14. júlí
Útlit
Jún – Júlí – Ágú | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | 31 | |||
2024 Allir dagar |
14. júlí er 195. dagur ársins (196. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 170 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 939 - Stefán 8. varð páfi.
- 1614 - Svíar sigruðu Rússa í orrustunni við Bronnicy.
- 1641 - Svíar og Brandenborgarar sömdu um vopnahlé í Stokkhólmi.
- 1651 - Corfitz Ulfeldt flúði til Amsterdam frá Kaupmannahöfn með fjölskyldu sína eftir að hafa verið ákærður af Danakonungi fyrir tilraun til að eitra fyrir konungsfjölskyldunni.
- 1677 - Svíar unnu sigur á Dönum í orrustunni við Landskrona.
- 1683 - Tyrkir settust um Vínarborg.
- 1789 - Bastilludagurinn: Franska byltingin hófst þegar Parísarbúar réðust á Bastilluna.
- 1929 - Varðskipið Ægir var keypt fyrir landhelgisgæsluna.
- 1948 - Palmiro Togliatti, leiðtogi ítalska kommúnistaflokksins, var skotinn rétt fyrir utan þinghúsið.
- 1958 - Þjóðernissinnar steyptu konungi Íraks af stóli í írösku byltingunni.
- 1971 - Viðreisnarstjórnin lét af völdum eftir tólf ára stjórnarsetu eftir kosningaósigur í kosningunum daginn áður.
- 1974 - Hringvegurinn var fullgerður með opnun Skeiðarárbrúar.
- 1984 - 36 létust í lestarslysi í Júgóslavíu.
- 1988 - Fjárfestingarfélag Berlusconis, Fininvest, keypti verslunarkeðjuna Standa af Montedison.
- 1989 - Í Frakklandi var haldið upp á 200 ára afmæli Frönsku byltingarinnar.
- 2000 - Öflugt sólgos olli segulstormi á jörðu.
- 2002 - Maður skaut af byssu á Jacques Chirac meðan á hátíðahöldum vegna þjóðhátíðardagsins stóð en hitti ekki.
- 2004 - Filippseyjar ákváðu að draga herlið sitt frá Írak eftir gíslatöku.
- 2006 - Dómur féll í ítalska úrvalsdeildarhneykslinu: Liðin S. S. Lazio, Juventus og Fiorentina voru felld niður um deild. Dómnum var síðar áfrýjað og refsingar mildaðar.
- 2014 - Ashraf Ghani var kjörinn forseti Afganistans í annarri umferð forsetakosninga þar í landi.
- 2015 - Geimfarið New Horizons flaug framhjá Plútó og varð þannig fyrsta geimfarið til að komast í námunda við dvergreikistjörnuna.
- 2015 - Samningar náðust um kjarnorkuáætlun Írans sem fólu í sér takmarkanir á auðgun úrans.
- 2016 - 86 létust í Nice þegar vörubíl var ekið inn í hóp af fólki sem fagnaði Bastilludeginum á Promenade des Anglais.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1602 - Mazarin kardináli (d. 1661).
- 1608 - George Goring, enskur hermaður (d. 1657).
- 1610 - Ferdinand 2. stórhertogi af Toskana (d. 1670).
- 1756 - Thomas Rowlandson, enskur listmálari og skopteiknari (d. 1827).
- 1850 - Björn M. Ólsen, fyrsti rektor Háskóla Íslands (d. 1919).
- 1858 - Emmeline Pankhurst, súffragetta (d. 1928).
- 1868 - Gertrude Bell, enskur fornleifafræðingur (d. 1926).
- 1889 - Ante Pavelić, króatískur einræðisherra (d. 1959).
- 1900 - Engel Lund, dönsk-íslensk söngkona (d. 1996).
- 1913 - Gerald Ford, Bandaríkjaforseti (d. 2006).
- 1918 - Ingmar Bergman, sænskur kvikmyndaleikstjóri (d. 2007).
- 1929 - Benedikt Gunnarsson, íslenskur myndlistarmaður (d. 2018).
- 1937 - Teresa Lipowska, pólsk leikkona.
- 1945 - Agnar Friðriksson, íslenskur körfuknattleiksmaður.
- 1955 - Guðmundur Ingi Kristinsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1960 - Jane Lynch, bandarísk leikkona.
- 1973 - Andri Snær Magnason, rithöfundur.
- 1973 - Kouta Hirano, japanskur myndasöguhöfundur.
- 1975 - Gunnleifur Gunnleifsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 1977 - Viktoría, krónprinsessa af Svíþjóð.
- 1983 - Sólmundur Hólm Sólmundsson, íslenskur dagskrárgerðarmaður.
- 1985 - Billy Celeski, ástralskur knattspyrnumaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1212 - Jón Sigmundsson, goðorðsmaður á Valþjófsstað og í Svínafelli.
- 1223 - Filippus 2. Frakkakonungur (f. 1165).
- 1610 - Francisco Solano, spænskur trúboði (f. 1549).
- 1939 - Alfons Mucha, tékkneskur myndlistarmaður (f. 1860).
- 1954 - Jacinto Benavente, spænskt leikskáld (f. 1866).
- 1968 - Konstantín Pástovskí, sovéskur rithöfundur (f. 1892).
- 2005 - Hlynur Sigtryggsson, íslenskur veðurfræðingur (f. 1921).
- 2007 - Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður (f. 1942).
- 2007 - Baldvin Halldórsson, íslenskur leikari (f. 1923).
- 2016 - Kristín Halldórsdóttir, íslensk stjórnmálakona (f. 1939).