Fara í innihald

Björt framtíð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Björt framtíð
Merki Bjartrar framtíðar
Merki Bjartrar framtíðar
Formaður Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir
Stofnár 2012
Höfuðstöðvar Austurstræti 8–10
Stjórnmálaleg
hugmyndafræði
Frjálslyndi
umhverfisvernd
víðsýni
Evrópustefna
Einkennislitur fjólublár  
Listabókstafur A
Vefsíða bjortframtid.is[a]
^a  Afrit síðu frá 2018 á vefsafni. Lénið er nú í eigu ótengdra aðila.

Björt framtíð var íslenskur stjórnmálaflokkur sem að var stofnaður árið 2012. Að stofnun flokksins komu Guðmundur Steingrímsson, sem áður hafði verið í Samfylkingunni og Framsóknarflokknum og Heiða Kristín Helgadóttir, sem hefur komið að Besta flokknum.[1] Listabókstafur Bjartrar framtíðar var A.[2] Flokkurinn var með sæti á þingi frá 2013 til 2017 en missti alla sína þingmenn í alþingiskosningum 2017. Flokkurinn fékk einnig fulltrúa kjörna í sjö sveitarfélögum í sveitarstjórnarkosningunum 2014. Í sveitastjórnarkosningunum árið 2018 bauð Björt framtíð aðeins fram í Kópavogi í samstarfi með Viðreisn. Ekkert starf hefur farið fram í flokknum frá 2018.

Björt framtíð bauð í fyrsta skipti fram í Alþingiskosningunum 2013 og fékk 8,2% og 6 þingmenn en þá var Guðmundur Steingrímsson formaður. Veturinn 2013 sameinaðist Besti flokkurinn Bjartri framtíð. Guðmundur hætti sem formaður árið 2015, meðal annars vegna slæms gengis í skoðanakönnunum.[3] Óttar Proppé var sjálfkjörinn formaður flokksins í september 2015.[4] Brynhildur S. Björnsdóttir var sömuleiðis kjörin stjórnarformaður Bjartrar framtíðar í september 2015.[5]

Ríkisstjórnarsamstarf

[breyta | breyta frumkóða]

Í alþingiskosningum 2016 hlaut Björt framtíð 7,2% atkvæða og fékk fjóra menn kjörna. Björt framtíð myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokkinum og Viðreisn í janúar 2017.[6] Í september sama ár ákvað Björt framtíð að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu þar sem þau töldu Bjarna Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra, hafa gerst sekan um trúnaðarbrest þegar hann upplýsti ríkisstjórnina ekki um bréf sem faðir hans hafði skrifað og varðaði uppreisn æru dæmds barnaníðings.[7][8] Í kjölfarið var þing rofið og kosið á ný í október 2017. Björt framtíð hlaut 1,2% greiddra atkvæða í kosningunum og féll af þingi. Óttarr Proppé hætti sem formaður flokksins þremur dögum eftir kosningarnar[9] og Björt Ólafsdóttir tók við formennsku í flokknum í nóvember.[10]

Staðan í dag

[breyta | breyta frumkóða]

Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir tók síðar við formennskunskunni árið 2018.[11] Flokkurinn bauð ekki fram neina lista í sveitarstjórnarkosningum 2018 nema í Kópavogi þegar að þau voru með Viðreisn í einn sameinaðan lista, sem að hét BF-Viðreisn, en listinn bauð einungis fram undir merkjum Viðreisnar í sveitarstjórnarkosningunum 2022. Árið 2019 lýsti Theodóra Sigurlaug, formaður flokksins yfir því að það væru uppi hugmyndir um að flokkurinn myndi sameinast Viðreisn, en það hefur ekki ennþá gerst.[11] Flokkurinn bauð ekki fram neina lista í þingkosningunum 2021 en flokkurinn er samt ennþá með skráðan listabókstaf.

Formaður Kjörinn Hætti Aldur við embættistöku
Guðmundur Steingrímsson 2013 2015 39
Óttar Proppé 2015 2017 46
Björt Ólafsdóttir 2017 2018 34
Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir 2018 Enn í embætti 49

Varaformenn

[breyta | breyta frumkóða]
Varaformaður Kjörinn Hætti
Heiða Krist­ín Helga­dótt­ir 2013 2015
Björt Ólafsdóttir 2015 2017
Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir 2017 2018

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. http://www.visir.is/bjort-framtid-stofnud-i-dag/article/2012120209520
  2. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. október 2016. Sótt 29. október 2016.
  3. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/08/22/haettir_sem_formadur/
  4. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/09/05/ottarr_sjalfkjorinn_formadur/
  5. Merkið, af Bjortframtid.is
  6. http://www.vb.is/frettir/bjort-framtid-og-vidreisn-samthykkja/134597/?q=Björt%20framtíð
  7. Guðmundsdóttir, Auður Ösp (20. febrúar 2024). „„Ég skil að fólki sé mis­boðið" - Vísir“. visir.is. Sótt 22. febrúar 2024.
  8. http://www.ruv.is/frett/rikisstjornin-fallin-og-kosninga-krafist
  9. https://kjarninn.is/frettir/2017-10-31-ottarr-proppe-haettur-sem-formadur-bjartrar-framtidar/
  10. https://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/11/25/bjort_nyr_formadur_bjartrar_framtidar/
  11. 11,0 11,1 https://www.visir.is/g/20191955114d