Fara í innihald

Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Önnur ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tók við völdum 9. apríl 2024 af annari ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sem að starfaði frá 28. nóvember 2021 til 9. apríl 2024. Ríkisstjórnin skipaði eins og í tveimur fyrri ríkisstjórnum, Sjálfstæðisflokk, Framsóknarflokk og Vinstrihreyfinguna - grænt framboð frá 9. apríl til 17. október 2024. Frá 17. október var ríkisstjórnin minnihluta starfstjórn með einungis Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, þar til að ný ríkisstjórn yrði mynduð eftir alþingiskosningarnar 2024.

Ríkisstjórnin varð til eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti að hún myndi láta af embættti forsætisráðherra og fara í forsetaframboð í forsetakosningum 2024. Ríkisstjórnin var kynnt og tók til starfa 9. apríl 2024 í Hörpunni og áttu lyklaskipti sér stað daginn eftir.[1] Þann 13. október 2024 sleit Bjarni Benediktsson ríkisstjórnarsamstarfinu eftir að hafa verið starfandi síðan í nóvember 2017, vegna skort á sameiginlega sýn í ýmsum málum, meðal annars orku- og útlendingamálum.[2] Í kjölfarið var boðað til kosninga þann 30. nóvember 2024. Þann 17. október 2024 hættu ráðherrar Vinstri grænna í ríkisstjórnarsamstarfinu vegna trúnaðarbrests. Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson skiptu á milli sín þremur ráðuneytum VG. Þar með lauk sjö ára samstarfi þessara flokka.

Ráðuneytaskipan frá 9. apríl til 17. október 2024

[breyta | breyta frumkóða]
Mynd Nafn Embætti Flokkur
Bjarni Benediktsson Forsætisráðherra Sjálfstæðisflokkurinn
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Utanríkisráðherra
Guðlaugur Þór Þórðarson Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
Guðrún Hafsteinsdóttir Dómsmálaráðherra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Svandís Svavarsdóttir Innviðaráðherra Vinstri græn
Guðmundur Ingi Guðbrandsson Félags og vinnumarkaðsráðherra
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Matvælaráðherra
Sigurður Ingi Jóhannsson Fjármála- og efnahagsráðherra Framsóknarflokkurinn
Lilja Alfreðsdóttir Menningar- og viðskiptaráðherra
Ásmundur Einar Daðason Mennta- og barnamálaráðherra
Willum Þór Þórsson Heilbrigðisráðherra
Birgir Ármannsson Forseti Alþingis Sjálfstæðisflokkurinn

Ráðuneytaskipan frá 17. október 2024

[breyta | breyta frumkóða]
Mynd Nafn Embætti Flokkur
Bjarni Benediktsson Forsætisráðherra Sjálfstæðisflokkurinn
Félags og vinnumarkaðsráðherra
Matvælaráðherra
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Utanríkisráðherra
Guðlaugur Þór Þórðarson Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
Guðrún Hafsteinsdóttir Dómsmálaráðherra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Sigurður Ingi Jóhannsson Fjármála- og efnahagsráðherra Framsóknarflokkurinn
Innviðaráðherra
Lilja Alfreðsdóttir Menningar- og viðskiptaráðherra
Ásmundur Einar Daðason Mennta- og barnamálaráðherra
Willum Þór Þórsson Heilbrigðisráðherra
Birgir Ármannsson Forseti Alþingis Sjálfstæðisflokkurinn
  1. Sigurðsson, Kolbeinn Tumi Daðason,Bjarki (4. september 2024). „Bein út­sending: Bjarni leiðir og Bjark­ey kemur ný inn - Vísir“. visir.is. Sótt 9. apríl 2024.
  2. Ólafur Björn Sverrisson (13. október). „Ríkis­stjórnin sprungin“. Vísir. Sótt 13. október 2024.