Björt framtíð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Björt framtíð
Merki Bjartrar framtíðar
Fylgi Red Arrow Down.svg 1,2%¹
Formaður Björt Ólafsdóttir
Framkvæmdastjóri Valgerður Pálsdóttir
Stjórnarformaður Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir
Þingflokksformaður Róbert Marshall
Stofnár 2012
Höfuðstöðvar Austurstræti 8–10
Stjórnmálaleg
hugmyndafræði
Frjálslyndi
umhverfisvernd
víðsýni
Evrópustefna
Einkennislitur fjólublár     
Sæti á Alþingi
Listabókstafur A
Vefsíða bjortframtid.is
¹Fylgi í síðustu Alþingiskosningum

Björt framtíð er íslenskur stjórnmálaflokkur, stofnaður árið 2012. Að stofnun flokksins komu Guðmundur Steingrímsson, sem áður hafði verið í Samfylkingunni og Framsóknarflokknum og Heiða Kristín Helgadóttir, sem hefur komið að Besta flokknum.[1] Óttarr Proppé var kjörinn formaður Bjartrar framtíðar í september 2015.[2] Listabókstafur Bjartrar framtíðar er A.[3]

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Björt framtíð bauð í fyrsta skipti fram í Alþingiskosningunum 2013 og fékk 8,2% og 6 þingmenn. Veturinn 2013 sameinaðist Besti flokkurinn Bjartri framtíð. Guðmundur Steingrímsson var formaður Bjartrar framtíðar fyrstu 3 árin, en hætti sem formaður árið 2015, meðal annars vegna slæms gengis í skoðanakönnunum.[4] Óttar Proppé var sjálfkjörinn formaður flokksins í september 2015.[2] Brynhildur S. Björnsdóttir var sömuleiðis kjörin stjórnarformaður Bjartrar framtíðar í september 2015. [5]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]