Forsíða
Velkomin á Wikipedíu
Alfræðiritið sem allir geta unnið að í sameininguÁ hinni íslensku Wikipedíu eru nú 56.751 greinar.
Grein mánaðarins
Óeirðirnar á Austurvelli áttu sér stað miðvikudaginn 30. mars 1949, vegna þess að til stóð að samþykkja þingsályktunartillögu um inngöngu Íslands í Norður-Atlantshafsbandalagið (NATÓ). Andstæðingar inngöngunnar, stuðningsmenn hennar og aðrir almennir borgarar flykktust á Austurvöll til að sjá hvað verða vildi, en sumir andstæðinganna létu grjóti, eggjum og mold rigna yfir Alþingishúsið. Lögregla ákvað að dreifa mannfjöldanum með því að varpa táragasi á hann. Varalið lögreglunnar var kallað út og voru varaliðarnir með breska hermannahjálma og armbindi, ýmist hvít eða í fánalitunum, sem einkenni. Þessi átök milli andstæðinga tillögunnar annars vegar og lögreglu, varaliðs hennar og stuðningsmanna tillögunnar hins vegar urðu mestu óeirðir sem orðið hafa á Íslandi.
Mikið hefur verið rætt og ritað um þessa atburði á Austurvelli og er ekki auðvelt að skera úr um sannleiksgildi frásagna og niðurstaðna. Sagnfræðingurinn Þór Whitehead hefur meðal annars haldið því fram að beinlínis hafi verið stefnt að valdaráni sósíalista með þessum aðgerðum. Aðrir, meðal annars Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur, hafa hafnað þessari túlkun.
Í fréttum
- 5. júní: Um 2.500 félagsmenn í BSRB leggja niður störf. Aðgerðirnar hafa áhrif á 150 vinnustaði í 29 sveitarfélögum.
- 28. maí: Recep Tayyip Erdoğan (sjá mynd) er endurkjörinn forseti Tyrklands.
- 19. maí: Flugfélagið Niceair verður gjaldþrota.
- 17. maí: Guillermo Lasso, forseti Ekvador, leysir upp þing landsins og boðar til kosninga vegna stjórnarkreppu og þjóðaruppþots.
- 16. maí - 17. maí: Leiðtogafundur Evrópuráðsins er haldinn í Hörpu.
- 13. maí: Sænska söngkonan Loreen vinnur Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2023 með laginu „Tattoo“ og verður fyrsta konan sem hefur unnið keppnina tvisvar.
Yfirstandandi: Átökin í Súdan • Borgarastyrjöldin í Jemen • Innrás Rússa í Úkraínu / Stríð Rússlands og Úkraínu • Sýrlenska borgarastyrjöldin
Atburðir 6. júní
- 2002 - Loftsteinn sem var talinn 10 metrar í þvermál sprakk yfir Miðjarðarhafi.
- 2003 - Endurgerða Austur-Indíafarið Götheborg var sjósett í Svíþjóð.
- 2012 - Venus gekk fyrir sólu frá jörðu séð.
- 2012 - Blóðbaðið í Al-Qubeir: Vopnaðar sveitir Shabiha réðust inn í þorpið Al-Qubeir í Sýrlandi og myrtu tugi þorpsbúa.
- 2013 - Edward Snowden greindi fréttamiðlum frá víðtækum persónunjósnum Bandaríkjastjórnar og flúði síðan land.
- 2015 - Indland og Bangladess fullgiltu samkomulag frá 1974 um að skiptast á útlendum við landamærin.
- 2017 - Lýðræðissveitir Sýrlands hófu loftárásir á Raqqah.
- 2019 – Mótmælin í Súdan 2018-2019: Afríkusambandið felldi niður aðild Súdans vegna blóðbaðsins í Kartúm.
- 2020 – Joe Biden var útnefndur forsetaefni Demókrataflokksins í Bandaríkjunum.
Vissir þú...
- … að Sovétlýðveldið Rússland náði yfir þrjá fjórðu af landsvæði Sovétríkjanna og taldi til sín rúman helming íbúafjöldans, tvo þriðju af iðnaðinum og um helming landbúnaðarframleiðslunnar?
- … að verðlaunagripur Hugo-verðlaunanna er alltaf stílfærð eldflaug en er annars breytilegur frá ári til árs?
- … að í norrænni goðafræði hlaut gyðjan Freyja Brísingamenið frá fjórum dvergum með því að verja einni nótt með hverjum þeirra?
- … að klassíska vísindaskáldsögumyndin Metropolis (sjá mynd) frá árinu 1927 var gagnrýnd á sínum tíma þar sem boðskapur hennar um samstarf milli stétta þótti barnalegur?
- … að goðsagan um Aröknu er bæði upprunasaga til að útskýra færni kóngulóa í vefnaði og líka varnaðarsaga um ofdramb þeirra sem bera sig saman við guðina?
- … að hákarlategundin Gíslaháfur (Apristurus laurussonii) var nefnd á íslensku eftir gullsmiðnum Gísla Lárussyni?

Fjarskiptatækni • Iðnaður • Internetið • Landbúnaður • Lyfjafræði • Rafeindafræði • Rafmagn • Samgöngur • Stjórnun • Upplýsingatækni • Verkfræði • Vélfræði • Þjarkafræði

Afþreying • Bókmenntir • Byggingarlist • Dulspeki • Ferðamennska • Garðyrkja • Goðafræði • Heilsa • Íþróttir • Kvikmyndir • Kynlíf • Leikir • List • Matur og drykkir • Myndlist • Tónlist • Trúarbrögð

Atvinna • Borgarsamfélög • Félagasamtök • Fjölmiðlar • Fjölskylda • Fyrirtæki • Hernaður • Lögfræði • Mannréttindi • Umhverfið • Verslun

Náttúruvísindi og stærðfræði
Dýrafræði • Eðlisfræði • Efnafræði • Grasafræði • Jarðfræði • Landafræði • Líffræði • Náttúran • Stjörnufræði • Stærðfræði • Vistfræði • Vísindaleg flokkun • Vísindi

Félagsfræði • Fornfræði • Fornleifafræði • Hagfræði • Heimspeki • Mannfræði • Málfræði • Málvísindi • Menntun • Saga • Sálfræði • Tungumál • Tónfræði • Uppeldisfræði • Viðskiptafræði • Vitsmunavísindi

Ýmislegt
Listar • Gæðagreinar • Úrvalsgreinar • Efnisflokkatré • Flýtivísir • Handahófsvalin síða • Nýjustu greinar • Nýlegar breytingar • Eftirsóttar síður
Systurverkefni
Wikiorðabók Orðabók og samheitaorðabók |
Wikibækur Frjálsar kennslu- og handbækur |
Wikivitnun Safn tilvitnana | |||
Wikiheimild Frjálsar grunnheimildir |
Wikilífverur Safn tegunda lífvera |
Wikifréttir Frjálst fréttaefni | |||
Commons Samnýtt margmiðlunarsafn |
Meta-Wiki Samvinna milli allra verkefna |
Wikiháskóli Frjálst kennsluefni og verkefni | |||
Wikidata Samnýttur þekkingagrunnur |
Wikivoyage Ferðaleiðarvísar |
Mediawiki Þróun wikihugbúnaðarins |