Björt framtíð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Björt framtíð
Merki Bjartrar framtíðar
Fylgi 8.2%
Formaður Óttar Proppé
Framkvæmdastjóri Valgerður Pálsdóttir
Stjórnarformaður Brynhildur S. Björnsdóttir
Þingflokksformaður Róbert Marshall
Stofnár 2012
Höfuðstöðvar Austurstræti 8-10
Stjórnmálaleg
Hugmyndafræði
Frjálslyndi, Umhverfisvernd, Víðsýni, Evrópustefna
Einkennislitur Fjólublár
Sæti á Alþingi
Vefsíða bjortframtid.is

Björt framtíð er íslenskur stjórnmálaflokkur, stofnaður árið 2012. Að stofnun flokksins komu Guðmundur Steingrímsson, sem áður hefur verið í Samfylkingunni og Framsóknarflokknum og Heiða Kristín Helgadóttir, sem hefur komið að Besta flokknum. Flokkurinn bauð í fyrsta skipti fram í Alþingiskosningunum 2013 og fékk 8,2% og 6 þingmenn. Veturinn 2013 sameinaðist Besti flokkurinn Bjartri framtíð. Guðmundur Steingrímsson var formaður fyrstu 3 árin en vegna fylgistaps í könnunum var ákveðið að breyta um formann. Óttar Proppé var sjálfkjörinn formaður flokksins í september 2015. [1]

Frambjóðendur[breyta | breyta frumkóða]

Efstu frambjóðendur á listum Bjartrar framtíðar voru valdir á félagsfundi 12. desember 2012[2] .

Norðvesturkjördæmi[breyta | breyta frumkóða]

 1. Árni Múli Jónasson, lögfræðingur og fyrrverandi bæjarstjóri á Akranesi
 2. G. Valdimar Valdemarsson framkvæmdastjóri.
 3. Solveig Thorlacius tilraunabóndi.
 4. Magnús Þór Jónsson skólastjóri.
 5. Soffía Vagnsdóttir skólastjóri.

Suðurkjördæmi[breyta | breyta frumkóða]

 1. Páll Valur Björnsson bæjarfulltrúi í Grindavík.
 2. Guðlaug Elísabet Finnsdóttir kennari.
 3. Heimir Eyvindarson tónlistarmaður.
 4. Guðfinna Gunnarsdóttir framhaldsskólakennari.

Norðausturkjördæmi[breyta | breyta frumkóða]

 1. Brynhildur Pétursdóttir, starfsmaður Neytendasamtakanna.
 2. Preben Jón Pétursson framkvæmdarstjóri.
 3. Stefán Már Guðmundsson, aðstoðarskólastjóri grunnskólans á Reyðarfirði.
 4. Hanna Sigrún Helgadóttir, framhaldsskólakennari á Laugum.

Reykjavíkurkjördæmi suður[breyta | breyta frumkóða]

 1. Róbert Marshall alþingismaður.
 2. Óttarr Proppé, borgarfulltrúi í Reykjavík.
 3. Brynhildur S. Björnsdóttir framkvæmdastjóri bókhalds- og rekstrarþjónustunnar Hagsýn.
 4. Sigrún Gunnarsdóttir, dósent við hjúkrunarfræðideild .
 5. Tryggvi Haraldsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg.

Reykjavíkurkjördæmi norður[breyta | breyta frumkóða]

 1. Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi formaður Geðhjálpar og ráðgjafi hjá Capacent.
 2. Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar og framkvæmdastjóri Besta flokksins.
 3. Eldar Ástþórsson, markaðsmaður hjá CCP.
 4. Friðrik Rafnsson þýðandi.
 5. Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík.

Suðvesturkjördæmi[breyta | breyta frumkóða]

 1. Guðmundur Steingrímsson, alþingismaður og formaður Bjartrar framtíðar.
 2. Freyja Haraldsdóttir framkvæmdastýra NPA miðstöðvarinnar.
 3. Guðlaug Kristjánsdóttir sjúkraþjálfari og formaður BHM.
 4. Erla Karlsdóttir varabæjarfulltrúi í Kópavogi og doktorsnemi í heimspeki.
 5. Pétur Óskarsson framkvæmdastjóri.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]