Ríkisendurskoðun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ríkisendurskoðun er skrifstofa ríkisendurskoðanda. Ríkisendurskoðandi starfar á vegum Alþingis og er trúnaðarmaður þess. Hann er sjálfstæður og engum háður í störfum sínum. Hlutverk ríkisendurskoðanda er að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu fyrir hönd Alþingis með endurskoðun ríkisreiknings og reikninga ríkisaðila, og stuðla með öðrum hætti að hagkvæmari nýtingu almannafjár. Ríkisendurskoðun starfar samkvæmt lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga nr. 46/2016. Alþingi kýs yfirmann stofnunarinnar, ríkisendurskoðanda, til sex ára. Núverandi ríkisendurskoðandi er Skúli Eggert Þórðarson og var hann kjörinn ríkisendurskoðandi árið 2018. Starfi ríkisendurskoðanda lýkur jafnan með skýrslu sem send er til Alþingis og er einnig gerð opinber.

Sérstök lög voru fyrst sett um Ríkisendurskoðun árið 1987 og var hún þá færð undir Alþingi. Áður, frá 1969 hafði Ríkisendurskoðun verið deild í fjármálaráðuneytinu.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]