Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson | |||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Íslands | |||||||||||||||||
Núverandi | |||||||||||||||||
Tók við embætti 28. nóvember 2021 | |||||||||||||||||
Forsætisráðherra | Katrín Jakobsdóttir Bjarni Benediktsson | ||||||||||||||||
Forveri | Guðmundur Ingi Guðbrandsson | ||||||||||||||||
Utanríkisráðherra Íslands | |||||||||||||||||
Í embætti 11. janúar 2017 – 27. nóvember 2021 | |||||||||||||||||
Forsætisráðherra | Katrín Jakobsdóttir | ||||||||||||||||
Forveri | Lilja Alfreðsdóttir | ||||||||||||||||
Eftirmaður | Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir | ||||||||||||||||
Heilbrigðisráðherra Íslands | |||||||||||||||||
Í embætti 24. maí 2007 – 1. febrúar 2009 | |||||||||||||||||
Forsætisráðherra | Geir Haarde | ||||||||||||||||
Forveri | Siv Friðleifsdóttir | ||||||||||||||||
Eftirmaður | Ögmundur Jónasson | ||||||||||||||||
Alþingismaður | |||||||||||||||||
| |||||||||||||||||
Borgarfulltrúi í Reykjavík | |||||||||||||||||
| |||||||||||||||||
Persónulegar upplýsingar | |||||||||||||||||
Fæddur | 19. desember 1967 Reykjavík, Íslandi | ||||||||||||||||
Stjórnmálaflokkur | Sjálfstæðisflokkurinn | ||||||||||||||||
Maki | Ágústa Johnson | ||||||||||||||||
Börn | 2 | ||||||||||||||||
Menntun | Stjórnmálafræði | ||||||||||||||||
Háskóli | Háskóli Íslands | ||||||||||||||||
Æviágrip á vef Alþingis |
Guðlaugur Þór Þórðarson (fæddur 19. desember 1967) er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi umhverfisráðherra. Hann hefur setið á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík frá árinu 2003, var heilbrigðisráðherra 2007 – 2009 og utanríkisráðherra frá 2017 til 2021.
Í aðdraganda þingkosninganna 2009 varð Guðlaugur að miðpunkti styrkjahneykslis sem skók Sjálfstæðisflokkinn.[1] Í ljós kom að Guðlaugur hafði haft milligöngu um samtals 55 milljóna króna styrk frá FL Group og Landsbankanum til Sjálfstæðisflokksins nokkrum vikum áður en lög gengu í gildi sem bönnuðu slíkar styrkveitingar. Þá hafði hann þegið mun hærri upphæðir í styrki frá fyrirtækjum en aðrir frambjóðendur vegna þingkosninganna 2007.
Æviágrip
[breyta | breyta frumkóða]Guðlaugur gekk í Menntaskólann á Akureyri og útskrifaðist þaðan árið 1987. Guðlaugur starfaði sem umboðsmaður hjá Brunabótafélagi Íslands í eitt ár frá 1988 – 1989. Svo hjá Vátryggingafélagi Íslands 1989 – 1993. Í eitt ár, frá 1996 – 1997, var hann kynningarstjóri hjá Fjárvangi, framkvæmdastjóri Fíns miðils, útvarpsfyrirtækis, næsta árið, 1997 – 1998, forstöðumaður hjá Fjárvangi/Frjálsa fjárfestingarbankanum á árunum 1998 – 2001 og loks forstöðumaður hjá tryggingadeild Búnaðarbanka Íslands 2001 – 2003.
Hann var í stjórn SUS á árunum 1987 – 1997, þar af formaður frá 1993. Hann lauk B.A.-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 1996. Var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur 1998 – 2006.
Guðlaugur leiddi framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í þingkosningunum árið 2007 og í Reykjavíkurkjördæmi suður í þingkosningunum 2009 en var felldur úr því sæti af kjósendum flokksins vegna útstrikana á kjördegi. Guðlaugur atti kappi við Illuga Gunnarsson um 1. sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna sem haldið var 14. og 15. mars 2009 og tapaði þeim slag og hlaut annað sætið, sama sætið og hann vann í prófkjörsslag við Björn Bjarnason árið 2006, sem var leiðtogasæti í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Styrkjahneyksli
[breyta | breyta frumkóða]Styrkveitingar til Guðlaugs
[breyta | breyta frumkóða]Styrkveitingar til Guðlaugs voru til umræðu í fjölmiðlum á árunum 2009 og 2010. Hinn 4. júní 2010 upplýsti Guðlaugur um nöfn flestra styrktaraðilanna fyrir prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík 2006. Fyrir það prófkjör þáði Guðlaugur samtals 24,8 milljónir króna í styrki, þar af styrktu Baugur, FL Group og Fons Guðlaug um 2 milljónir hvert fyrirtæki.[2][3] Voru styrkveitingarnar mun hærri en aðrir frambjóðendur til Alþingis höfðu þegið, en sá sem kom næst á eftir Guðlaugi, Sjálfstæðismaðurinn Illugi Gunnarsson, hafði þegið 14,5 milljónir.[4]
Umsjón Guðlaugs með styrkveitingum til Sjálfstæðisflokksins
[breyta | breyta frumkóða]Orðstír Guðlaugs beið einnig mikinn hnekki vegna aðkomu hans að styrkjamálinu svokallaða, sem upp kom um páskana 2009, hálfum mánuði fyrir alþingiskosningar. Í ljós kom að Guðlaugur Þór hafði í lok árs 2006 haft milligöngu um 30 milljón króna styrk frá FL Group og 25 milljón króna styrk frá Landsbankanum til Sjálfstæðisflokksins. Þótti málið koma Sjálfstæðisflokknum sérstaklega illa, því skömmu eftir styrktargreiðslurnar kom hann mjög við sögu í REI-málinu, en það hefði getað verið styrktaraðilunum verulega ábátasamt.
Guðlaugur Þór vék ekki sæti þrátt fyrir harðvítug átök innan Sjálfstæðisflokksins vegna styrkjamálsins. Hann féll um sæti vegna útstrikana á kjördegi 25. apríl 2009 og fór niður í annað sætið, á eftir Ólöfu Nordal.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina“ á Mbl.is 9. apríl 2009 (Skoðað 26. mars 2013).
- ↑ mbl.is: „Guðlaugur fékk hæstu styrkina frá Baugi, Fons og FL Group“.
- ↑ visir.is: „Guðlaugur fyrir fjórum árum: Hóflegur kostnaður“.
- ↑ „Framsóknarflokkur fékk 182 milljónir“. Fréttablaðið. 31. desember 2009.
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Alþingi - Æviágrip: Guðlaugur Þór Þórðarson
- Viðtal við Guðlaug[óvirkur tengill], á Deiglan.com
- „Erum við að tapa?“, grein um jafnréttismál eftir Guðlaug í Morgunblaðinu frá 1996
- „Það sem máli skiptir“, grein eftir Guðlaug í Morgunblaðinu frá 1995
- „Hjá vondu fólki“, grein eftir Guðlaug í Morgunblaðinu frá 1998
- „Gefum ungu fólki tækifæri“, grein eftir Guðlaug og Áslaugu Magnúsdóttur í Morgunblaðinu frá 1997
- „Keypti ráðgjöf fyrir 24 milljónir“; af Rúv.is
- „Guðlaugur Þór: Ég óskaði ekki eftir styrk“; af Mbl.is 09.04.2009
- „Einn versti díll sem nokkur maður hefur gert“ Geymt 3 mars 2012 í Wayback Machine, frétt í DV.is 1. mars 2012
- Mynd frá árunum í Mennaskólanum á Akureyri 2007 Guðlaugur Þór í Fjórði bekkur F. Hann er á miðri mynd.
- Veit fólk þetta um Guðlaug Þór? Geymt 8 september 2012 í Wayback Machine, leiðari Inga Freys Vilhjálmssonar í Dv 7. september 2012
Fyrirrennari: Siv Friðleifsdóttir |
|
Eftirmaður: Ögmundur Jónasson | |||
Fyrirrennari: Lilja Alfreðsdóttir |
|
Eftirmaður: Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir | |||
Fyrirrennari: Guðmundur Ingi Guðbrandsson |
|
Eftirmaður: Enn í embætti |