1. september
Útlit
Ágú – September – Okt | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | |||||
2024 Allir dagar |
1. september er 244. dagur ársins (245. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 121 dagur er eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1181 - Lúsíus 3. varð páfi.
- 1189 - Ríkharður ljónshjarta var krýndur konungur Englands.
- 1271 - Gregoríus 10. varð páfi og lauk þar með þriggja ára deilum um hver skyldi taka við eftir dauða Klemens 4..
- 1347 - Svarti dauði barst til Marseille í Frakklandi.
- 1436 - Engelbrektsuppreisninni lauk og Eiríkur af Pommern varð aftur viðurkenndur sem konungur Svíþjóðar.
- 1631 - Þrjátíu ára stríðið: Svíþjóð gerði bandalag við Saxland.
- 1670 - Réttarhöld hófust yfir William Penn og William Mead í London.
- 1870 - Orrustunni við Sedan lauk með sigri Prússa á Frökkum.
- 1892 - Fyrsti leikur Liverpool FC á Anfield fór fram.
- 1901 - Oddur Björnsson stofnaði prentsmiðju sína í Aðalstræti 17 á Akureyri.
- 1910 - Fyrstu gasljósin við götur í Reykjavík voru tendruð, knúð af Gasstöð Reykjavíkur, og þusti fólk út á götur með blöð og bækur til þess að athuga hvort lesbjart væri við ljósin.
- 1910 - Vífilsstaðaspítali var opnaður.
- 1910 - Brasilíska íþróttafélagið Sport Club Corinthians Paulista var stofnað í São Paulo.
- 1923 - Geysiharður jarðskjálfti, 7.9 á Richter, skók Tokyo og Yokohama í Japan. Um 140.000 manns létust í skjálftanum og miklum eldsvoða sem fylgdi í kjölfar hans.
- 1930 - Í Reykjavík hófu bæði kvikmyndahúsin sýningu talmynda. Í Gamla bíói var sýnd Holliwood-revían og í Nýja bíói var það Sonny Boy. Voru sýningar fjölsóttar, en fæstir skildu hvað sagt var.
- 1939 - Síðari heimsstyrjöldin: Þjóðverjar réðust inn í Pólland.
- 1951 - ANZUS-varnarsamningurinn var gerður milli Ástralíu, Nýja-Sjálands og Bandaríkjanna.
- 1958 - Fiskveiðilögsaga Íslands var færð út í tólf sjómílur en var áður fjórar. Bretar mótmæltu harkalega og lauk þeim deilum með samkomulagi í mars 1961.
- 1966 - Norræni menningarsjóðurinn var stofnaður af Norðurlandaráði.
- 1971 - Bann við hundahaldi gekk í gildi í Reykjavík. Þrettán árum síðar var hundahald leyft með skilyrðum.
- 1972 - Fiskveiðilögsaga Íslands var færð úr tólf mílum í fimmtíu og mótmæltu Bretar á sama veg og fyrr og reyndu fiskveiðar undir herskipavernd. Samkomulag var gert haustið 1973.
- 1972 - Bobby Fischer sigraði Boris Spasskí í „einvígi aldarinnar“ í Reykjavík með 12,5 vinningum gegn 8,5.
- 1975 - Concorde-þota fór fyrst flugvéla fjórum sinnum yfir Atlantshafið á einum degi.
- 1976 - Annar ebólafaraldur hófst í Saír.
- 1978 - Seinni ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar tók við völdum. Að henni stóðu Framsóknarflokkurinn, Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið. Þessi stjórn sat í rúmt ár.
- 1978 - Matvælafyrirtækið Sómi var stofnað í Kópavogi.
- 1979 - Bandaríska geimfarið Pioneer 11 komst fyrst allra geimfara í návígi við Satúrnus.
- 1983 - Farþegaþotan Korean Air Lines-flug 007 var skotin niður í sovéskri lofthelgi. 269 voru um borð, þar á meðal bandaríski þingmaðurinn Larry McDonald.
- 1984 - Verkmenntaskólinn á Akureyri var settur í fyrsta skipti.
- 1984 - 1492 fórust á Filippseyjum þegar fellibylurinn Ike gekk yfir þær.
- 1985 - Flakið af Titanic fannst á 3800 metra dýpi í fransk-bandarískum leiðangri undir stjórn Robert Ballard og Jean-Louis Michel.
- 1986 - Vísinda- og tækniskóli Jórdaníu var stofnaður.
- 1988 - Fyrsta kona sem gegndi embætti ráðuneytisstjóra tók til starfa sem slík. Var það Berglind Ásgeirsdóttir, þá 33 ára gömul.
- 1990 - Jóhannes Páll 2. páfi hóf opinbera heimsókn sína til Tansaníu, Búrúndí, Rúanda og Fílabeinsstrandarinnar.
- 1990 - Neðanjarðarlestarstöðin við Unter den Linden í Berlín var opnuð á ný eftir 29 ár.
- 1992 - Lögreglan í Peking handtók Shen Tong fyrir að hafa átt þátt í að skipuleggja mótmælin á Torgi hins himneska friðar.
- 1996 - Ný norsk ríkissjónvarpsstöð, NRK2, hóf reglulegar útsendingar.
- 1998 - Kio Briggs var handtekinn í Leifsstöð með yfir 2000 e-töflur í farangri sínum.
- 2002 - Heyrnleysingjaskólinn sameinaðist Hlíðaskóla.
- 2004 - Hryðjuverkamenn tóku skólabörn í gíslingu í Beslan í Rússlandi. Skömmu síðar réðst herinn til inngöngu í skólann og kostaði sú aðgerð fjöldamörg mannslíf.
- 2004 - Norðurlandasamningur um almannatryggingar tók gildi.
- 2006 - Hannes Hlífar Stefánsson, stórmeistari, sigraði Héðin Steingrímsson í einvígi um Íslandsmeistaratitil í skák. Með því setti hann tvö met: Hann varð Íslandsmeistari í áttunda sinn, en enginn hafði áður unnið þann titil svo oft; Einnig varð hann Íslandsmeistari í sjötta sinn í röð og var það líka met.
- 2009 - Útvarpsstöðin Kaninn hóf útsendingar á Íslandi.
- 2010 - 30 létust og 250 særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í Lahore í Pakistan.
- 2010 - 6 mótmælendur í mótmælum gegn háu matarverði í Mósambík voru skotnir til bana af lögreglu.
- 2010 - Barack Obama lýsti því yfir að Íraksstríðinu væri lokið.
- 2016 - Beint flug milli Bandaríkjanna og Kúbu hófst að nýju eftir hálfrar aldar hlé.
- 2017 - Starfsemi kísiliðjunnar United Silicon í Helguvík var stöðvuð af Umhverfisstofnun.
- 2019 - Fellibylurinn Dorian gekk á land á Bahamaeyjum þar sem 43 fórust.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1525 - Christoffer Valkendorf, danskur embættismaður (d. 1601).
- 1593 - Torsten Stålhandske, finnskur herforingi (d. 1644).
- 1611 - William Cartwright, enskt leikskáld og predikari (d. 1943).
- 1711 - Vilhjálmur 4. af Óraníu (d. 1751).
- 1867 - Geir Sæmundsson, íslenskur prestur (d. 1927).
- 1875 - Edgar Rice Burroughs, bandarískur rithöfundur (d. 1950).
- 1899 - Vilhjálmur Þór, íslenskur stjórnmálamaður (d. 1972).
- 1900 - Pedro Cea, úrúgvæskur knattspyrnumaður og þjálfari (d. 1970).
- 1904 - Guðmundur Böðvarsson, íslenskt skáld og þýðandi (d. 1974).
- 1923 - Rocky Marciano, bandarískur boxari (d. 1969).
- 1926 - Stanley Cavell, bandariskur heimspekingur (d. 2018).
- 1930 - Michel Serres, franskur heimspekingur.
- 1934 - Ketill Larsen, íslenskur leikari (d. 2018).
- 1939 - Lily Tomlin, bandarísk leikkona.
- 1942 - António Lobo Antunes, portúgalskur rithöfundur.
- 1945 - Abdrabbuh Mansur Hadi, forseti Jemen.
- 1943 - Harald G. Haraldsson, íslenskur leikari.
- 1957 - Gloria Estefan, kúbversk-bandarísk söngkona.
- 1960 - Brynjar Þór Níelsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1976 - Takashi Fukunishi, japanskur knattspyrnumaður.
- 1988 - Sigurjón Friðbjörn Björnsson, íslenskur handknattleiksmaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1159 - Hadríanus 4. páfi (f. um 1100).
- 1198 - Dulce, drottning Portúgals, kona Sanchos 1. Portúgalskonungs (f. 1160).
- 1235 - Þorvaldur Gissurarson, kanoki í Viðeyjarklaustri (f. 1155).
- 1557 - Jacques Cartier, franskur landkönnuður (f. 1491).
- 1648 - Marin Mersenne, franskur munkur, stærðfræðingur og heimspekingur (f. 1588).
- 1687 - Henry More, enskur heimspekingur (f. 1614).
- 1715 - Loðvík 14. Frakkakonungur (f. 1638).
- 1932 - Jóhann Jónsson, íslenskur rithöfundur og skáld (f. 1896).
- 1970 - François Mauriac, franskur rithöfundur (f. 1885).
- 1981 - Albert Speer, þýskur arkitekt (f. 1905).
- 1990 - Geir Hallgrímsson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1925).
- 1991 - Hannibal Valdimarsson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1903).
- 1992 - Árni Böðvarsson, íslenskur málfræðingur (f. 1924).
- 2004 - Sidney Morgenbesser, bandarískur heimspekingur (f. 1921).
- 2018 - Margit Sandemo, norsk-sænskur rithöfundur (f. 1924).
Hátíðis- og tyllidagar
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist 1. september.