Forsíða

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Velkomin á Wikipediu

 

Blá stjarna Handbók

Blá stjarna Gæðagreinar / Gyllt stjarna Úrvalsgreinar

Blá stjarna Kynning fyrir byrjendur

tvær fígúrur Potturinn

tvær fígúrur Wikipedia-hittingur

Skrifblokk Samvinna mánaðarins

Hér geta allir lagt sitt af mörkum til þess að byggja upp ítarlegt alfræðirit á íslensku.
Hin íslenska Wikipedia fór í gang 5. desember 2003 og inniheldur núna 39.514 greinar.

Grein mánaðarins
SA-liðar hópast saman á Marienplatz-torginu í München við miklar óeirðir, þann 9. nóvember 1923, á meðan bjórkjallarauppreisninni stóð.

Bjórkjallarauppreisnin var misheppnuð valdaránstilraun Adolf Hitlers, foringja Nasistaflokksins, og Erich Ludendorffs hershöfðingja, í München í Bæjaralandi dagana 8. til 9. nóvember árið 1923, á tímum Weimar-lýðveldisins í Þýskalandi. Valdaránstilraunin átti sér stað í kjölfar mikilla efnahagslegra og pólitískra þrenginga í Þýskalandi sem fylgdu ósigrinum í fyrri heimsstyrjöldinni, en óðaverðbólga hafði geisað á árunum 1921-1923 og Frakkar höfðu hernumið Ruhrhérað þegar að stjórnvöld Weimar-lýðveldisins gátu ekki borgað þær stríðsskaðabætur sem Versalasamningurinn kvað á um. Hægri öfgamenn og þjóðernissinnar í Bæjaralandi, undir leiðsögn Hitlers og Ludendorffs, gripu tækifærið til að ná völdum í München, höfuðborg Bæjaralands, í þeim tilgangi að hleypa af stað þjóðbyltingu á landsvísu sem myndi binda enda á lýðræði og stjórn sósíaldemókrata í Þýskalandi, og leiða til stofnunar valdboðsríkis að hætti þjóðernissinna. Uppreisnin leystist upp í skotbardaga á Odeonplatz-torgi, og Hitler og Nasistaflokkurinn urðu fyrir miklum skakkaföllum.

Aðrir mánuðir: Eldri greinarTilnefna grein mánaðarins
Sjá hvað fleira gerðist 30. júlí
Mynd dagsins

CMB Timeline300 no WMAP.jpg

Proxima Centauri
  • … að þýska orðið Führer er svo nátengt nafni Adolfs Hitlers að það er nánast samheiti þess?
  • … að Steinunn Jóhannesdóttir var fyrsta íslenska konan sem lauk læknanámi?
  • … að í kjölfar þingkosninganna í Bretlandi 2015 sögðu leiðtogar þriggja stjórnmálaflokka af sér?
  • … að auðlindabölvunin er skýring á því af hverju lönd sem eiga miklar náttúruauðlindir búa við minni hagvöxt en önnur?
  • … að algengasta tegund stjarna í okkar vetrarbraut eru rauðir dvergar (sjá mynd)?
  • … að frjósami hálfmáninn var fyrst skilgreindur af James Henry Breasted árið 1916?
Af Wikimedia CommonsFleiri úrvalsmyndir Úr nýjustu greinunumEldra
Efnisyfirlit


Systurverkefni  Wikimedia Foundation hýsir einnig önnur verkefni: