1989
Útlit
Árþúsund: | 2. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Árið 1989 (MCMLXXXIX í rómverskum tölum) var 89. ár 20. aldar sem hófst á sunnudegi.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]Janúar
[breyta | breyta frumkóða]- 2. janúar - Ranasinghe Premadasa tók við embætti sem þriðji forseti Srí Lanka.
- 4. janúar - Annað Sídraflóaatvikið: Tvær líbýskar herþotur voru skotnar niður af bandarískum Grumman F-14 Tomcat-herþotum.
- 7. janúar - Híróhító Japanskeisari lést og Akíhító tók við.
- 8. janúar - Kegworth-flugslysið: 47 létust þegar Boeing 737-þota frá British Midlands hrapaði við Kegworth.
- 10. janúar - Kúbumenn hófu að draga herlið sitt frá Angóla.
- 16. janúar - Dönsku fyrirtækin De Danske Spritfabrikker, De Danske Sukkerfabrikker og Danisco sameinuðust undir nafni þess síðastnefnda.
- 17. janúar - Skotárásin í Cleveland-barnaskólanum: Patrick Purdy skaut 5 börn til bana og særði 30 áður en hann framdi sjálfsmorð í Stockton í Kaliforníu.
- 20. janúar - George H. W. Bush tók við af Ronald Reagan sem forseti Bandaríkjanna.
- 21. janúar - Spaugstofan hóf göngu sína í sjónvarpi með þætti sínum 89 á stöðinni.
- 23. janúar - 275 manns fórust í jarðskjálfta sem gekk yfir Sovétlýðveldið Tadjikistan.
- 24. janúar - Bandaríski fjöldamorðinginn Ted Bundy var tekinn af lífi með rafmagnsstól.
Febrúar
[breyta | breyta frumkóða]- 2. febrúar - Síðustu hersveitir Sovétmanna yfirgáfu Afganistan og bundu þannig endi á níu ára styrjöld milli landanna.
- 2. febrúar - Tölvuleikurinn SimCity kom út í fyrsta skipti.
- 2. febrúar - Carlos Andrés Pérez varð forseti Venesúela.
- 3. febrúar - P. W. Botha sagði af sér embætti forseta Suður-Afríku.
- 3. febrúar - Einræðisherrann Alfredo Stroessner var hrakinn frá völdum í Paragvæ.
- 8. febrúar - Boeing 707-þota fórst á Asóreyjum. 144 fórust.
- 11. febrúar - Barbara Harris varð fyrsti kvenkyns biskup Bandarísku biskupakirkjunnar og fyrsti kvenbiskup í biskupakirkju um allan heim.
- 12. febrúar - Í illviðri settist selta á einangrara í spennistöð á Geithálsi við Reykjavík sem olli rafmagnsleysi á öllu Íslandi.
- 14. febrúar - Ruhollah Khomeini, leiðtogi Írans, hvatti múslima til að drepa Salman Rushdie fyrir skrif hans í bókinni Söngvar Satans.
- 14. febrúar - Hið fyrsta af 24 gervitunglum í GPS-kerfinu var sett á braut um Jörðu.
- 15. febrúar - Sovétríkin tilkynntu að allir þeirra hermenn hefðu yfirgefið Afganistan.
- 17. febrúar - Magrebbandalagið var stofnað.
- 24. febrúar - Söngvabyltingin: Fáni Eistlands var dreginn að húni í fyrsta sinn í 44 ár.
- 26. febrúar - Landslið Íslands í handknattleik karla sigraði heimsmeistarakeppni B-liða í París. Kristján Arason skoraði sitt þúsundasta mark í landsleik.
- 27. febrúar - Caracazo, hrina mótmæla, gripdeilda og morða, gekk yfir Caracas í Venesúela.
Mars
[breyta | breyta frumkóða]- 1. mars - Sala bjórs var leyfð aftur á Íslandi.
- 1. mars - Bandaríkin fullgiltu Bernarsáttmálann.
- 4. mars - Bandarísku fjölmiðlafyrirtækin Time Inc. og Warner Communications sameinuðust í Time Warner.
- 6. mars - Frjálsíþróttafélag ÍBV var stofnað í Vestmannaeyjum.
- 7. mars - Íran sleit stjórnmálasambandi við Bretland vegna Söngva Satans.
- 9. mars - Sovétríkin gengust undir lögsögu Alþjóðadómstólsins.
- 13. mars - Tim Berners-Lee bjó til skjal þar sem lögð voru drög að Veraldarvefnum.
- 14. mars - Mynd Magnúsar Guðmundssonar, Lífsbjörg í Norðurhöfum, var frumsýnd í Ríkissjónvarpinu. Grænfriðungar höfðu krafist lögbanns á sýninguna en fengu því ekki framgengt.
- 15. mars - Fyrirtækið Athygli almannatengsl var stofnað.
- 18. mars - 4.400 ára gömul múmía fannst í Giza-píramídanum í Egyptalandi.
- 23. mars - Stanley Pons og Martin Fleischmann lýstu því yfir að þeim hefði tekist að framkalla kaldan kjarnasamruna í rannsóknarstofu við Háskólann í Utah í Bandaríkjunum.
- 24. mars - Exxon Valdez lak 240.000 tunnum af olíu nálægt Alaska.
- 31. mars - Línuhraðall, tæki til geislameðferðar vegna krabbameina, var tekinn í notkun á Landspítala Íslands.
Apríl
[breyta | breyta frumkóða]- 2. apríl - Suðurafríska landamærastríðið: Átök brutust út milli skæruliða SWAPO og lögreglu Suðvestur-Afríku.
- 7. apríl - Sovéski kafbáturinn Komsomólets sökk í Barentshafinu undan strönd Noregs vegna eldsvoða. 42 sjómenn létu lífið.
- 8. apríl - Fyrsta Bónus-verslunin var opnuð við Skútuvog í Reykjavík.
- 9. apríl - 20 almennir borgarar létust í Tbilisi í Georgíu þegar Rauði herinn barði niður mótmæli.
- 9. apríl - Landamærastríð Máritaníu og Senegal hófst vegna deilna um beitarréttindi.
- 14. apríl- Game Boy kom fyrst á markað í Japan.
- 15. apríl - Hillsborough-slysið: 96 stuðningsmenn Liverpool F.C. létust í troðningi á leik liðsins við Nottingham Forest F.C.
- 19. apríl - Central Park-árásin: Ráðist var á skokkarann Trisha Meili og henni nauðgað og misþyrmt hrottalega í Central Park í New York-borg. Fimm unglingar voru dæmdir fyrir árásina en reyndust saklausir þegar hinn raunverulegi árásarmaður játaði sök sína mörgum árum síðar.
- 21. apríl - Um 100 þúsund kínverskir mótmælendur söfnuðust saman á Torgi hins himneska friðar í Beijing í Kína.
- 25. apríl - Motorola MicroTAC, þá minnsti farsími heims, kom á markað.
- 26. apríl - Banvænasti fellibylur allra tíma, Daulatpur-Saturia-fellibylurinn, gekk yfir Dhaka-hérað í Bangladess með þeim afleiðingum að 1300 fórust.
- 28. apríl - Jóhannes Páll 2. páfi hóf opinbera heimsókn til Madagaskar, Sambíu, Malaví og Réunion.
Maí
[breyta | breyta frumkóða]- 1. maí - Skemmtigarðurinn Disney-MGM Studios var opnaður í Walt Disney World í Flórída.
- 2. maí - Ungverjar hófu að taka Járntjaldið niður þegar 240 km af gaddavír voru fjarlægðir.
- 4. maí - Oliver North hlaut dóm fyrir þátttöku sína í Íran-Kontrahneykslinu.
- 6. maí - Hljómsveitin Riva sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1989 með laginu „Rock Me“. Framlag Íslands, lagið „Það sem enginn sér“, fékk ekkert stig.
- 10. maí - Manuel Noriega forseti Panama lýsti því yfir að úrslit forsetakosninga þar sem hann tapaði fyrir Guillermo Endara væru ógild.
- 11. maí - Bandaríkin sendu 1900 hermenn til Panama til að vernda bandaríska ríkisborgara.
- 14. maí - Mikhaíl Gorbatsjev fór í opinbera heimsókn til Kína.
- 17. maí - Alþingi samþykkti lög um breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga sem meðal annars fól í sér flutning á rekstri grunnskóla til þeirra síðarnefndu.
- 17. maí - Meira en milljón mótmælenda gengu í gegnum Beijing og kröfðust lýðræðisumbóta.
- 18. maí - Verkfalli Bandalags háskólamanna lauk og hafði það staðið í sex vikur og valdið mikilli röskun á skólastarfi og fleiru.
- 20. maí - Stjórn Alþýðulýðveldisins Kína lýsti yfir gildistöku herlaga í Beijing.
- 26. maí - Vändåtberget-þjóðgarðurinn var stofnaður í Svíþjóð.
- 29. maí - Mótmælendur á Torgi hins himneska friðar í Kína afhjúpuðu 10 metra háa styttu af Gyðju lýðræðisins.
- 31. maí - Sex félagar í Byltingarhreyfingunni Túpac Amaru í Perú myrtu átta homma og klæðskiptinga á bar í borginni Tarapoto.
Júní
[breyta | breyta frumkóða]- 3. júní - Jóhannes Páll páfi 2. kom í tveggja daga heimsókn til Íslands.
- 3. júní - Átök brutust út milli Úsbeka og Tyrkja í Sovétlýðveldinu Úsbekistan. 100 létust í átökunum sem stóðu til 15. júní.
- 4. júní - Aðgerðir kínverskra stjórnvalda til að brjóta á bak aftur mótmæli á Torgi hins himneska friðar urðu að blóðbaði sem sýnt var frá í sjónvarpi í beinni útsendingu.
- 4. júní - Samstaða vann yfirburðasigur í þingkosningum í Póllandi.
- 4. júní - Lestarslysið í Ufa: 575 létust þegar neistar frá lestarvögnum ollu sprengingu í lekri gasleiðslu.
- 5. júní - Óþekktur kínverskur mótmælandi tók sér stöðu fyrir framan röð af skriðdrekum á Torgi hins himneska friðar í Beijing og stöðvaði þá tímabundið.
- 6. júní - Írönsk yfirvöld hættu við útför Ruhollah Khomeini eftir að fylgjendur hans höfðu nærri steypt kistu hans til jarðar til að ná bútum af líkklæðinu.
- 7. júní - 176 fórust þegar Surinam Airways flug 764 hrapaði í Paramaribo.
- 12. júní - Umdeild sýning á verkum Robert Mapplethorpe var tekin niður í Corcoran Gallery of Art í Washington D.C.
- 13. júní - Flak þýska orrustuskipsins Bismarck fannst 970 km vestan við Brest í Frakklandi.
- 16. júní - Kaupfélag Hvammsfjarðar óskaði eftir gjaldþrotaskiptum.
- 16. júní - 250.000 manns komu saman á Hetjutorginu í Búdapest til að taka þátt í endurgreftrun Imre Nagy sem tekinn var af lífi 1958.
- 18. júní - Búrma tók upp opinbera heitið Mjanmar.
- 21. júní - Breska lögreglan handtók 250 manns sem héldu upp á sumarsólstöður við Stonehenge.
- 22. júní - Háskólarnir Dublin City University og University of Limerick tóku til starfa á Írlandi.
- 24. júní - Jiang Zemin varð aðalritari Kínverska kommúnistaflokksins.
- 26. júní - Christer Pettersson var dæmdur í lífstíðarfangelsi í Svíþjóð fyrir morðið á Olof Palme.
- 30. júní - Omar al-Bashir steypti Sadiq al-Mahdi af stóli í Súdan.
Júlí
[breyta | breyta frumkóða]- 5. júlí - Fyrsti Seinfeldþátturinn fór í loftið í Bandaríkjunum.
- 5. júlí - P. W. Botha, forseti Suður-Afríku, og andófsmaðurinn Nelson Mandela hittust augliti til auglitis í fyrsta sinn.
- 9. júlí - Vesturþýsku tennisleikararnir Steffi Graf og Boris Becker unnu til verðlauna á Wimbleton-meistaramótinu.
- 10. júlí - Um 300.000 kolanámumenn í Síberíu fóru í verkfall. Þetta var stærsta verkfall í Sovétríkjunum frá 3. áratug 20. aldar.
- 14. júlí - Í Frakklandi var haldið upp á 200 ára afmæli Frönsku byltingarinnar.
- 17. júlí - Langferðabíll með 27 farþega hrapaði niður í 40 metra djúpt gil er hann fór út af veginum á Möðrudalsöræfum. Farþegarnir voru norrænir jarðfræðingar og sluppu flestir þeirra lítt meiddir.
- 17. júlí - Bandaríska sprengjuflugvélin Northrop Grumman B-2 Spirit flaug jómfrúarflug sitt.
- 17. júlí - Austurríki sótti um aðild að Evrópubandalaginu.
- 18. júlí - Bandaríska leikkonan Rebecca Schaeffer var myrt af geðsjúkum aðdáanda. Atvikið leiddi til setningar fyrstu laga gegn eltihrellum í Kaliforníu.
- 19. júlí - Á Kolbeinsey, 74 km norðvestur af Grímsey, var hafin bygging þyrlupalls með áfestum ratsjárspeglum og jarðskjálftamælum.
- 19. júlí - Pólska þingið kaus Wojciech Jaruzelski sem forseta landsins.
- 19. júlí - United Airlines flug 232 hrapaði við Sioux City í Iowa með þeim afleiðingum að 112 létust, en 184 björguðust.
- 20. júlí - Hvalveiðum Íslendinga lauk um sinn er síðasti hvalur samkvæmt vísindaáætlun var veiddur.
- 20. júlí - Aung San Suu Kyi var hneppt í stofufangelsi í Mjanmar.
- 21. júlí - Fyrstu íslensku IP-tengingunni við útlönd var komið á frá Tæknigarði við Háskóla Íslands.
- 26. júlí - Robert Tappan Morris var dæmdur í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa skrifað Morris-orminn.
- 27. júlí - Chamoy Thipyaso og vitorðsmenn hennar voru dæmd til lengstu fangelsisvistar sem þekkst hafði í heiminum fram að því, eða í 141.078 ár.
Ágúst
[breyta | breyta frumkóða]- 2. ágúst - Pakistan varð aftur aðili að Breska samveldinu eftir úrsögn árið 1972.
- 5. ágúst - Jaime Paz Zamora varð forseti Bólivíu.
- 7. ágúst - Bandaríski þingmaðurinn Mickey Leland fórst ásamt 15 öðrum í flugslysi í Eþíópíu.
- 8. ágúst - STS-28: Geimskutlan Columbia hélt í 5 daga leynilega geimferð.
- 9. ágúst - Savings and loan-kreppan: Bandaríkjaforseti undirritaði lög um mestu björgunaraðgerðir sögunnar handa fjármálafyrirtækjum.
- 10. ágúst - Colin Powell varð fyrsti þeldökki forseti herráðs sameinaðs herafla Bandaríkjanna.
- 15. ágúst - F. W. de Klerk varð sjöundi og síðasti forseti Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar.
- 17. ágúst - Ali Akbar Hashemi Rafsanjani var kjörinn forseti Írans með miklum meirihluta.
- 18. ágúst - Kólumbíski forsetaframbjóðandinn Luis Carlos Galán var myrtur í Bogotá.
- 19. ágúst - Friðarsamkoman Samevrópska lautarferðin var haldin á landamærum Austurríkis og Ungverjalands.
- 19.-21. ágúst - Kólumbíska lögreglan handtók 11.000 grunaða eiturlyfjasala vegna morða á háttsettum embættismönnum og forsetaframbjóðanda.
- 20. ágúst - Marchioness-slysið: 51 drukknaði þegar dýpkunarprammi sigldi á skemmtibátinn Marhioness á Thames í London.
- 23. ágúst - Íbúar Eistlands, Lettlands og Litháens mynduðu 600 km langa mennska keðju og kröfðust frelsis og sjálfstæðis.
- 24. ágúst - Eiturlyfjabarónar Kólumbíu lýstu ríkisstjórn landsins stríði á hendur.
- 24. ágúst - Fyrsta einkarekna sjónvarpsstöð Indónesíu, RCTI, hóf útsendingar.
September
[breyta | breyta frumkóða]- 5. september - Leikarar úr Leikfélagi Reykjavíkur fluttu sig formlega úr Iðnó yfir í Borgarleikhúsið.
- 8. september - Fjórir fatlaðir menn komu til Reykjavíkur á hjólastólum eftir 5 daga ferð frá Akureyri til þess að kynna Sjálfsbjörgu.
- 10. september - Þriðja ráðuneyti Steingríms Hermannssonar tók til starfa.
- 16. september - Erró, Guðmundur Guðmundsson listmálari, gaf Reykjavíkurborg tvö þúsund listaverk eftir sig og var safninu komið fyrir á Korpúlfsstöðum.
- 17. september - Tvö tankskip rákust á við austurströnd Bretlands. 100 tonn af olíu láku úr þeim.
- 17.-22. september - Fellibylurinn Húgó olli mikilli eyðileggingu í Karíbahafi og suðausturhluta Bandaríkjanna.
- 19. september - UTA flug 772 sprakk yfir Níger með þeim afleiðingum að 171 fórst. Samtökin heilagt stríð lýstu ábyrgð á hendur sér.
- 21. september - Universidade do Estado de Minas Gerais var stofnaður í Brasilíu.
- 21. september - Tónleikahúsið Olavshallen var vígt í Þrándheimi.
- 23. september - Borgarastyrjöldin í Líbanon: Vopnahlé tók gildi.
- 26. september - Víetnam dró síðustu hermenn sína frá Kambódíu og batt þannig enda á 11 ára hersetu.
- 30. september - Um 7.000 Austur-Þjóðverjar sem komu með lest til Prag fengu að halda áfram til Vestur-Evrópu.
- 30. september - Senegambíusambandið leystist upp vegna landamæradeilna.
- 30. september - Friðarsamningar sem bundu enda á Borgarastyrjöldina í Líbanon voru undirritaðir í Sádí-Arabíu.
Október
[breyta | breyta frumkóða]- 1. október - Í Danmörk var óvígð sambúð tveggja einstaklinga af sama kyni heimiluð.
- 3. október - Stjórn Austur-Þýskalands lokaði landamærunum að Tékkóslóvakíu til að hindra frekari fólksflótta til Vestur-Evrópu.
- 5. október - Dalai Lama hlaut friðarverðlaun Nóbels.
- 7. október - Í Reykjavík var opnuð sýning í tilefni af 150 ára afmæli ljósmyndunar. Á sýningunni var meðal annars mynd af Rannveigu Hallgrímsdóttur, en hún var systir Jónasar skálds.
- 7. október - Fyrstu fjöldamótmælin gegn stjórn Austur-Þýskalands hófust í Plauen.
- 13. október - Dow Jones-vísitalan féll um 190,58 stig vegna hruns áhættubréfamarkaðarins.
- 15. október - Suðurafríski andófsmaðurinn Walter Sisulu var leystur úr haldi.
- 17. október - Loma Prieta-jarðskjálftinn (7,1 á Richterskvarðanum) í San Francisco-flóa olli 63 dauðsföllum.
- 18. október - NASA skaut Galileo-geimfarinu á loft.
- 18. október - Leiðtogi Austur-Þýskalands, Erich Honecker, var neyddur til að segja af sér. Egon Krenz tók við.
- 19. október - Fjórmenningarnir frá Guildford voru leystir úr haldi.
- 19. október - Sýningartjaldið Wonders of Life var opnað í skemmtigarði Walt Disney, Epcot.
- 21. október - Þjóðhöfðingjar ríkja Breska samveldisins gáfu út Langkawi-yfirlýsinguna um að sjálfbærni skyldi vera eitt af forgangsverkefnum sambandsins.
- 20. október - Borgarleikhúsið var formlega vígt.
- 23. október - Mátyás Szűrös forseti Ungverjalands lýsti yfir stofnun lýðveldis.
- 24. október - Íslandsdeild samtakanna Barnaheill var stofnuð.
- 31. október - Hálf milljón manna tók þátt í fjöldamótmælum í Leipzig.
Nóvember
[breyta | breyta frumkóða]- 1. nóvember - Landamærin milli Austur-Þýskalands og Tékkóslóvakíu voru opnuð á ný.
- 3. nóvember - Austurþýskir flóttamenn komu til vesturþýska bæjarins Hof eftir að hafa farið gegnum Tékkóslóvakíu.
- 4. nóvember - Fellibylurinn Gay olli miklu tjóni í héraðinu Chumphon í Taílandi.
- 6. nóvember - Fyrsti fundurinn í Efnahagssamstarfi Asíu- og Kyrrahafsríkjanna var haldinn í Ástralíu.
- 7. nóvember - Kommúnistastjórnin í Austur-Þýskalandi sagði af sér en Egon Krenz var áfram þjóðhöfðingi.
- 9. nóvember - Fall Berlínarmúrsins: Günter Schabowski lýsti því í sjónvarpi af misgáningi að för til Vestur-Berlínar yrði heimil strax.
- 12. nóvember - Fyrstu forsetakosningarnar frá 1960 voru haldnar í Brasilíu.
- 14. nóvember - SWAPO vann sigur í kosningum í Namibíu.
- 17. nóvember - Flauelsbyltingin hófst í Tékkóslóvakíu. Friðsamir mótmælendur voru grimmdarlega barðir niður af óeirðalögreglunni í Prag.
- 17. nóvember - Disneymyndin Litla hafmeyjan var frumsýnd.
- 21. nóvember - Stjórnlagaþing Namibíu hóf að semja drög að stjórnarskrá Namibíu.
- 22. nóvember - Forseti Líbanons, René Moawad, var drepinn í sprengjutilræði.
- 25. nóvember - Hellarannsóknafélag Íslands var stofnað í Reykjavík.
- 26. nóvember - Fyrsta Vendée Globe-siglingakeppnin hófst.
- 28. nóvember - Flauelsbyltingin: Tékkneski kommúnistaflokkurinn tilkynnti að frjálsar kosningar yrðu haldnar.
- 29. nóvember - Forsætisráðherra Indlands, Rajiv Gandhi, sagði af sér eftir að flokkur hans tapaði helmingi þingsæta sinna.
Desember
[breyta | breyta frumkóða]- 1. desember - Tilraun herforingja á Filippseyjum til að velta Corazon C. Aquino úr stóli hófst.
- 3. desember - Öll stjórn sósíalíska einingarflokksins í Austur-Þýskalandi sagði af sér, þar á meðal Egon Krenz.
- 6. desember - Blóðbaðið í Montréal: Marc Lépine myrti 14 konur og særði 10 í skólanum École Polytechnique de Montréal.
- 6. desember - Síðasti Doctor Who-þátturinn í upphaflegu þáttaröðunum var sendur út á BBC.
- 6. desember - 52 létust í sprengjutilræði við DAS-bygginguna í Bogotá í Kólumbíu.
- 7. desember - Söngvabyltingin: Sovétlýðveldið Litháen varð fyrst til að afnema einræði kommúnistaflokksins.
- 14. desember - Chile hélt sínar fyrstu frjálsu kosningar í 16 ár.
- 15. desember - Eiturlyfjabaróninn José Gonzalo Rodríguez Gacha var drepinn af kólumbísku lögreglunni.
- 17. desember - Brasilía hélt sínar fyrstu frjálsu kosningar í 25 ár.
- 17. desember - Byltingin í Rúmeníu hófst með því að mótmælendur réðust inn í höfuðstöðvar rúmenska kommúnistaflokksins í Timișoara.
- 17. desember - Fyrsti heili Simpsonsþátturinn var sendur út. Þetta var jólaþáttur.
- 20. desember - Bandaríkin réðust inn í Panama til að steypa Manuel Noriega af stóli.
- 21. desember - Leiðtogi Rúmeníu, Nicolae Ceaușescu, hélt ræðu frammi fyrir 110.000 manns utan við höfustöðvar kommúnistaflokksins í Búkarest. Fólkið gerði hróp að honum og hann skipaði hernum að ráðast gegn því.
- 22. desember - Ion Iliescu tók við sem forseti Rúmeníu.
- 24. desember - Á Stórhöfða í Vestmannaeyjum komst vindur í 120 hnúta (224 km/klst) í hviðu, sem jafnaði eldra met. Þetta met var svo slegið 3. febrúar 1991.
- 25. desember - Nicolae Ceausescu og konan hans, Elena, voru tekin af lífi í Rúmeníu.
- 29. desember - Vaclav Havel settur forseti Tékkóslóvakíu. Þar með endaði Flauelsbyltingin.
Ódagsettir atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- Voyager 2-geimfarið uppgötvaði nýja gerð af eldstöðvum á Tríton: lághitaeldstöð.
- Körfuknattleiksdeild UMFB var stofnuð.
- Listasafn Færeyja var stofnað í Þórshöfn.
- Tryggingafélagið VÍS var stofnað í Reykjavík.
- Hljómsveitin Insane Clown Posse var stofnuð.
- Hljómsveitin Skítamórall var stofnuð.
- Íslensk orðsifjabók kom út.
- Norska hljómsveitin CC Cowboys var stofnuð.
- Íslenska húsbréfakerfið var stofnað.
- Hryðjuverkasamtökin Al-Kaída voru stofnuð.
- Breska hljómsveitin The Verve var stofnuð.
- Fyrirtækið Þyrluþjónustan var stofnað á Íslandi.
- Tölvuleikurinn Minesweeper kom út.
- Rússneska fyrirtækið Gazprom var stofnað.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 8. janúar - Kristján Einar Kristjánsson, íslenskur akstursíþróttamaður.
- 12. janúar - Axel Witsel, belgískur knattspyrnumaður.
- 2. febrúar - Alfreð Finnbogason, íslenskur knattspyrnumaður.
- 21. febrúar - Corbin Bleu, bandarískur leikari.
- 24. febrúar - Kosta Koufos, grísk-bandarískur körfuknattsleikmaður.
- 24. febrúar - Trace Cyrus, bandarískur gítarleikari, lagahöfundur og söngvari.
- 1. mars - Carlos Vela, mexíkóskur knattspyrnumaður.
- 27. mars - Ólafur Gústafsson, íslenskur handknattleiksmaður.
- 7. apríl - Sylwia Grzeszczak, pólsk söngkona.
- 22. apríl - Aron Einar Gunnarsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 5. maí - Chris Brown, bandarískur söngvari.
- 29. maí - Eyþór Ingi Gunnlaugsson, íslenskur söngvari.
- 2. júní - Freddy Adu, knattspyrnumaður frá Gana.
- 19. júní - Ögmundur Kristinsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 21. júní - Abubaker Kaki Khamis, súdanskur hlaupari.
- 23. júlí - Daniel Radcliffe, breskur leikari.
- 15. ágúst - Joe Jonas, söngvari (Jonas Brothers).
- 19. ágúst - Sara Nuru, þýsk fyrirsæta.
- 21. ágúst - Hayden Panettiere, bandarísk leikkona.
- 8. september - Gylfi Þór Sigurðsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 13. september - Thomas Müller, þýskur knattspyrnumaður.
- 17. nóvember - Emmsjé Gauti, íslenskur tónlistarmaður.
- 13. desember - Taylor Swift, bandarísk söngkona og lagasmiður, gítarleikari og leikkona.
- 19. desember - Valdimar Bergstað, íslenskur hestamaður.
- 22. desember - Jordin Sparks, bandarísk söngkona, sigurvegari 6. þáttaraðar American Idol.
- 30. desember - Ryan Sheckler, bandarískur atvinnuhjólabrettamaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 7. janúar - Showa keisari í Japan (f. 1901).
- 23. janúar - Salvador Dalí, spænskur listamaður (f. 1904).
- 24. janúar - Ted Bundy, bandarískur fjöldamorðingi (f. 1946).
- 31. janúar - William Stephenson, kanadískur njósnari (f. 1897).
- 31. janúar - Kristján Albertsson, íslenskur rithöfundur (f. 1897).
- 20. febrúar - Manuel Rosas, mexíkóskur knattspyrnumaður (f. 1912).
- 19. mars - Finnbogi Rútur Valdimarsson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1906).
- 16. apríl - Brynjólfur Bjarnason, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1898).
- 19. apríl - Daphne du Maurier, breskur rithöfundur (f. 1907).
- 30. apríl - Sergio Leone, ítalskur leikstjóri (f. 1929).
- 18. maí- Gunnar Nielsen, formaður Knattspyrnufélagsins Fram (f. 1914).
- 22. maí - Rush Rhees, bandarískur heimspekingur (f. 1905).
- 26. maí - Don Revie, enskur knattspyrnuþjálfari (f. 1927).
- 3. júní - Ayatollah Ruhollah Khomeini, íranskur shíta-leiðtogi (f. 1900).
- 27. júní - Alfred Jules Ayer, breskur heimspekingur (f. 1910).
- 2. júlí - Wilfrid Sellars, bandarískur heimspekingur (f. 1912).
- 6. júlí - János Kádár, ungverskur stjórnmálamaður (f. 1912).
- 11. júlí - Laurence Olivier, enskur leikari (f. 1907).
- 16. júlí - Herbert von Karajan, austurrískur hljómsveitarstjóri (f. 1908).
- 4. september - Ronald Syme, nýsjálenskur sagnfræðingur (f. 1903).
- 22. september - Irving Berlin, rússneskt-bandarískt tónskáld (f. 1888).
- 4. október - Secretariat, bandarískur veðhlaupahestur (f. 1970).
- 6. október - Bette Davis, bandarísk leikkona (f. 1908).
- 22. október - Ewan MacColl, enskur þjóðlagasöngvari (f. 1915).
- 23. október - Carl Billich, íslenskur hljómsveitarstjóri (f. 1911).
- 6. nóvember - Margarete Buber-Neumann, þýskur kommúnisti (f. 1901).
- 14. desember - Andrei Sakarov, sovéskur kjarneðlisfræðingur (f. 1921).
- 21. desember - Stefán A. Pálsson, íslenskur kaupmaður (f. 1901).
- 22. desember - Samuel Beckett, írskt leikskáld (f. 1906).
- 25. desember - Nicolae Ceausescu, forseti Rúmeníu (f. 1918).