Fara í innihald

Steingrímur J. Sigfússon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Steingrímur J. Sigfússon (SJS)

Steingrímur árið 2021

Fæðingardagur: 4. ágúst 1955 (1955-08-04) (68 ára)
Fæðingarstaður: Gunnarsstaðir í Þistilfirði
2. þingmaður Norðausturkjördæmis
Flokkur: Merki Vinstri grænna Vinstrihreyfingin – grænt framboð
Þingsetutímabil
1983-1988 í Norðurl. e. fyrir Alþb.
1988-1991 í Norðurl. e. fyrir Alþb.
1991-1998 í Norðurl. e. fyrir Alþb.
1998-1999 í Norðurl. e. fyrir Óh.
1999-2003 í Norðurl. e. fyrir Vg.
2003-2009 í Norðaust. fyrir Vg.
2009-2013 í Norðaust. fyrir Vg.
2013-2016 í Norðaust. fyrir Vg.
2016-2017 í Norðaust. fyrir Vg.
2017-2021 í Norðaust. fyrir Vg.
= stjórnarsinni
Embætti
1987-1988 Þingflokksformaður (Alþb.)
1988-1991 Landbúnaðarráðherra
1988-1991 Samgönguráðherra
1995-1998 Formaður sjávarútvegsnefndar
2009 Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
2009-2011 Fjármálaráðherra
2011-2012 Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
2011-2012 Efnahags- og viðskiptaráðherra
2012-2013 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra
2016-2017 Forseti Alþingis
2017-2021 Forseti Alþingis
Tenglar
Æviágrip á vef Alþingis

Steingrímur Jóhann Sigfússon (fæddur 4. ágúst 1955) er fyrrum ráðherra og forseti Alþingis. Steingrímur sat sem þingmaður Alþýðubandalagsins frá 1983 til 1998 og var síðan stofnandi og formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á árunum 1999 til 2013. Hann gegndi embætti landbúnaðar- og samgönguráðherra frá 1988-1991, fjármálaráðherra frá 2009-2011, atvinnuvegaráðherra frá 2011-2013 og sem forseti Alþingis frá 2016-2017 og aftur frá 2017-2021.

Steingrímur sat á Alþingi í 38 ár, frá 1983-2021. Hann var með þaulsetnustu þingmönnum íslenskrar stjórnmálasögu þegar hann lét af þingmennsku og aðeins þrír hafa setið lengur á Alþingi. Steingrímur var síðustu átta árin á þingi starfsaldursforseti þess. Steingrímur sat sem þingmaður Alþýðubandalags 1983-1998, óháður þingmaður 1998-1999 og þingmaður VG 1999-2021. Steingrímur var þingmaður Norðurlandskjördæmis eystra 1983-2003 og frá 2003 fyrir Norðausturkjördæmi eftir kjördæmabreytinguna.

Steingrímur var varaformaður Alþýðubandalagsins 1989-1995 en tapaði naumlega fyrir Margréti Frímannsdóttur í formannskjöri 1995. Steingrímur sagði skilið við Alþýðubandalagið í aðdraganda stofnunar Samfylkingarinnar og beitti sér fyrir stofnun Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, nýs vinstriflokks, árið 1999 og var fyrsti formaður hennar.

Steingrímur var samgönguráðherra og landbúnaðarráðherra frá 28. september 1988 til 30. apríl 1991. Steingrímur tók við fjármálaráðuneytinu eftir efnahagshrunið sem varð haustið 2008 og var fjármálaráðherra á árunum 2009-2011. Árin 2011-2012 var hann sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og efnahags- og viðskiptaráðherra. Steingrímur var svo atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra 2012-2013.

Steingrímur var kosinn forseti Alþingis 6. desember 2016 og sat á meðan stjórnarkreppa ríkti, þar til Unnur Brá Konráðsdóttir tók við 24. janúar 2017 eftir myndum ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar. Steingrímur var aftur kjörinn forseti Alþingis 14. desember 2017 eftir að VG, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur mynduðu ríkisstjórn og sat á forsetastóli það sem eftir lifði af þingferli hans.

Steingrímur var formaður Vinstri hreyfingarinnar — græns framboðs frá stofnun flokksins 1999 til ársins 2013, þegar Katrín Jakobsdóttir tók við formennskunni.

Steingrímur býr í Reykjavík en er fæddur og uppalinn á Gunnarsstöðum í Þistilfirði. Hann er sonur Sigfúsar Aðalbergs Jóhannessonar og konu hans, Sigríðar Jóhannesdóttur. Steingrímur er jarðfræðingur að mennt og áhugamaður um útivist og íþróttir. Sumarið 2005 gekk hann frá ReykjanestáLanganesi.

Steingrímur slasaðist illa þann 16. janúar 2006 þegar bíll hans fór út af og valt á hringveginum við Klif, á milli Ártúna í Langadal og Bólstaðarhlíðar í Svartárdal. Hann náði sér nánast að fullu eftir slysið.

Í nóvember 2006 kom út eftir hann bókin Við öll - íslenskt velferðarsamfélag á tímamótum Geymt 11 mars 2007 í Wayback Machine hjá Bókaútgáfunni Sölku.

Árið 2020 ákvað Steingrímur að yfirstandandi kjörtímabil yrði hans síðasta. Hann er í fjórða sæti yfir þá sem hafa setið lengst á Alþingi. [1]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Þrír sátu lengur á þingi en Steingrímur Rúv, skoðað 4. nóvember 2020.


Fyrirrennari:
enginn
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra
(1. september 201223. maí 2013)
Eftirmaður:
Sigurður Ingi Jóhannsson

Ragnheiður Elín Árnadóttir

Fyrirrennari:
Árni Páll Árnason
Efnahags- og viðskiptaráðherra
(31. desember 20111. september 2012)
Eftirmaður:
enginn
Fyrirrennari:
Jón Bjarnason
Landbúnaðarráðherra
(31. desember 20111. september 2012)
Eftirmaður:
enginn
Fyrirrennari:
Jón Bjarnason
Sjávarútvegsráðherra
(31. desember 20111. september 2012)
Eftirmaður:
enginn
Fyrirrennari:
Árni M. Mathiesen
Fjármálaráðherra
(1. febrúar 200931. desember 2011)
Eftirmaður:
Oddný G. Harðardóttir
Fyrirrennari:
Einar K. Guðfinnsson
Sjávarútvegsráðherra
(1. febrúar 200910. maí 2009)
Eftirmaður:
Jón Bjarnason
Fyrirrennari:
Einar K. Guðfinnsson
Landbúnaðarráðherra
(1. febrúar 200910. maí 2009)
Eftirmaður:
Jón Bjarnason
Fyrirrennari:
Mattías Á. Mathiesen
Samgönguráðherra
(28. september 198830. apríl 1991)
Eftirmaður:
Halldór Blöndal
Fyrirrennari:
Jón Helgason
Landbúnaðarráðherra
(28. september 198830. apríl 1991)
Eftirmaður:
Guðmundur Bjarnason
Fyrirrennari:
Embætti stofnað
Formaður Vinstri grænna
(6. febrúar 199923. febrúar 2013)
Eftirmaður:
Katrín Jakobsdóttir