1968
Útlit
Árþúsund: | 2. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
1968 (MCMLXVIII í rómverskum tölum) var 68. ár 20. aldar og hlaupár sem hófst á mánudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu.
Árið einkenndist af mótmælum um allan heim.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]Janúar
[breyta | breyta frumkóða]
- 5. janúar - Vorið í Prag hófst með því að Alexander Dubček var kosinn leiðtogi tékkneska kommúnistaflokksins.
- 10. janúar - John Gorton varð forsætisráðherra Ástralíu.
- 13. janúar - Johnny Cash tók upp plötuna At Folsom Prison í Folsom-fangelsi í Kaliforníu.
- 15. janúar - Yfir 300 fórust í jarðskjálfta á Sikiley.
- 21. janúar - Bandarísk B-52-sprengjuflugvél hrapaði við Thule-herstöðina á Grænlandi, með þeim afleiðingum að geislavirk málmbrot dreifðust víða.
- 21. janúar - Víetnamstríðið: Orrustan um Khe Sanh átti sér stað.
- 22. janúar - Norðurkóresk herskip hertóku bandaríska könnunarskipið USS Pueblo í Japanshafi og héldu áhöfninni fanginni fram í desember.
- 25. janúar - Ísraelski kafbáturinn INS Dakar fórst í Miðjarðarhafi með allri áhöfn.
- 28. janúar - Franski kafbáturinn Minerve fórst í Miðjarðarhafi með allri áhöfn.
- 30. janúar - Víetnamstríðið: Fyrsta orrustan um Sægon hófst og stóð til 7. mars. Hún var hluti af Tetsókninni, röð skyndiárása Víet Kong í Suður-Víetnam.
- 31. janúar - Forseti Naúrú, Hammer DeRoburt, lýsti yfir sjálfstæði landsins frá Ástralíu.
- 31. janúar - Víetnamstríðið: Víet Kong-liðar réðust á bandaríska sendiráðið í Sægon.
Febrúar
[breyta | breyta frumkóða]
- 1. febrúar - Víetnamstríðið: Víet Kong-liðinn Nguyễn Văn Lém var tekinn af lífi með skammbyssu af suðurvíetnamska lögregluforingjanum Nguyễn Ngọc Loan. Ljósmynd af aftökunni varð fræg um allan heim og jók andstöðu almennings við stríðið.
- 4. febrúar - Fárviðri gekk yfir Vestfirði sem olli miklum mannskaða í Ísafjarðardjúpi. Heiðrún II frá Bolungarvík fórst með sex mönnum. Breski togarinn Ross Cleveland fórst með nítján mönnum en einn komst af. Breski togarinn Notts County strandaði við Snæfjallaströnd og bjargaði varðskipið Óðinn átján manns en einn fórst.
- 6. febrúar - Vetrarólympíuleikarnir 1968 hófust í Grenoble í Frakklandi.
- 12. febrúar - Víetnamstríðið: Blóðbaðið í Phong Nhị og Phong Nhất átti sér stað.
- 17. febrúar - Kolakraninn í Reykjavíkurhöfn var rifinn.
- 21. febrúar - Sænski menntamálaráðherrann, Olof Palme, tók þátt í mótmælum gegn Víetnamstríðinu í Stokkhólmi og sagði í ræðu að stríðið væri ógn við lýðræðið.
- 23. febrúar - Hjartasjúkdómafélagið var stofnað af íslenskum læknum.
- 24. febrúar - Víetnamstríðið: Tetsóknin stöðvaðist og her Suður-Víetnam náði Huế aftur á sitt vald.
- 25. febrúar - Víetnamstríðið: Blóðbaðið í Hà My átti sér stað.
- 28. febrúar - Indverski tilraunabærinn Auroville var stofnaður í Tamil Nadu með styrk frá Unesco.
Mars
[breyta | breyta frumkóða]- 2. mars - Baggeridge-kolanámunni í West Midlands var lokað.
- 7. mars - Fyrstu orrustunni um Sægon lauk.
- 8. mars - Stjórnarkreppan í Póllandi 1968 hófst með mótmælum námsmanna.
- 8. mars - Sovéski kafbáturinn K-129 fórst með allri áhöfn suðvestur af Hawaii.
- 8. mars - Bandaríski sendiherrann var kallaður heim frá Svíþjóð vegna andstöðu sænsku stjórnarinnar við Víetnamstríðið.
- 11. mars - Lyndon B. Johnson Bandaríkjaforseti gaf út tilskipun um að allar tölvur keyptar af alríkisstjórninni skyldu styðja ASCII-stafalykilinn.
- 11. mars - Sænska kvikmyndin Ég er forvitin blá var frumsýnd.
- 12. mars - Máritíus fékk sjálfstæði frá Bretum.
- 16. mars - Víetnamstríðið: Fjöldamorðin í My Lai. Bandarískir hermenn myrtu alla íbúa í heilu þorpi þrátt fyrir að þar væru engir karlmenn á hermennskualdri.
- 19. mars - Nemendur við Howard-háskóla í Washington D.C. hófu vikulöng mótmæli gegn Víetnamstríðinu og Evrópumiðuðu námi.
- 22. mars - Daniel Cohn-Bendit ásamt sjö öðrum námsmönnum hertók stjórnarskrifstofur Nanterre-háskóla.
- 24. mars - Aer Lingus flug 712 hrapaði við Wexford með þeim afleiðingum að 61 farþegi og áhöfn fórust.
- 28. mars - Brasilíski menntaskólaneminn Edson Luís de Lima Souto var skotinn til bana af lögreglu fyrir að mótmæla matarverði í mötuneyti skólans.
Apríl
[breyta | breyta frumkóða]
- 2. apríl - Kennitölur voru teknar upp í Danmörku.
- 2. apríl - Sprengjur sprungu í tveimur verslunum í Frankfurt am Main. Andreas Baader og Gudrun Ensslin voru síðar handtekin og kærð fyrir íkveikju.
- 4. apríl - Martin Luther King var myrtur af James Earl Ray í Memphis, Tennessee.
- 4. apríl - AEK B.C. vann Evrópubikarkeppni í körfuknattleik karla með sigri á USK Praha fyrir framan 80.000 áhorfendur, sem var met.
- 4. apríl - Óeirðir hófust víða um Bandaríkin í kjölfar morðsins á Martin Luther King.
- 6. apríl - Spænska söngkonan Massiel sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1968 með laginu „La, la, la“.
- 6. apríl - Gassprenging varð 41 að bana í Richmond í Indiana.
- 7. apríl - Breski ökuþórinn Jim Clark lést í Formúlu 2-kappakstri við Hockenheim.
- 11. apríl - Josef Bachmann reyndi að myrða þýska aðgerðasinnann Rudi Dutschke, en mistókst. Dutschke lést vegna heilaáverkanna 11 árum síðar.
- 18. apríl - Bandaríski auðjöfurinn Robert P. McCulloch keypti Lundúnabrú og flutti hana stein fyrir stein til Lake Havasu City í Arisóna.
- 20. apríl - Pierre Elliott Trudeau var kosinn fimmtándi forsætisráðherra Kanada.
- 23. apríl - Fyrsta hjartaígræðslan í Evrópu var framkvæmd af læknum í París.
- 23. apríl - Mótmælin í Columbia-háskóla 1968 hófust. Stúdentar lokuðu háskólanum í viku.
- 23. apríl - Sameinaða meþódistakirkjan var stofnuð með sameiningu Meþódistakirkjunnar og Evangelísku sameinuðu bræðrakirkjunnar í Dallas, Texas.
- 25. apríl - Yfir 50 fórust þegar ferju hvolfdi rétt hjá Wellington á Nýja-Sjálandi.
Maí
[breyta | breyta frumkóða]
- 1. maí - Ítalski verkfræðingurinn Giorgio Rosa lýsti yfir sjálfstæði Rósaeyjar undan strönd Ítalíu.
- 2. maí - Maíuppþotin í París hófust með því að stjórn Parísarháskóla í Nanterre ákvað að loka skólanum vegna árekstra við stúdenta.
- 8. maí - 85 fórust þegar Braniff International Airways flug 352 fórst við Dawson í Texas.
- 13. maí - Stúdentaóeirðirnar í París: Milljónir tóku þátt í mótmælagöngu í París.
- 16. maí - Hluti blokkarinnar Ronan Point í London hrundi með þeim afleiðingum að 5 létust.
- 17. maí - Fimleikasamband Íslands var stofnað.
- 17. maí - Nímenningarnir frá Catonsville tóku herkvaðningargögn frá herkvaðningarskrifstofu í Maryland og brenndu þau með napalmi.
- 18. maí - Fyrstu Hot Wheels-bílarnir frá Mattel komu á markað.
- 22. maí - Bandaríski kjarnorkukafbáturinn Scorpion fórst með 99 manns um borð suðvestan við Asóreyjar.
- 23. maí - Hólmavíkurkirkja var vígð.
- 26. maí - H-dagurinn: Skipt var yfir í hægri umferð á Íslandi.
- 26. maí - Sænski flugmaðurinn Carl Gustaf von Rosen vakti athygli með því að leiða flugflota sex lítilla flugvéla gegn Nígeríu í stríðinu um Bíafra.
- 30. maí - Charles de Gaulle leysti franska þingið upp eftir hrinu mótmæla og verkfalla og boðaði til kosninga.
Júní
[breyta | breyta frumkóða]
- 1. júní - Félagsstofnun stúdenta tók formlega til starfa við Háskóla Íslands.
- 1. júní - Laugardalslaug var vígð í Reykjavík.
- 2. júní - Stúdentaóeirðirnar í Júgóslavíu hófust í Belgrad.
- 3. júní - Róttæki femínistinn Valerie Solanas skaut Andy Warhol á vinnustofu hans. Hann lifði skotárásina af.
- 4. júní - Standard & Poor's-vísitalan fór í fyrsta sinn yfir 100 punkta.
- 4. júní - Pierre Trudeau vann stórsigur í kosningum í Kanada.
- 5. júní - Robert F. Kennedy var myrtur af Sirhan Sirhan í Los Angeles, Kaliforníu.
- 5. júní - Evrópukeppnin í knattspyrnu 1968 hófst á Ítalíu.
- 7. júní - Godtfred Kirk Christiansen opnaði Legoland í Danmörku.
- 8. júní - James Earl Ray var handtekinn fyrir morðið á Martin Luther King.
- 10. júní - Ítalía sigraði Evrópukeppnina í knattspyrnu 1968 með 2-0 sigri á Júgóslavíu.
- 12. júní - Hryllingsmyndin Barn Rosemary var frumsýnd í Bandaríkjunum.
- 17. júní - Kommúnistaflokkur Malasíu boðaði byltingu og lýst var yfir neyðarástandi.
- 21. júní - Blóðugi föstudagurinn í Ríó de Janeiro: Stúdentamótmæli enduðu með því að 28 stúdentar voru skotnir til bana af hermönnum.
- 23. júní - Puerta-harmleikurinn: 74 létust og hundruð slösuðust í troðningi eftir knattspyrnuleik í Búenos Aíres.
- 23. júní - Keflavíkurganga á vegum hernámsandstæðinga var gengin frá hliði herstöðvarinnar til Reykjavíkur.
- 26. júní - Japanar fengu stjórn Bonin-eyja aftur í hendur eftir 23 ára hernám Bandaríkjahers.
- 26. júní - Hundrað þúsund manna gangan var farin í Ríó de Janeiro til að mótmæla herforingjastjórninni í Brasilíu.
- 30. júní - Kristján Eldjárn var kjörinn forseti Íslands.
Júlí
[breyta | breyta frumkóða]
- 1. júlí - Samningur um að dreifa ekki kjarnavopnum tók gildi.
- 3. júlí - Samtök ítalskra knattspyrnumanna, Associazione Italiana Calciatori, voru stofnuð með Sergio Campana sem formann.
- 3. júlí - Leoníd Brezhnev varaði stjórnvöld í Tékkóslóvakíu við því að ógna sósíalísku þjóðskipulagi með yfirstandandi lýðræðisvæðingu.
- 4. júlí - Breski siglingamaðurinn Alec Rose kom til hafnar í Portsmouth eftir 354 daga siglingu umhverfis hnöttinn.
- 7. júlí - Frakkar sprengdu kjarnorkusprengju í tilraunskyni á rifinu Mururoa.
- 11. júlí - Japanska mangatímaritið Weekly Shōnen Jump hóf göngu sína.
- 15. júlí - Fyrsta flutningaskipið lagði að bryggju í Sundahöfn í Reykjavík.
- 17. júlí - Saddam Hussein varð varaformaður byltingarráðsins í Írak eftir valdarán.
- 18. júlí - Intel Corporation var stofnað í Kaliforníu.
- 20. júlí - Ólympíuleikar fólks með þroskahömlun fóru fram í fyrsta sinn í Chicago í Bandaríkjunum.
- 23. júlí - Glenville-skotbardaginn milli svartra aðgerðasinna og lögreglu hófst í Cleveland, Ohio.
- 25. júlí - Páll 6. páfi gaf út páfabréfið Humanae vitae sem staðfesti andstöðu kirkjunnar við getnaðarvarnir.
- 29. júlí - Arenalfjall í Kosta Ríka gaus í fyrsta sinn í margar aldir.
Ágúst
[breyta | breyta frumkóða]
- 1. ágúst - Hassanal Bolkiah var krýndur soldán af Brúnei.
- 2. ágúst - Yfir 200 létust í Casiguran-jarðskjálftanum á Filippseyjum.
- 8. ágúst - Richard Nixon og Spiro Agnew voru tilnefndir frambjóðendur flokksins til forseta og varaforseta á Landsþingi Repúblikana í Miami Beach, Flórída.
- 11. ágúst - Síðasta ferð gufuknúinna lesta á vegum British Rail var farin með farþega milli Liverpool og Carlisle.
- 18. ágúst - Yfir 100 fórust þegar tvær rútur runnu út í Hida-á í Japan vegna úrhellisrigningar.
- 20. ágúst - Vorið í Prag var barið niður af 200.000 hermönnum og 5.000 skriðdrekum frá Varsjárbandalaginu.
- 22. ágúst - Youth International Party stóð fyrir mótmælum gegn Víetnamstríðinu við Landsþing Demókrata í Chicago.
- 24. ágúst - Norræna húsið í Reykjavík var opnað.
- 24. ágúst - Canopus-tilraunin: Frakkar sprengdu vetnissprengju á rifinu Fangataufa í Frönsku Pólýnesíu.
- 29. ágúst - Norski krónprinsinn Haraldur gekk að eiga Sonju Haraldsen.
- 31. ágúst - Jarðskjálftarnir í Dasht-e Bayaz og Ferdows: 15.000 manns létust þegar jarðskjálfti reið yfir austurhluta Írans.
September
[breyta | breyta frumkóða]- 1. september - Hljómsveitin Black Sabbath kom fyrst saman undir nafninu Earth.
- 2. september - Tveir kafarar uppgötvuðu Bimini-veginn, reglulega röð kalksteinshellna neðansjávar.
- 3. september - António de Oliveira Salazar, einræðisherra í Portúgal, slasaðist alvarlega í strandhýsi sínu í Estoril.
- 6. september - Esvatíní hlaut sjálfstæði (sem Svasíland).
- 7. september - 95 fórust þegar Air France flug 1611 hrapaði í Miðjarðarhafið.
- 9. september - Helstu leiðtogar bandarísku stúdentahreyfingarinnar voru handteknir eftir mótmælin í Chicago.
- 12. september - Danski boxarinn Tom Bogs vann sinn fyrsta Evrópumeistaratitil með sigri á Lothar Stengel.
- 13. september - Albanía dró sig út úr Varsjárbandalaginu vegna innrásarinnar í Tékkóslóvakíu.
- 17. september - D'Oliveira-hneykslið: Marylebone Cricket Club hætti við að leika í Suður-Afríku þegar Suður-Afríkumenn neituðu að samþykkja litaða leikmanninn Basil D'Oliveira á vellinum.
- 21. september - Ómannaða sovéska geimfarið Zond 5 sneri aftur til jarðar með lífverur um borð.
- 22. september - Egypska hofið Abu Simbel var opnað almenningi fjórum árum eftir að vinna við flutning þess hófst.
- 23. september - Tetsókninni í Víetnam lauk.
- 26. september - Ritskoðun leikrita var afnumin í Bretlandi. Söngleikurinn Hárið var frumsýndur á West End daginn eftir.
- 27. september - Marcelo Caetano varð forsætisráðherra Portúgals.
Október
[breyta | breyta frumkóða]
- 2. október - Blóðbaðið í Tlatelolco: Hundruð námsmanna voru myrt af hernum í kjölfar mótmæla í Tlatelolco í Mexíkóborg.
- 3. október - Juan Velasco Alvarado rændi völdum í Perú.
- 5. október - Lögregla á Norður-Írlandi barði á mótmælendum í friðsamri mannréttindagöngu í Derry. Atvikið vakti hneyksli víða um heim og varð upphafið að tveggja daga uppþotum í Derry.
- 8. október - Bandaríkjaher og her Suður-Víetnam hófu Sealords-aðgerðina í ósum Mekong.
- 11. október - NASA sendi mannaða geimfarið Apollo 7 á braut um jörðu.
- 11. október - Herforingjar undir stjórn Omar Torrijos steyptu lýðræðislega kjörinni stjórn Arnulfo Arias í Panama af stóli.
- 12. október - Miðbaugs-Gínea hlaut sjálfstæði frá Spáni.
- 12. október - Sumarólympíuleikarnir 1968 voru settir í Mexíkó.
- 16. október - Rodney-uppþotin hófust í Kingston á Jamaíku eftir að aðgerðasinninn Walter Rodney var bannaður frá landinu.
- 16. október - Bandarísku hlaupararnir Tommie Smith og John Carlos heilsuðu með krepptum hnefa eftir að hafa unnið gull- og bronsverðlaun í 200 metra spretthlaupi.
- 16. október - Jimi Hendrix gaf út tvöföldu plötuna Electric Ladyland.
- 20. október - Jacqueline Kennedy, fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, gekk að eiga gríska skipakónginn Aristoteles Onassis.
- 25. október - Led Zeppelin komu í fyrsta sinn fram á tónleikum í Surrey-háskóla.
- 31. október - Bandaríkjaforseti, Lyndon B. Johnson, tilkynnti að öllum sprengjuárásum á Norður-Víetnam yrði hætt.
Nóvember
[breyta | breyta frumkóða]
- 5. nóvember - Richard Nixon sigraði forsetakosningar í Bandaríkjunum 1968.
- 5. nóvember - Vélbáturinn Þráinn NK 70 fórst í aftakaveðri austan við Vestmannaeyjar og með honum níu menn.
- 11. nóvember - Á Maldívum var lýst yfir stofnun lýðveldis.
- 12. nóvember - Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við lögum sem bönnuðu kennslu þróunarkenningarinnar í skólum í Arkansas.
- 12. nóvember - Leoníd Brezhnev réttlætti innrás Sovétríkjanna í Tékkóslóvakíu með vísun til Brezhnev-kenningarinnar.
- 15. nóvember - Víetnamstríðið: Commando Hunt-aðgerðin hófst með sprengjuárásum á Ho Chi Minh-slóðina í Laos.
- 17. nóvember - British European Airways tók farþegaþotuna BAC One-Eleven í notkun.
- 17. nóvember - Heiðuhneykslið: NBC hóf að sýna kvikmyndina Heiðu nokkrum mínútum fyrir lok leiks Oakland Raiders og New York Jets með þeim afleiðingum að þúsundir reiðra fótboltaáhugamanna hringdu í skiptiborð sjónvarpsstöðvarinnar.
- 19. nóvember - Moussa Traoré rændi völdum í Malí.
- 20. nóvember - Farmington-námuslysið olli dauða 78 manna.
- 30. nóvember - Landssamtök norskra Sama voru stofnuð.
Desember
[breyta | breyta frumkóða]
- 9. desember - Douglas Engelbart stóð fyrir „móður allra sýnidæma“ á ráðstefnu tölvunarfræðinga í San Francisco þar sem hann sýndi bæði oN-Line System, fyrsta kerfið sem notaðist við tengitexta, og tölvumúsina, á fundi sem um 1000 manns sóttu.
- 10. desember - Stærsta rán í sögu Japans, 300 milljón jena ránið, átti sér stað í Tókýó.
- 11. desember - Bandaríska dans- og söngvamyndin Oliver! var frumsýnd.
- 19. desember - Sænsku bílaframleiðendurnir Saab og Scania sameinuðust í Saab-Scania. Þeim var aftur skipt á 10. áratugnum.
- 20. desember - Fyrstu morðin sem kennd voru við Dýrahringsmorðingjann áttu sér stað í Benicia í Kaliforníu.
- 22. desember - Mao Zedong mælti með því að menntuð borgaræska Kína færi í endurmenntun í sveitum landsins, sem var upphafið að „niður í sveitina“-hreyfingunni.
- 23. desember - Þorláksmessuslagurinn: Átök urðu milli lögreglu og mótmælenda á Lækjartorgi í Reykjavík.
- 24. desember - Bandaríska geimfarið Apollo 8 komst á braut um tunglið og sá myrku hlið tunglsins í fyrsta sinn. Geimfarinn William Anders tók hina frægu ljósmynd „Jarðarupprás“.
- 28. desember - Ísraelsher gerði loftárásir á flugvöllinn í Beirút í Líbanon og eyðilagði fjölda flugvéla.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 9. janúar - Cameron Todd Willingham, bandarískur dauðadæmdur fangi (d. 2004).
- 12. janúar - Rachael Harris, bandarísk leikkona.
- 14. janúar - LL Cool J, bandarískur rappari.
- 23. janúar - Sigrún Eva Ármannsdóttir, íslensk söngkona.
- 27. janúar - Jón Ásgeir Jóhannesson, íslenskur athafnamaður.
- 29. janúar - Edward Burns, bandarískur leikari.
- 30. janúar - Filippus 6. Spánarkonungur.
- 16. febrúar - Flosi Þorgeirsson, íslenskur sagnfræðingur.
- 18. febrúar - Molly Ringwald, bandarísk leikkona.
- 21. febrúar - Donizete Oliveira, brasilískur knattspyrnumaður.
- 21. febrúar - Dan Calichman, bandarískur knattspyrnumaður.
- 24. febrúar - Mitch Hedberg, bandarískur uppistandari (d. 2005).
- 2. mars - Daniel Craig, enskur leikari.
- 3. mars - Brian Cox, breskur öreindafræðingur.
- 4. mars - Patsy Kensit, ensk leikkona og söngkona.
- 6. mars - Moira Kelly, bandarísk leikkona.
- 8. mars - Siggi Hlö, íslenskur útvarpsmaður.
- 8. mars - Jónmundur Guðmarsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 14. mars - Magnús Árni Magnússon, íslenskur stjórnmálamaður.
- 15. mars - Kahimi Karie, japönsk söngkona.
- 22. mars - Kazuya Maekawa, japanskur knattspyrnumaður.
- 23. mars - Bjarni Ármannsson, íslenskur athafnamaður.
- 23. mars - Damon Albarn, enskur tónlistarmaður.
- 26. mars - Adílson Batista, brasilískur knattspyrnumaður.
- 29. mars - Lucy Lawless, nýsjálensk leikkona og söngkona.

- 30. mars - Céline Dion, kanadísk söngkona.
- 30. mars - Ari Alexander Ergis Magnússon, íslenskur kvikmyndaleikstjóri.
- 31. mars - César Sampaio, brasilískur knattspyrnumaður.
- 3. apríl - Jamie Hewlett, enskur myndasöguhöfundur.
- 10. apríl - Orlando Jones, bandarískur leikari.
- 14. apríl - Heimir Eyvindarson, íslenskur hljómborðsleikari.
- 21. apríl - Tatjana Ústínova, rússneskur rithöfundur.
- 23. apríl - Timothy McVeigh, bandarískur hryðjuverkamaður (d. 2001).
- 29. apríl - Kolinda Grabar-Kitarović, króatísk stjórnmálakona.
- 1. maí - Oliver Bierhoff, þýskur knattspyrnumaður.
- 4. maí - Julian Barratt, enskur leikari.
- 5. maí - Boban Babunski, makedónskur knattspyrnumaður.
- 7. maí - Traci Lords, bandarísk söngkona og leikkona.
- 8. maí - Hisashi Kurosaki, japanskur knattspyrnumaður.
- 10. maí - Thomas Coville, franskur siglingamaður.
- 11. maí - Jeffrey Donovan, bandarískur leikari.
- 13. maí - Scott Morrison, ástralskur stjórnmálamaður.
- 16. maí - Pálína Jónsdóttir, íslensk leikkona.
- 20. maí - Rögnvaldur D. Ingþórsson, íslenskur heimspekingur.
- 22. maí - Ígor Ledjakhov, rússneskur knattspyrnumaður.
- 25. maí - Kristjana Stefánsdóttir, íslensk tónlistarkona.
- 26. maí - Friðrik Danakrónprins.
- 27. maí - Sæmundur Kristinn Sigurðsson, tæknistjóri RÚV.
- 28. maí - Kylie Minogue, áströlsk söngkona og leikkona.
- 29. maí - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, íslensk stjórnmálakona.
- 1. júní - Jason Donovan, ástralskur leikari og söngvari.
- 4. júní - Faizon Love, bandarískur leikari.
- 9. júní - Gunnar Bragi Sveinsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 11. júní - Ólafur Þ. Stephensen, íslenskur ritstjóri.
- 12. júní - Birgir Ármannsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 13. júní - David Gray, enskur tónlistarmaður.
- 14. júní - Ukhnaagiin Khürelsükh, mongólskur stjórnmálamaður.
- 16. júní - James Patrick Stuart, enskur leikari.
- 20. júní - Mateusz Morawiecki, pólskur stjórnmálamaður.
- 25. júní - Sigursteinn Gíslason, íslenskur knattspyrnumaður (d. 2012).
- 26. júní - Jovenel Moïse, haítískur stjórnmálamaður (d. 2021).
- 26. júní - Guðni Th. Jóhannesson, íslenskur sagnfræðingur.
- 6. júlí - Ásdís Halla Bragadóttir, íslensk stjórnmálakona.
- 7. júlí - Danny Jacobs, bandarískur leikari.
- 7. júlí - Jorja Fox, bandarísk leikkona.
- 8. júlí - Michael Weatherly, bandarískur leikari.
- 21. júlí - Brandi Chastain, bandarískur knattspyrnumaður.
- 22. júlí - Vala Þórsdóttir, íslensk leikkona.
- 24. júlí - Kristin Chenoweth, bandarísk leikkona.
- 25. júlí - John Grant, bandarískur tónlistarmaður.
- 2. ágúst - Stefan Effenberg, þýskur knattspyrnumaður.
- 3. ágúst - Eyjólfur Sverrisson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 5. ágúst - Marine Le Pen, franskur stjórnmálamaður.
- 5. ágúst - Colin McRae, skoskur ökuþór (d. 2007).
- 5. ágúst - Mustafa Ahmed al-Hawsawi, sádiarabískur hryðjuverkamaður.
- 10. ágúst - Tsuyoshi Kitazawa, japanskur knattspyrnumaður.
- 15. ágúst - Debra Messing, bandarísk leikkona.
- 17. ágúst - Anthony E. Zuiker, bandarískur framleiðandi.
- 23. ágúst - Hajime Moriyasu, japanskur knattspyrnumaður.
- 31. ágúst - Sigrún Sól Ólafsdóttir, íslensk leikkona.
- 10. september - Guy Ritchie, enskur kvikmyndaleikstjóri.
- 18. september - Skúli Mogensen, íslenskur athafnamaður.
- 19. september - Lila Downs, mexíkósk söngkona.
- 20. september - Sigurjón Kjartansson, íslenskur tónlistarmaður og handritshöfundur.
- 21. september - Anto Drobnjak, svartfellskur knattspyrnumaður.
- 22. september - David Bisconti, argentínskur knattspyrnumaður.
- 23. september - Erik Weihenmayer, bandarískur fjallgöngumaður.
- 24. september - Michael Obiku, nígerískur knattspyrnumaður.
- 25. september - Will Smith, bandarískur söngvari, rappari og leikari.
- 25. september - Jóhann Hollandsprins (d. 2013).
- 26. september - Ben Shenkman, bandarískur leikari.
- 27. september - Mari Kiviniemi, finnsk stjórnmálakona.
- 28. september - Naomi Watts, bresk leikkona.
- 8. október - Emily Procter, bandarísk leikkona.
- 8. október - Ingimar Oddsson, íslenskur tónlistarmaður.
- 11. október - Jane Krakowski, bandarísk leikkona.
- 11. október - Halla Tómasdóttir, íslenskur hagfræðingur.
- 15. október - Falur Harðarson, íslenskur körfuknattleiksmaður.
- 15. október - Bergljót Arnalds, íslenskur rithöfundur.
- 18. október - Naoto Otake, japanskur knattspyrnumaður.
- 24. október - Osmar Donizete Cândido, brasilískur knattspyrnumaður.
- 2. nóvember - Samantha Ferris, kanadísk leikkona.
- 7. nóvember - Óttarr Proppé, íslenskur tónlistarmaður.
- 8. nóvember - Parker Posey, bandarísk leikkona.
- 12. nóvember - Kathleen Hanna, bandarísk tónlistarkona.
- 13. nóvember - Shinichiro Tani, japanskur knattspyrnumaður.
- 23. nóvember - Hamid Hassani, íranskur fræðimaður og rannsakandi.
- 24. nóvember - Scott Krinsky, bandarískur leikari.
- 2. desember - Lucy Liu, bandarísk leikkona.
- 2. desember - Rena Sofer, bandarísk leikkona.
- 3. desember - Brendan Fraser, bandarískur leikari.
- 5. desember - Margaret Cho, bandarísk leikkona.
- 11. desember - Emmanuelle Charpentier, franskur örverufræðingur.
- 18. desember - Mario Basler, þýskur knattspyrnumaður.
- 28. desember - Brian Steen Nielsen, danskur knattspyrnumaður.
- 30. desember - Meredith Monroe, bandarísk leikkona.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 4. janúar - Jón Helgason, íslenskur kaupmaður (f. 1884).
- 30. janúar - Ágúst Jósefsson, íslenskur verkalýðsleiðtogi (f. 1874).
- 19. febrúar - Guðrún Indriðadóttir, íslensk leikkona (f. 1882).
- 6. mars - Jón Eyþórsson, íslenskur veðurfræðingur (f. 1895).
- 13. mars - Lárus Pálsson, íslenskur leikari (f. 1914).
- 27. mars - Júrí Gagarín, fyrsti maðurinn sem fór út í geiminn (f. 1934).
- 4. apríl - Martin Luther King, bandarískur mannréttindafrömuður (f. 1929).
- 15. maí - Gunnfríður Jónsdóttir, íslenskur myndhöggvari (f. 1889).
- 24. maí - Einar Ingibergur Erlendsson, íslenskur húsasmiður (f. 1883).
- 1. júní - Helen Keller, bandarískur rithöfundur (f. 1880).
- 6. júní - Robert F. Kennedy, bandarískur stjórnmálamaður (f. 1925).
- 6. júní - Jónas Þorbergsson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1885).
- 14. júní - Salvatore Quasimodo, ítalskt skáld (f. 1901).
- 18. júní - Nína Tryggvadóttir, íslensk myndlistarkona (f. 1913).
- 14. júlí - Konstantín Paústovskíj, rússneskur rithöfundur (f. 1892).

- 19. júlí - Jónas frá Hriflu, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1885).
- 28. júlí - Otto Hahn, þýskur efnafræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1879).
- 30. júlí - Jón Leifs, íslenskt tónskáld (f. 1899).
- 4. ágúst - Þórarinn Kr. Eldjárn, íslenskur hreppstjóri (f. 1886).
- 24. september - Sigríður Zoëga, íslenskur ljósmyndari (f. 1889).
- 5. október - Jóhannes Jósefsson, íslenskur glímukappi (f. 1883).
- 11. október - Jakob Guðjohnsen, íslenskur verkfræðingur (f. 1899).
- 27. október - Lise Meitner, austurrískur eðlisfræðingur (f. 1878).
- 10. nóvember - Santos Iriarte, úrúgvæskur knattspyrnumaður (f. 1902).
- 28. nóvember - Enid Blyton, enskur rithöfundur (f. 1897).
- 16. desember - Pétur Ottesen, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1888).
- 20. desember - John Steinbeck, bandarískur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1902).
- 26. desember - Weegee, austurrískur ljósmyndari (f. 1899).
- 30. desember - Trygve Lie, aðalritari Sameinuðu þjóðanna (f. 1896).