1980
Útlit
| Árþúsund: | 2. árþúsundið |
|---|---|
| Aldir: | |
| Áratugir: | |
| Ár: |
Árið 1980 (MCMLXXX í rómverskum tölum) var 80. ár 20. aldar og hlaupár sem hófst á þriðjudegi.
Innlendar Fréttir
[breyta | breyta frumkóða]Janúar
[breyta | breyta frumkóða]- 7. janúar – Jón D. Guðmundsson, vélstjóri um borð í varðskipinu Tý, myrðir tvo samstarfsfélaga sína að því virðist alveg upp úr þurru yfir morgunmatnum. Jón kastar sér því næst frá borði og finnst lík hans aldrei. Varðskipið var að fylgjast með loðnuveiði norðaustan við Kolbeinsey þegar atburðurinn gerðist.[1]
- 9. janúar – Hlaup hefst í Skaftá í annað sinn á fimm mánuðum.[2]
- 18. janúar – Hitaveitan á Ísafirði er formlega tekin í notkun.[3]
- 19. janúar – Röð óhappa herja á skipaflota Ísafjarðar. Skuttogararnir Páll Pálsson og Erlingur rekast saman á miðunum, á sama tíma og skuttogarinn Bjartur fær á sig brotsjó. Sama dag strandar skuttogarinn Hegranes við Skipeyri, og litlu síðar strandar loðnuskipið Arnarnes á Suðurtanga.[4]
- 20. janúar – Saltfiskverkunarstöðin Bára á Suðureyri eyðilegst í eldi sem kemur upp þegar verið er að þíða leiðslu með gastæki.[5]
- 21. janúar – Íbúðarhús við Réttarstíg 3b á Eskifirði verður eldi að bráð árla morguns. Eigandi hússins nær naumlega að koma sér undan.[6]
- 22. janúar – Reykjavíkurborg kaupir veiðiréttinn á laxi og silungi við Viðey á 12 milljón krónur.[7]
- 23. janúar – Frönsku teiknimyndaþættirnir Einu sinni var... eru frumsýndir í sjónvarpi á Íslandi. Þættirnir eru í sýningu með íslenskri talsetningu út bæði 9. og 10. áratug síðustu aldar.[8]
- 24. janúar –
- Eldur kviknar í hinu svokallaða Arnfríðarhúsi við Strandgötu 1b á Patreksfirði. Fiskverkunarstöðin Oddur átti húsið.[9]
- Fjöldi tilkynninga um fljúgandi furðuhluti berast fjölmiðlum eftir að skrítið ljós birtist á himni yfir Reykjavík og nágrenni í 2-3 mínútur.[10]
- 25. janúar –
- Kvikmyndin Land og synir, byggð á samnefndri bók eftir Indriða G. Þorsteinsson, er frumsýnd á Íslandi.[11][12]
- Timburhúsið Jörvi var flutt frá Akranesi til Reykjavíkur í fylgd lögreglumanna fjögurra umdæma.[13]
- Ferðaskrifstofa Akureyrar er stofnuð á Akureyri.[14]
- 27. janúar – Ný flugstöð í Vestmannaeyjum er vígð og tekur við af gömlu eldhúsi sem hafði verið gert upp á stríðsárunum.[15]
- 31. janúar – Fjármálaráðherra samþykkir reglugerð sem gerir ferðamönnum á leið til Íslands kleift að taka með sér áfengi inn í landið á leiðinni heim frá útlöndum. Sala á bjór er þó enn óheimil á Íslandi þar til 1. mars 1989.[16]
Febrúar
[breyta | breyta frumkóða]- 2. febrúar - Vigdís Finnbogadóttir, leikhússtjóri, ákveður að bjóða kost á sér í forsetakjöri sem fara á fram tæplega 5 mánuðum seinna. Hún er fyrsta konan sem býður sig fram.[17]
- 8. febrúar – Gunnar Thoroddsen tekur við embætti forsætisráðherra af Benedikt Gröndal.
- 11. febrúar – Metafli loðnu á einum sólarhring: 23.180 lestir. Tíu ár líða áður en þetta met er slegið.
Mars
[breyta | breyta frumkóða]- 16. mars – Fjórða hrina Kröfluelda hefst. Þetta eldgos er kallað skrautgos þar sem það stendur stutt en þykir fallegt
Apríl
[breyta | breyta frumkóða]Maí
[breyta | breyta frumkóða]Júní
[breyta | breyta frumkóða]- 16. júní – Gufuneskirkjugarður er vígður.
- 17. júní – Bubbi Morthens gefur út sína fyrstu sólóplötu, Ísbjarnarblús.
- 19. júní – Á aldarafmæli Jóhanns Sigurjónssonar er afhjúpaður minnisvarði um skáldið á Laxamýri í Þingeyjarsýslu.
- 20. júní – Heimssöngvarinn Luciano Pavarotti kemur fram í Laugardalshöll á vegum Listahátíðar í Reykjavík og hlýtur góðar viðtökur.
- 21. júní – Kvikmyndin Óðal feðranna er frumsýnd á Íslandi.
- 29. júní – Vigdís Finnbogadóttir er kjörin forseti Íslands, fyrst allra kvenna í heiminum til að vera þjóðkjörin í embætti þjóðhöfðingja.
Júlí
[breyta | breyta frumkóða]- 10. júlí – Greiðslukortaviðskipti hefjast á Íslandi þegar Kreditkort hf gefa út Eurocard-greiðslukort. Greiðslukort Visa koma ári síðar.
Ágúst
[breyta | breyta frumkóða]- 1. ágúst – Vigdís Finnbogadóttir tekur formlega við embætti forseta Íslands af Kristjáni Eldjárn.
- 3. ágúst – Vigdís Finnbogadóttir opnar Safn Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri við Arnarfjörð.
- 8. ágúst – Viktor Kovalenko, sovéskur sjómaður, biður um pólitískt hæli á Íslandi. Hann flyst síðar til Bandaríkjanna.
- 17. ágúst – Heklugos hefst og stendur aðeins í nokkra daga. Aftur hefst stutt gos þann 9. apríl 1981 og er það talið framhald þessa goss.
- 24. ágúst – Fyrstu alþjóðlegu rallkeppni á Íslandi lýkur eftir fimm daga keppni.
- 31. ágúst – Á Fljótsdalshéraði finnst mikill silfursjóður sem er talinn vera frá landnámsöld. Löngu síðar spinna upp miklar deilur um aldur sjóðsins.
September
[breyta | breyta frumkóða]- 13. september –
- Norðvestur-hlíð Skessuhorns er klifin í fyrsta sinn af tveim ungum mönnum. Hlíðin hafði fram til þessa verið talin ókleif.
- Samtök herstöðvaandstæðinga halda Rokk gegn her tónleika í Laugardalshöll.
- 19. september – Tónlistarskóli FÍH tekur til starfa í Reykjavík.[18]
- 29. september – Flugvél er flogið til Reykjavíkur frá Færeyjum með mann standandi á þaki vélarinnar, en hann er að reyna að setja heimsmet. Flugið tekur sex klukkustundir.
Október
[breyta | breyta frumkóða]- 6. október – Jarðstöðin Skyggnir er tekin í notkun, sem markar fyrsta skipti á Íslandi sem gervihnattasamband næst við útlönd.
- 18. október – Sjötta lota Kröfluelda hefst og stendur í fimm daga og er þetta jafnframt þriðja lotan á þessu ári.
Nóvember
[breyta | breyta frumkóða]- 1. nóvember – Kraftlyftingarmaðurinn Skúli Óskarsson bætir heimsmetið í réttstöðulyftu þegar hann lyftir 315,5 kg í 72 kg flokki.
- 27. nóvember – Utangarðsmenn gefa út sína fyrstu plötu, Geislavirkir.
Desember
[breyta | breyta frumkóða]- 7. desember – Golfklúbburinn Kjölur er stofnaður í Mosfellsbæ.
- 23. desember – Friðarganga á Þorláksmessu er haldin í Reykjavík í fyrsta sinn.
- 25. desember – Fyrsti hluti sjónvarpsmyndarinnar Paradísarheimtar eftir Halldór Laxness er frumsýndur.
- 30. desember – Patrick Gervasoni, frönskum manni sem sagður er á landflótta, er vísað af landi brott eftir miklar deilur.
Erlendar Fréttir
[breyta | breyta frumkóða]Janúar
[breyta | breyta frumkóða]- 1. janúar – Eftir breytingar á sænsku ríkiserfðalögunum er Viktoría krýnd krónprinsessa í stað yngri bróður síns.
- 3. janúar – Fréttir berast af meintu samsæri um að ráða Kurt Waldheim, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, af dögum.[19]
- 4. janúar –
- Bann á kornsölu til Sovétríkjanna er sett í gildi af Jimmy Carter, forseta Bandaríkjanna, með stuðning framkvæmdastjórn Evrópu að baki.
- Josip Tito, forseti Júgóslavíu, er lagður inn á sjúkrahús í Ljubljana vegna blóðtappa í fæti. Þrjóska Tito gagnvart því að láta taka af sér löppina átti eftir að draga á eftir sér dilk og leiða forsetann til dauða í Maí sama ár.[20]
- 9. janúar – 63 uppreisnarmenn eru hálshöggnir vegna þáttöku sinnar í nóvember innrásinni í stóru moskuna í Mekka árið áður.
- 10. janúar – Aðskilnaðarsinnar á Korsíku taka 15 manns í gíslingu.

- 11. janúar – Nigel Short er yngsti skákmaðurinn til að hljóta titilinn alþjóðlegur skákmeistari (en. International Master), aðeins 14 ára gamall, eftir sigur sinn á Alþjóðlega skákþinginu í Hastings.
- 14. janúar – Indira Gandhi, leiðtogi Kongressflokksins, snýr aftur til valda sem fimmti Forsætisráðherra Indlands eftir að flokkurinn vinnur stórsigur í þingkosningum.[21]
- 15. janúar – William Heinesen er gerður að heiðursborgara í Þórshöfn.
- 16. janúar – Bítillinn fyrrverandi Paul McCartney er handtekinn við komu sína til Tókýó með 220 grömm af marijúana.[22]
- 18. janúar – Norska skipið MS Star Clipper siglir á Almö brúnna við eyjuna Tjörn í þykkri þoku með þeim afleiðingum að stór hluti brúarinnar hrynur í sjóinn. Þegar það tekst loks að loka veginum hafa 8 manns látist við að aka fram af brúnni án vitneskju um áreksturinn og afleiðingar hans.[23]
- 20. janúar – Jimmy Carter tilkynnir að Bandaríkin muni sniðganga ólympíuleikana í Moskvu.
- 21. janúar –
- Sænska skáldið Sara Lidman hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, fyrst kvenna, fyrir verk sitt Vredens Barn.[24]
- Iran Air flug 291 með 120 farþega innanborðs hrapar í aðflugi að Mehrabad-flugvelli við Teheran vegna slæmra veðurskylirða. Allir farþegar farast ásamt öllum 8 áhafnarmeðlimum.[25]
- 22. janúar –
- Sovéski nóbelsverðlaunahafinn Andrei Sakarov og kona hans, Yelena Bonner, eru handtekin í Moskvu fyrir mótmæli Andrei gagnvart innrás Sovétmanna í Afganistan. Hann er í kjölfarið sviftur öllum orðum og viðurkenningum sem hann hefur hlotið vegna andsovésks áróðurs.[26] Hjónin eru send í útlegð til borgarinnar Gorky, þar sem þau dvelja næstu 6 árin.
- Minnst 222 tína lífi sínu þegar áhorfendapallar hrynja við nautaatshring í borginni Sincalejo í Kólumbíu.[27]
- 23. janúar – Farþegarúta með 54 manns innanborðs, flest eldri borgarar, rennur til á ísilögðum vegi í Vestur-Þýskalandi og hafnar á hvolfi. 12 manns láta lífið.[28]
- 25. janúar – Fyrrum forseti Suður-Kóreu, Yun Po-Sumn, er dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir mótmælaaðgerðir sem hann stóð fyrir í desember 1979.[29]
- 26. janúar – Ísrael og Egyptaland taka upp stjórnmálasamband.
- 27. janúar – Sex bandarískum diplómötum tókst að flýja Teheran með aðstoð kanadíska sendiráðsins. Þetta tekst þeim með því að þykjast vera hluti af sendiráðinu.[30] Árið 2012 framleiðir Ben Affleck kvikmyndina Argo um þessa þrekraun ásamt því að leika eitt aðalhlutverkanna.
- 29. janúar – Árekstur tveggja skipa í mynni Tampaflóa verður 23 manns að bana þegar akkeri olíuskipsins Capricorn festist í strandgæsluskipinu Blackthorn, með þeim afleiðingum að Blackthorn brotnar í tvennt. Þetta er fyrsta af tveimur mannskæðum slysum í flóanum þetta vor.[31]
- 31. janúar – Borgarastyrjöldin í Gvatemala: Lögregla ræðst inn í spænska sendiráðið í Gvatemalaborg, þar sem mótmælendur hafast við, brenna það og myrða 36 manns. Spænski sendiherrann sleppur naumlega með því að skríða út um glugga.
Febrúar
[breyta | breyta frumkóða]- 1. febrúar –
- 4. febrúar – Abolhassan Banisadr verður forseti Íran.
- 12. febrúar – Ítalski lögfræðingurinn Vittorio Bachelet er myrtur af meðlimum Brigate Rosse í Róm.

- 13. febrúar – Vetrarólympíuleikarnir 1980 hefjast í Lake Placid í New York-fylki.
- 23. febrúar – Æðstiklerkur Írans, Ruhollah Khomeini, segir að þingið muni ákveða örlög bandarísku gíslanna í Teheran.
- 25. febrúar – Herinn í Súrínam fremur valdarán og steypir stjórn Henck Arron af stóli.
- 27. febrúar – Skæruliðar M-19 hertaka sendiráð Dóminíska lýðveldisins í Kólumbíu.
Mars
[breyta | breyta frumkóða]- 3. mars – Pierre Trudeau verður forsætisráðherra Kanada.
- 4. mars – Robert Mugabe er kjörinn forsætisráðherra Simbabve.
- 6. mars – Marguerite Yourcenar er fyrst kvenna til að fá inngöngu í frönsku akademíuna.
- 8. mars – Fyrsta rokkhátíðin í Sovétríkjunum hefst í Tbilisi.
- 14. mars – LOT flug 7 ferst á Varsjárflugvelli. 87 láta lífið, þar á meðal fjórtán manna hnefaleikalið frá Bandaríkjunum.
- 22. mars – Dýravelferðarsamtökin PETA eru stofnuð í Bandaríkjunum.
- 25. mars – Erkibiskupinn Óscar Romero er skotinn til bana af byssumönnum á meðan hann syngur í messu í San Salvador.
- 27. mars – Norski olíuborpallurinn Alexander L. Kielland brotnar og sekkur í Norðursjó. 123 af 212 manna áhöfn borpallsins farast í hamförunum.
- 28. mars – Grafhvelfing frá fyrstu öld er uppgötvuð í úthverfi Jerúsalem. Inní hinni svokölluðu Talpiot-gröf finnast gripir sem virðast tengjast Jesú Krist.
Apríl
[breyta | breyta frumkóða]- 2. apríl – St. Pauls-uppþotin hefjast í Bristol.
- 7. apríl – Bandaríkin slíta formlega stjórnmálasambandi við Íran.
- 12. apríl – Samuel Kanyon Doe fremur valdarán í Líberíu.
- 14. apríl – Fyrsta hljómplata Iron Maiden, Iron Maiden, kemur út í Bretlandi.
- 18. apríl – Simbabve fær sjálfstæði sitt frá Bretlandi viðurkennt að fullu.
- 19. apríl – Írski söngvarinn Johnny Logan sigrar 25. Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir hönd Írlands með laginu What's Another Year. Eftir að Ísrael, sigurvegarar 24. Söngvakeppninnar, dró sig úr keppni er ákveðið að halda hana í Haag.
- 24. apríl – Eagle Claw-aðgerðin: Bandaríkjaher reynir að frelsa 52 bandaríska gísla, sem eru í haldi í Teheran, höfuðborg Írans. Leiðangurinn mistekst og engum gíslum er bjargað, en átta bandarískir hermenn láta lífið.
- 25. apríl – Dan-Air flug 1008 frá Manchester ferst í hlíðum La Esperanza fjallsins á Tenerífe. Allir um borð, alls 138 farþegar og 8 áhafnarmeðlimir, farast í slysinu.
- 28. apríl – Fyrsti leikurinn í Game & Watch leikjaseríu Nintendo, Ball, er gefinn út.
- 30. apríl – Beatrix Wilhelmina Armgard tekur við krúnunni sem drottning Hollands af móður sinni Júlíönu. Beatrix ríkir yfir Hollandi alls í 33 ár, eða þar til hún eftirlætur syni sínum krúnuna árið 2013.
Maí
[breyta | breyta frumkóða]- 1. maí – Bandaríska körfuknattleiksliðið Dallas Mavericks er stofnað í Dallas.[34]
- 9. maí – Líberíska flutningaskipið MV Summit Venture siglir á Sunshine Skyway brúnna með þeim afleiðingum að hluti brúarinnar hrynur. Alls láta 35 manns lífið í slysinu þegar bílar þeirra, þar á meðal Greyhound rúta, hrapa ofan í Tampaflóa.
- 17. maí – Innanlandsófriður hefst í Perú þegar meðlimir Skínandi stígs hryðjuverkasamtakanna gera árás í kjörklefa í Ayacucho.

- 18. maí – St. Helens eldfjallið gýs í Washington fylki með þeim afleiðingum að norðurhlíð fjallsins hrynur og hæð fjallsins lækkar um tæplega 500 metra. 57 manns tapa lífi sínu í gusthlaupinu sem fylgir og tjónið er metið á 3 milljarða bandaríkjadala.
- 21. maí – Önnur kvikmyndin í fyrsta Stjörnustríðs þríleiknum, The Empire Strikes Back, er frumsýnd.
- 22. maí – Tölvuleikurinn um Pac-Man er gefinn út í Japan.
- 23. maí – Kvikmyndin The Shining, byggð á skáldsögu Stephen King með sama nafni, er frumsýnd.
- 26. maí – Áhangendur farmtrúar ráðast á stjórnarsetur á eyjunni Tanna á Vanúatú.
Júní
[breyta | breyta frumkóða]- 13. júní – Ítalski bankamaðurinn Michele Sindona er handtekinn í New York-borg vegna gjaldþrots Franklin landsbankans.
- 23. júní – Tim Berners-Lee hefur vinnu að kerfinu ENQUIRE, sem er fyrirrennari veraldarvefsins.
- 25. júní – Múslimska bræðralagið gerir misheppnaða tilraun til að ráða forseta Sýrlands, Hafez al-Assad, af dögum.
- 27. júní – Aerolinee Itavia flug 870 hrapar í Tyrrenahaf á milli ítölsku eyjanna Ústiku og Ponsu. Örlög flugvélarinnar, sem var á leiðinni frá Bolóna til Palermó, eru enn í dag óskýr og margar samsæriskenningar sprottið upp frá atburðinum. Allir um borð (77 farþegar og 4 áhafnarmeðlimir) létu lífið í slysinu, sem er gjarnan þekkt á Ítalíu sem blóðbaðið við Ústiku.
Júlí
[breyta | breyta frumkóða]- 11. júlí – Evrópukeppnin í knattspyrnu hefst á Ítalíu. Keppnin er haldin í fyrsta skipti með nýju móti þar sem átta lið keppa í úrslitum í stað fjögurra.
- 15. júlí – Dansk Sojakagefabrik á Íslandsbryggju í Kaupmannahöfn springur í loft upp.
- 16. júlí – Ronald Reagan er útnefndur forsetaefni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum.
- 17. júlí – Saddam Hussein er valinn forseti Írak.

- 19. júlí – Sumarólympíuleikarnir eru settir í Moskvu.
- 25. júlí – Hljómplata AC/DC, Back In Black, er gefin út.
- 30. júlí –
- Vanúatú hlýtur sjálfstæði síðust af nýlendum Frakka.
- Jerúsalemlögin eru samþykkt af ísraelska þinginu.
- 31. júlí – Lars Vilks hefur að reisa útilistaverkið Nimis á Skáni.
Ágúst
[breyta | breyta frumkóða]
- 2. ágúst – Blóðbaðið í Bolóna: Sprengja springur á járnbrautarstöðinni í Bolóna á Ítalíu. 85 manns farast og yfir 200 særast.
- 7. ágúst – Pólskir hafnarverkamenn hefja röð verkfalla í slippnum í Gdansk undir forystu Lech Wałęsa.
- 19. ágúst – Yfir 300 manns láta lífið eftir að eldur kviknar í Saudia flugi 163 á leið frá Karatsí til Jedda. Þrátt fyrir að áhöfninni tekst að nauðlenda á flugvellinum í Ríad deyja allir um borð úr reykeitrun áður en hægt er að rýma flugvélina. Óljóst er hvers vegna vélin er ekki rýmd, en 23 mínútum eftir að vélin lendir blossar skyndilega upp gríðarmikill eldur sem dreifir úr sér um alla vélina á augabragði.
- 25. ágúst – Microsoft kynnir sína útgáfu af Unix stýrikerfinu, Xenix.
- 31. ágúst – Pólska stjórnin gefur eftir og heimilar stofnun Samstöðu, fyrstu frjálsu verkalýðssamtakanna í Sovétblokkinni.
September
[breyta | breyta frumkóða]- 5. september – Gotthardgöngin eru opnuð í Sviss.
- 12. september – Herinn tekur völdin í Tyrklandi undir forystu Kenan Evren.
- 17. september –
- Pólska verkalýðsfélagið Samstaða er stofnað í Gdańsk.
- Fyrrum forseti Níkaragva, Anastasio Somoza Debayle, er myrtur í útlegð í Paragvæ.
- 22. september – Írak ræðst á Íran og hefur þar með 8 ára stríð.
- 26. september – Þrettán látast og yfir 200 særast í Októberfesthryðjuverkaárásinni í München.
- 30. september – Digital Equipment Corporation, Intel og Xerox gefa út DIX-staðalinn fyrir íðnet-tengingar.
Október
[breyta | breyta frumkóða]- 10. október –
- Yfir 2.600 manns láta lífið í Alsír þegar jarðskjálfti leggur bæinn El Asnam í rúst. Hann er síðar endurbyggður sem Chlef.
- Margaret Thatcher heldur fræga ræðu þar sem hún klykkir út með orðunum „The lady is not for turning“.
- 11. október – FMLN samtökin eru stofnuð í El Salvador.
- 14. október – Þúsundir starfsmanna ítalska bílaframleiðandans FIAT fara í kröfugöngu gegn mánaðalangri vinnustöðvun verkalýðsfélaganna, sem láta undan og samþykkja samninga sem koma fyrirtækinu vel.
- 23. október – Forsætisráðherra Sovétríkjanna, Aleksej Kosygin segir af sér og Nikolaj Tikonov tekur við.
Nóvember
[breyta | breyta frumkóða]
- 4. nóvember – Ronald Reagan sigrar Jimmy Carter í forsetakosningum í Bandaríkjunum.
- 12. nóvember – Geimkönnunarfarið Voyager 1 kemst næst Satúrnusi.
- 20. nóvember – Réttarhöld yfir fjórmenningagenginu hefjast í Kína.
- 21. nóvember – 85 látast í eldsvoða í MGM Grand Hotel and Casino í Las Vegas.
- 23. nóvember – Nær 3.000 manns látast og 300.000 missa heimili sín í Irpiníujarðskjálftanum á Ítalíu.
Desember
[breyta | breyta frumkóða]- 2. desember – Bandaríski trúboðinn Jean Donovan og þrjár nunnur eru myrt af dauðasveitum hersins í El Salvador.
- 4. desember – Hljómsveitin Led Zeppelin sendir frá sér fréttatilkynningu um upplausn sveitarinnar eftir andlát trommara sveitarinnar, John Bonham.
- 8. desember – John Lennon er skotinn til bana af Mark David Chapman fyrir utan heimili sitt í New York-borg.
- 16. desember – Samtök olíuútflutningsríkja ákveða að hækka olíuverð um 10%.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 4. janúar - Greg Cipes, bandarískur leikari.
- 8. janúar - Rachel Nichols, bandarísk leikkona.
- 9. janúar - Sergio García, spænskur kylfingur.
- 18. janúar - Jason Segel, bandarískur leikari.
- 25. janúar - Xavi, spænskur knattspyrnumaður.
- 28. janúar - Nick Carter, bandarískur söngvari (Backstreet Boys).
- 29. janúar
- Óttar M. Norðfjörð, íslenskur rithöfundur.
- Ingimundur Ingimundarson, íslenskur handknattleiksmaður.
- 12. febrúar

- Christina Ricci, bandarísk leikkona.
- Sarah Lancaster, bandarísk leikkona.
- Juan Carlos Ferrero, spænskur tennisleikari.
- 27. febrúar - Chelsea Clinton, dóttir Bill Clinton Bandaríkjaforseta.
- 28. febrúar - Christian Poulsen, danskur knattspyrnumaður.
- 1. mars - Djimi Traoré, knattspyrnumaður frá Malí.
- 7. mars
- Laura Prepon, bandarísk leikkona.
- Murat Boz, tyrkneskur söngvari.
- 9. mars - Matthew Gray Gubler, bandarískur leikari.
- 11. mars - Úlfar Linnet, íslenskur skemmtikraftur.
- 13. mars - Sara Bergmark Elfgren, sænskur rithöfundur.
- 15. mars - Stefán Gíslason, íslenskur knattspyrnumaður.
- 21. mars - Ronaldinho, brasilískur knattspyrnumaður.
- 26. mars - Pascal Hens, þýskur handknattleiksmaður.
- 24. apríl - Reagan Gomez-Preston, bandarísk leikkona.

- 26. apríl - Channing Tatum, bandarískur leikari.
- 29. apríl
- Nicole Steinwedell, bandarísk leikkona.
- Bre Blair, kanadísk leikkona.
- 11. maí - Björgólfur Hideaki Takefusa, íslenskur knattspyrnumaður.
- 13. maí - Egill Einarsson, íslenskur fjölmiðlamaður.
- 19. maí - Sara Riel, íslensk myndlistarkona.
- 22. maí - Róbert Gunnarsson, íslenskur handknattleiksmaður.
- 30. maí - Steven Gerrard, enskur knattspyrnumaður.
- 10. júní - Gísli Freyr Valdórsson, íslenskur stjórnmálafræðingur.
- 13. júní - Darius Vassell, enskur knattspyrnumaður.
- 15. júní - Iker Romero, spænskur handknattleiksmaður.
- 17. júní - Venus Williams, bandarískur tennisleikari.
- 19. júní - Lauren Lee Smith, kanadísk leikkona.
- 20. júní - Vignir Svavarsson, íslenskur handknattleiksmaður.

- 2. júlí - Alexander Petersson, íslenskur handknattleiksmaður.
- 3. júlí - Olivia Munn, bandarísk leikkona.
- 8. júlí
- Robbie Keane, írskur knattspyrnumaður.
- Auðunn Blöndal, íslenskur dagskrárgerðarmaður.
- 10. júlí - Jessica Simpson, bandarísk söngkona.
- 18. júlí - Kristen Bell, bandarísk leikkona.
- 20. júlí
- Sturla Ásgeirsson, íslenskur handknattleiksmaður.
- Gisele Bündchen, brasilísk fyrirsæta.
- 29. júlí - Rachel Miner, bandarísk leikkona.
- 22. ágúst - Aya Sumika, bandarísk leikkona.
- 26. ágúst
- Macaulay Culkin, bandarískur leikari.
- Chris Pine, bandarískur leikari.
- 29. ágúst - David Desrosiers, kanadískur bassaleikari (Simple Plan).
- 5. september
- Marianna Madia, ítalskur stjórnmálamaður.
- Stefán Logi Magnússon, íslenskur knattspyrnumaður.
- 8. september - Kristian Kjelling, norskur handknattleiksmaður.
- 12. september - Bjarni Fritzson, íslenskur handknattleiksmaður.
- 15. september - Katrín Atladóttir, íslensk badmintonkona.
- 16. september - Davíð Þorláksson, íslenskur lögfræðingur.
- 20. september - Igor Vori, króatískur handknattleiksmaður.
- 24. september - John Arne Riise, norskur knattspyrnumaður.
- 25. september - Pawel Bartoszek, íslenskur stærðfræðingur.
- 29. september - Zachary Levi, bandarískur leikari.
- 4. október - Tomas Rosicky, tékkneskur knattspyrnumaður.
- 11. október - Julie McNiven, bandarísk leikkona.
- 17. október - Alberto Porro Carmona, spænskur hljómsveitarstjóri.

- 21. október - Kim Kardashian, bandarísk athafnakona.
- 22. október - Helgi Hrafn Gunnarsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 26. október - Cristian Chivu, rúmenskur knattspyrnumaður.
- 28. október - Alan Smith, enskur knattspyrnumaður.
- 12. nóvember - Ryan Gosling, kanadískur leikari.
- 13. nóvember - Sverrir Bergmann Magnússon íslenskur söngvari og fjölmiðlamaður.
- 19. nóvember - Yipsi Moreno, kúbverskur sleggjukastari.
- 29. nóvember - Hreiðar Levý Guðmundsson, íslenskur handknattleiksmaður.
- 3. desember - Jenna Dewan, bandarísk leikkona.
- 7. desember - John Terry, enskur knattspyrnumaður.
- 13. desember - Agnieszka Włodarczyk, pólsk leikkona.
- 18. desember - Christina Aguilera, bandarísk söngkona.
- 19. desember - Jake Gyllenhaal, bandarískur leikari.
- 28. desember - Vanessa Ferlito, bandarísk leikkona.
- 30. desember - Eliza Dushku, bandarísk leikkona.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 16. janúar - Jón Gíslason, íslenskur þýðandi (f. 1909).
- 16. febrúar - Erich Hückel, þýskir eðlis- og enfafræðingur (f. 1895).
- 19. febrúar - Bon Scott, ástralskur söngvari rokksveitarinnar AC/DC. (f. 1946).
- 17. mars - Boun Oum, síðasti erfðaprins Champasak (f. 1912).
- 31. mars - Jesse Owens, bandarískur íþróttamaður (f. 1913).
- 15. apríl - Jean-Paul Sartre, franskur heimspekingur, rithöfundur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1905).

- 29. apríl - Alfred Hitchcock, bandarískur leikstjóri (f. 1899).
- 4. maí - Josip Broz Tito, forseti Júgóslavíu (f. 1892).
- 15. maí - Jóhann Hafstein, íslenskur stjórnmálamaður og stofnandi Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta.
- 28. maí - Ian Curtis, söngvari Joy Division (f. 1956).
- 4. júní - Leopold Kielholz, svissneskur knattspyrnumaður og þjálfari (f. 1911).
- 7. júní - Henry Miller, bandarískur rithöfundur (f. 1891).
- 24. júlí - Peter Sellers, breskur leikari (f. 1925).
- 25. júlí - Vladimír Vísotskí, rússneskur söngvari (f. 1938).
- 27. júlí - Múhameð Resa Pahlavi Íranskeisari (f. 1919).
- 10. ágúst - Gareth Evans, breskur heimspekingur (f. 1946).
- 13. ágúst - Magnús Á. Árnason, íslenskur listmálari (f. 1894).
- 20. ágúst - Björgvin Sæmundsson, íslenskur verkfræðingur (f. 1930).
- 17. september - Anastasio Somoza Debayle, forseti Níkaragva (f. 1925).
- 25. september - John Bonham, enskur trommuleikari (f. 1948).
- 18. október - Pétur Hoffmann Salómonsson, íslenskur sjómaður (f. 1897).
- 20. október - Stefán Jóhann Stefánsson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1894).
- 9. nóvember - A. Paul Weber, þýskur grafíklistamaður (f. 1893).
- 8. desember - John Lennon, breskur tónlistarmaður (f. 1940).
- 16. desember - Ólafur Jónsson, ráðunautur (f. 1895).
- 25. desember - Marcel Langiller, franskur knattspyrnumaður (f. 1908).
- 31. desember - Marshall McLuhan, kanadískur bókmenntafræðingur (f. 1911).
Heimildaskrá
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist 1980.
- ↑ Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 18 ágúst 2025.
- ↑ Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 18 ágúst 2025.
- ↑ „Morgunblaðið - 19. tölublað (24.01.1980) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 24 ágúst 2025.
- ↑ „Morgunblaðið - 19. tölublað (24.01.1980) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 24 ágúst 2025.
- ↑ „Morgunblaðið - 17. tölublað og Íþróttablað (22.01.1980) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 24 ágúst 2025.
- ↑ „Morgunblaðið - 17. tölublað og Íþróttablað (22.01.1980) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 24 ágúst 2025.
- ↑ „Morgunblaðið - 17. tölublað og Íþróttablað (22.01.1980) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 24 ágúst 2025.
- ↑ „Dagblaðið - 19. tölublað (23.01.1980) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 19 ágúst 2025.
- ↑ „Dagblaðið - 22. tölublað (26.01.1980) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 23 ágúst 2025.
- ↑ „Morgunblaðið - 21. tölublað (26.01.1980) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 26 ágúst 2025.
- ↑ „Dagblaðið - 23. tölublað (28.01.1980) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 24 ágúst 2025.
- ↑ „Morgunblaðið - 20. tölublað (25.01.1980) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 24 ágúst 2025.
- ↑ „Dagblaðið - 23. tölublað (28.01.1980) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 24 ágúst 2025.
- ↑ „Morgunblaðið - 23. tölublað og Íþróttablað (29.01.1980) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 26 ágúst 2025.
- ↑ „Morgunblaðið - 23. tölublað og Íþróttablað (29.01.1980) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 26 ágúst 2025.
- ↑ „Morgunblaðið - 25. tölublað (31.01.1980) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 26 ágúst 2025.
- ↑ „Morgunblaðið - 27. tölublað (02.02.1980) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 27 ágúst 2025.
- ↑ „Um skólann“. Tónlistarskóli FÍH (enska). Sótt 19 ágúst 2025.
- ↑ Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 18 ágúst 2025.
- ↑ Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 18 ágúst 2025.
- ↑ „Dagblaðið - 5. tölublað (07.01.1980) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 19 ágúst 2025.
- ↑ Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 18 ágúst 2025.
- ↑ „Morgunblaðið - 17. tölublað og Íþróttablað (22.01.1980) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 24 ágúst 2025.
- ↑ Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 19 ágúst 2025.
- ↑ „Morgunblaðið - 17. tölublað og Íþróttablað (22.01.1980) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 24 ágúst 2025.
- ↑ „Morgunblaðið - 18. tölublað (23.01.1980) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 24 ágúst 2025.
- ↑ „Morgunblaðið - 19. tölublað (24.01.1980) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 24 ágúst 2025.
- ↑ „Morgunblaðið - 19. tölublað (24.01.1980) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 24 ágúst 2025.
- ↑ „Dagblaðið - 21. tölublað (25.01.1980) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 19 ágúst 2025.
- ↑ „Morgunblaðið - 24. tölublað (30.01.1980) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 26 ágúst 2025.
- ↑ „Morgunblaðið - 24. tölublað (30.01.1980) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 26 ágúst 2025.
- ↑ „Morgunblaðið - 27. tölublað (02.02.1980) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 26 ágúst 2025.
- ↑ „Morgunblaðið - 27. tölublað (02.02.1980) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 26 ágúst 2025.
- ↑ „This Date in the NBA: May | NBA.com“. NBA (enska). Sótt 19 ágúst 2025.