Forsíða
Velkomin á Wikipedíu
Alfræðiritið sem allir geta unnið að í sameininguÁ hinni íslensku Wikipedíu eru nú 52.071 greinar.
Grein mánaðarins
Seðlabanki Bandaríkjanna (e. the Federal Reserve System) var stofnaður 23. desember 1913 í viðleitni til að koma á stöðugleika í bandaríska bankakerfinu og gjaldmiðilsmálum. Áður höfðu ítrekaðar tilraunir verið gerðar til að koma á fót seðlabanka til að auka stöðugleika en þær runnu út í sandinn, einkum vegna hræðslu við miðstýringu seðlabankans. Að lokum varð það svo að komið var til móts við báðar fylkingar með stofnun ómiðstýrðs seðlabanka þegar þáverand forseti Woodrow Wilson skrifaði undir Federal Reserve Act.
Stjórn seðlabankans skiptist á milli alríkisnefndar (e. federal government agency), bankastjórnar (e. board of governors) og tólf svæðisbundinna seðlabanka. Hugmyndin að baki stjórnskipulaginu endurspeglaði hræðslu manna við miðstýrðan seðlabanka. Stjórn bankans er með höfuðstöðvar í Washington D.C. og gegnir meðal annars því hlutverki að stýra aðgerðum í peningamálastefnu þjóðarinnar. Stjórnin hefur vökult auga með skilyrðum á fjármálamörkuðum með greiningu á innlenda og alþjóðlega hagkerfinu. Þá leiðir það ýmsar nefndir í rannsóknum á málefnum tengdum fjármálakerfinu t.d. rafrænum viðskiptum. Eftirlit með fjármálaþjónustukerfi, reglugerðum er varða neytendavernd auk eftirlits með greiðslukerfi þjóðarinnar fellur stjórninni einnig í skaut. Stjórnin hefur eftirlit með starfsemi seðlabankanna tólf, hún m.a. sér um að samþykkja sitjandi stjórn bankanna, ákveður bindiskyldu og samþykkir forvexti.
Meðlimir bankastjórnarinnar eru sjö talsins og tilnefndir af forseta til 14 ára setu, en öldungadeild þingsins verður að samþykkja tilnefningarnar til að þær taki gildi. Lengd setutímabils stjórnarmeðlima endurspeglar viljann til að tryggja stöðugleika í stjórn seðlabankans. Formaður og varaformaður bankans eru tilnefndir til fjögurra ára í senn, en hægt er að tilnefna þá aftur að þeim tíma loknum.
Í fréttum
- 13. febrúar: Mario Draghi (sjá mynd) tekur við embætti forsætisráðherra Ítalíu sem leiðtogi þjóðstjórnar til að taka á kórónaveirufaraldrinum.
- 5. febrúar: John Snorra Sigurjónssonar er saknað eftir tilraun til að klífa K2 að vetrarlagi.
- 1. febrúar: Herinn í Mjanmar fremur valdarán gegn ríkisstjórn Aung San Suu Kyi.
- 22. janúar: Sáttmálinn um bann við kjarnavopnum tekur gildi.
- 13. janúar: Guðmundur Felix Grétarsson fékk græddar hendur á sig í Frakklandi, 23 árum eftir slys.
- 6. janúar: Stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta ráðast á þinghúsið í Washington til að koma í veg fyrir staðfestingu á sigri Joe Biden í forsetakosningunum 2020.
Yfirstandandi: Borgarastyrjöldin í Jemen • Kórónaveirufaraldurinn • Sýrlenska borgarastyrjöldin
Atburðir 28. febrúar
- 1994 - Fjórar serbneskar J-21-orrustuþotur voru skotnar niður af bandarískum flugvélum yfir Bosníu og Hersegóvínu.
- 1996 - Alanis Morissette hlaut verðlaun fyrir plötu ársins á Grammýverðlaunahátíðinni, yngst allra fram að því.
- 1997 - Jarðskjálfti reið yfir norðurhluta Íran við borgina Ardabil með þeim afleiðingum að 1100 manns létust.
- 2003 - Kvikmyndin Nói albínói eftir Dag Kára Pétursson var frumsýnd.
- 2008 - Dimitris Christofias tók við af Tassos Papadopoulos sem forseti Kýpur.
- 2013 - Benedikt 16. lét af embætti sem páfi Rómversk-kaþólsku kirkjunnar.
- 2015 - Eldgosinu í Holuhrauni lauk.
Vissir þú...
- … að Mingveldið tók kínverska herforingjann Guan Yu (sjá mynd) formlega í guðatölu árið 1614 og Tjingveldið gerði dýrkun hans að nokkurs konar ríkistrú árið 1725?
- … að sendiherrann Sigríður Ásdís Snævarr er talin vera elsta íslenska konan til að ala barn?
- … að neðanjarðarlestarkerfi New York-borgar er það lengsta í heiminum eða 399 km?
- … að í þjóðsögum og munnmælum er talin vera dysjuð norn eður heiðin vond kona við vörðuna Illþurrku sem er staðsett á milli Skarðs og Búðardals á Skarðsströnd?
- … að stærsta postulínskóralrif sem þekkt er vex utan við Lofoten í Noregi?

Fjarskiptatækni • Iðnaður • Internetið • Landbúnaður • Lyfjafræði • Rafeindafræði • Rafmagn • Samgöngur • Stjórnun • Upplýsingatækni • Verkfræði • Vélfræði • Þjarkafræði

Afþreying • Bókmenntir • Byggingarlist • Dulspeki • Ferðamennska • Garðyrkja • Goðafræði • Heilsa • Íþróttir • Kvikmyndir • Kynlíf • Leikir • List • Matur og drykkir • Myndlist • Tónlist • Trúarbrögð

Atvinna • Borgarsamfélög • Félagasamtök • Fjölmiðlar • Fjölskylda • Fyrirtæki • Hernaður • Lögfræði • Mannréttindi • Umhverfið • Verslun

Náttúruvísindi og stærðfræði
Dýrafræði • Eðlisfræði • Efnafræði • Grasafræði • Jarðfræði • Landafræði • Líffræði • Náttúran • Stjörnufræði • Stærðfræði • Vistfræði • Vísindaleg flokkun • Vísindi

Félagsfræði • Fornfræði • Fornleifafræði • Hagfræði • Heimspeki • Mannfræði • Málfræði • Málvísindi • Menntun • Saga • Sálfræði • Tungumál • Tónfræði • Uppeldisfræði • Viðskiptafræði • Vitsmunavísindi

Ýmislegt
Listar • Gæðagreinar • Úrvalsgreinar • Efnisflokkatré • Flýtivísir • Handahófsvalin síða • Nýjustu greinar • Nýlegar breytingar • Eftirsóttar síður
Systurverkefni
Wikiorðabók Orðabók og samheitaorðabók |
Wikibækur Frjálsar kennslu- og handbækur |
Wikivitnun Safn tilvitnana | |||
Wikiheimild Frjálsar grunnheimildir |
Wikilífverur Safn tegunda lífvera |
Wikifréttir Frjálst fréttaefni | |||
Commons Samnýtt margmiðlunarsafn |
Meta-Wiki Samvinna milli allra verkefna |
Wikiháskóli Frjálst kennsluefni og verkefni | |||
Wikidata Samnýttur þekkingagrunnur |
Wikivoyage Ferðaleiðarvísar |
Mediawiki Þróun wikihugbúnaðarins |