Fara í innihald

Þórunn Sveinbjarnardóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv)
Umhverfisráðherra Íslands
Í embætti
24. maí 2007 – 1. febrúar 2009
ForsætisráðherraGeir Haarde
ForveriJónína Bjartmarz
EftirmaðurKolbrún Halldórsdóttir
Alþingismaður
frá til  kjördæmi    þingflokkur
1999 2003  Reykjanes  Samfylking
2003 2011  Suðvestur  Samfylking
2021    Suðvestur  Samfylking
Persónulegar upplýsingar
Fædd22. nóvember 1965 (1965-11-22) (58 ára)
Reykjavík
StjórnmálaflokkurSamfylkingin
Börn1
Æviágrip á vef Alþingis

Þórunn Sveinbjarnardóttir (f. 22. nóvember 1965 í Reykjavík) er alþingismaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og fyrrverandi umhverfisráðherra.

Þórunn var fyrst kosin á þing fyrir Samfylkinguna árið 1999 og sat á þingi til ársins 2011. Árið 2021 snéri hún aftur í pólitíkina og var kosin á þing í alþingiskosningunum sama ár.

Nám og störf

[breyta | breyta frumkóða]

Þórunn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1984 og BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 1989. Hún stundaði framhaldsnám við Johns Hopkins University, Paul H. Nitze School of Advanced International Studies og lauk námi í alþjóðastjórnmálafræði árið 1990. Þórunn var framkvæmdastjóri Samtaka um kvennalista á árunum 1992-1995. Hún hefur einnig gegnt ýmsum störfum fyrir Rauða krossinn, bæði á Íslandi og á alþjóðavettvangi. Hún var annar tveggja kosningastjóra Reykjavíkurlistans fyrir borgarstjórnarkosningarnar árið 1998 og starfaði sem blaðamaður á Morgunblaðinu frá 1998-1999. Hún var kosin á þing fyrir Samfylkinguna árið 1999 og var þingmaður til ársins 2011.[1] Hún var umhverfisráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde frá 2007-2009. Eftir að hún lét af þingmennsku starfaði hún m.a. sem aðstoðarmaður Árna Páls Árnasonar formanns Samfylkingarinnar og síðar sem framkvæmdastjóri flokksins.[2] Frá árinu 2015-2021 var hún formaður Bandalags háskólamanna.[3]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Alþingi, Æviágrip - Þórunn Sveinbjarnardóttir (skoðað 27. júní 2019)
  2. Ruv.is, „Þórunn framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar“ (skoðað 27. júní 2019)
  3. Visir.is, „Þórunn nýr formaður BHM“ (skoðað 27. júní 2019)


Fyrirrennari:
Jónína Bjartmarz
Umhverfisráðherra
(24. maí 20071. febrúar 2009)
Eftirmaður:
Kolbrún Halldórsdóttir