Fara í innihald

Stefán Jóhann Stefánsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stefán Jóhann Stefánsson
Forsætisráðherra Íslands
Í embætti
4. febrúar 1947 – 6. desember 1949
ForsetiSveinn Björnsson
ForveriÓlafur Thors
EftirmaðurÓlafur Thors
Utanríkisráðherra Íslands
Í embætti
18. nóvember 1941 – 17. janúar 1942
ForsætisráðherraHermann Jónasson
ForveriEmbætti stofnað
EftirmaðurÓlafur Thors
Félagsmálaráðherra Íslands
Í embætti
17. apríl 1939 – 18. nóvember 1941
ForsætisráðherraHermann Jónasson
ForveriEmbætti stofnað
EftirmaðurJakob Möller
Í embætti
4. febrúar 1947 – 6. desember 1949
ForsætisráðherraHann sjálfur
ForveriBjörn Þórðarson
EftirmaðurÓlafur Thors
Alþingismaður
frá til  kjördæmi    þingflokkur
1934 1937  Reykjavík  Alþýðufl.
1942 1946  Reykjavík  Alþýðufl.
1946 1953  Eyjafjörður  Alþýðufl.
Bæjarfulltrúi í Reykjavík
frá til    flokkur
1924 1942  Alþýðufl.
Persónulegar upplýsingar
Fæddur20. júlí 1894
Dagverðareyri, Glæsibæjarhreppi, Eyjafirði, Íslandi
Látinn20. október 1980 (86 ára) Landakotsspítala, Reykjavík, Íslandi
StjórnmálaflokkurAlþýðuflokkurinn
MakiHelga Björnsdóttir (g. 1927)
Börn3
HáskóliHáskóli Íslands
Æviágrip á vef Alþingis

Stefán Jóhann Stefánsson (f. 20. júlí 1894 í Eyjafirði20. október 1980) var fyrsti utanríkisráðherra Íslands og seinna forsætisráðherra. Hann var formaður Alþýðuflokksins 1938-1952. Stefán Jóhann var forsætisráðherra þegar Ísland gekk í Atlantshafsbandalagið.

Stefán Jóhann fæddist á Dagverðareyri í Glæsibæjarhreppi í Eyjafirði. Hann lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum árið 1918 og gegndi þar embætti forseta Framtíðarinnar árið 1917.[1] Hann lauk lögfræðiprófi 1922. Hann var fyrst kjörinn á þing fyrir Alþýðuflokkinn 1934 og sat til 1937. Aftur var Stefán Jóhann kjörinn á þing 1942 og var þingmaður til ársins 1953. Hann var félagsmálaráðherra 1939 og utanríkisráðherra 1940-1942. Á árunum 1947-1949 var hann forsætis- og félagsmálaráðherra. Þann 30. mars 1949 samþykkti Alþingi að Ísland skyldi verða stofnaðili að Atlantshafsbandalaginu. Þá kom til óeirða á Austurvelli. Stefán Jóhann var formaður Alþýðuflokksins á árunum 1938-52. Hann var um skeið sendiherra Íslands í Danmörku.

Samkvæmt skjölum sem norski sagnfræðingurinn Dag Tangen aflaði sér í skjalasafni Harry Trumans Bandaríkjaforseta, átti Stefán í mjög nána samvinnu við bandarísku leyniþjónustuna CIA á stjórnartíma sínum, og virðist hafa verið á þeirri skoðun að hingað væri þörf bandarísks herliðs til að kveða niður hugsanlega uppreisn „kommúnista". [2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Forsetar Framtíðarinnar frá 1883“. Menntaskólinn í Reykjavík.
  2. Dínamít í freðfiskinum; grein í Þjóðviljanum 1987


Fyrirrennari:
Ólafur Thors
Forsætisráðherra
(4. febrúar 19476. desember 1949)
Eftirmaður:
Ólafur Thors
Fyrirrennari:
Vilhjálmur Þ. Gíslason
Forseti Framtíðarinnar
(19171917)
Eftirmaður:
Bergur Jónsson


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.