
Einkennislitur | appelsínugulur |
Sæti á Alþingi | |
Listabókstafur | C |
Vefsíða | vidreisn.is |
¹Fylgi í síðustu Alþingiskosningum |
Viðreisn er íslenskur stjórnmálaflokkur sem bauð sig fram í fyrsta skipti í alþingiskosningum 2016. Fyrsti stefnumótunarfundur samtakanna var haldinn 11. júní 2014[1] en formlegur stofnfundur fór fram í Hörpu þann 24. maí 2016.[2] Benedikt Jóhannesson, útgefandi, er einn af upphafsmönnum samtakanna og er fyrrum formaður flokksins. Hann var lengi vel trúnaðarmaður innan Sjálfstæðisflokksins en skráði sig úr honum til að vinna að stofnun Viðreisnar í kjölfar tillögu ríkisstjórnarinnar um afturköllun aðildarumsóknar að Evrópusambandinu og mótmælunum sem fylgdu henni.[3] Samkvæmt Benedikt má finna innan Viðreisnar fólk sem hefur verið virkt í Sjálfstæðisflokki og Samfylkingunni, auk annarra sem annað hvort tilheyrðu öðrum flokkum eða engum.[4] Núverandi formaður er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Uppreisn - ungliðahreyfing Viðreisnar var stofnuð í maí árið 2016.[5] Hugmyndin var að ungliðar mönnuðu framboðslista Viðreisnar til jafns við þá eldri.[6]
Samkvæmt stefnuviðmiðum Viðreisnar eru samtökin „nútímalegur, frjálslyndur flokkur sem hefur það að markmiði að berjast fyrir réttlátu samfélagi, stöðugu efnahagslífi og fjölbreyttum tækifærum. Áhersla er lögð á markaðslausnir, vestræna samvinnu, frelsi, jafnrétti og jafnan atkvæðisrétt fyrir alla“. [7]
Formenn
[breyta | breyta frumkóða]Formaður | Kjörinn | Hætti | Aldur við embættistöku | |
---|---|---|---|---|
Benedikt Jóhannsson | 2016 | 2017 | 61 | |
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir | 2017 | Enn í embætti | 52 |
Varaformenn
[breyta | breyta frumkóða]Varaformaður | Kjörinn | Hætti |
---|---|---|
Jóna Sólveig Elínardóttir | 2016 | 2018 |
Þorsteinn Víglundsson | 2018 | 2020 |
Daði Már Kristófersson | 2020 | Enn í embætti |
Kjörfylgi í alþingiskosningum
[breyta | breyta frumkóða]Kosningar | Atkvæði | % | Þingsæti | +/– | Sæti | Stjórnarþátttaka |
---|---|---|---|---|---|---|
2016 | 19.870 | 10,5 | 7 / 63
|
7 | 5. | Í stjórnarsamstarfi |
2017 | 13.122 | 6,7 | 4 / 63
|
3 | 8. | Stjórnarandstaða |
2021 | 16.628 | 8,3 | 5 / 63
|
1 | 7. | Stjórnarandstaða |
2024 | 33.606 | 15,8 | 11 / 63
|
6 | 3. | Í stjórnarsamstarfi |
Borgarstjórnarkosningar
[breyta | breyta frumkóða]Í sveitarstjórnarkosningunum 2018 í Reykjavík fékk Viðreisn tvo borgarfulltrúa: Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Pawel Bartoszek. Flokkurinn myndaði meirihluta með Samfylkingu, Vinstri grænum og Pírötum. Í sveitarstjórnarkosningunum 2022 náði Pawel Bartoszek ekki kjöri en Þórdís Lóa myndaði meirihluta ásamt Samfylkingu, Pírötum og Framsóknarflokki.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Fjöldinn fór fram úr væntingum“ Fréttablaðið, 12. júní 2014, s. 6.
- ↑ „Stofnfundur Viðreisnar í dag“. visir.is. Sótt 25. febrúar 2018.
- ↑ „Benedikt skráir sig úr Sjálfstæðisflokknum: Forysta flokksins í úlfakreppu öldunganna Geymt 3 nóvember 2016 í Wayback Machine,“ Eyjan, 21. júní 2014.
- ↑ Viðreisn stefnir að sigri í kosningum, Hringbraut, 11. nóvember 2015.
- ↑ [http://www.visir.is/unglidahreyfing-vidreisnar-stofnud-og-ny-stjorn-kjorin/article/2016160529482 Stofnfundur ungliðahreyfingar Viðreisnar
- ↑ Viðtal í þætti Öruggu Kynslóðarinnar
- ↑ [1]