Forsíða
Velkomin á Wikipedíu
Alfræðiritið sem allir geta unnið að í sameininguÁ hinni íslensku Wikipedíu eru nú 57.582 greinar.
Grein mánaðarins
Taylor Swift er bandarísk söngkona og lagasmiður, gítarleikari og leikkona.
Árið 2006 gaf hún út sína fyrstu smáskífu, Tim McGraw og í október sama ár gaf hún út fyrstu hljóðversplötuna sína, Taylor Swift, sem gaf af sér fimm smáskífur og varð þreföld platínum plata. Fyrir vikið fékk Swift tilnefningu til 50. Grammy-verðlaunanna sem „besti nýliðinn“. Í nóvember 2008 gaf Taylor út plötuna, Fearless og í kjölfarið fékk Swift fjögur Grammy-verðlaun, meðal annars fyrir „plötu ársins“ á 52. Grammy-verðlaununum. Fearless og Taylor Swift voru í þriðja og sjötta sæti í lok ársins og höfðu selst í 2,1 milljónum og 1,5 milljónum eintaka. Fearless var á toppi Billboard 200-listans samfleytt í ellefu vikur, og hefur engin plata verið efst svo lengi síðan árið 2000. Swift var útnefnd listamaður ársins af Billboard-tímaritinu árið 2009. Swift gaf út þriðju stúdíóplötuna sína, Speak Now þann 25. október 2010 sem seldist í 1.047.000 eintökum í fyrstu söluvikunni.
Árið 2008 seldust plöturnar hennar í samanlagt fjórum milljónum eintaka, sem gerir hana að söluhæsta tónlistarmanni ársins í Bandaríkjunum, samkvæmt Nielsen SoundScan. Í dag hefur Swift selt yfir 16 milljónir platna um allan heim.
Í fréttum

- 19. nóvember: Javier Milei (sjá mynd) er kjörinn forseti Argentínu.
- 14. nóvember: George Weah, forseti Líberíu, tapar endurkjöri í forsetakosningum gegn fyrrum varaforsetanum Joseph Boakai.
- 13. nóvember: David Cameron, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, tekur við embætti utanríkisráðherra.
- 11. nóvember: Grindavík er rýmd vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga.
- 7. nóvember: António Costa, forsætisráðherra Portúgals, segir af sér vegna spillingar.
Yfirstandandi: Átökin í Súdan • Borgarastyrjöldin í Jemen • Innrás Rússa í Úkraínu / Stríð Rússlands og Úkraínu • Stríð Ísraels og Hamas • Sýrlenska borgarastyrjöldin
Atburðir 5. desember
- 2003 - Fyrsta breytingin á íslensku var gerð á íslensku Wikipediu.
- 2006 - Herinn framdi valdarán á Fídjieyjum.
- 2009 - 109 létust í eldsvoða í diskóteki í borginni Perm í Rússlandi.
- 2011 - Stjörnufræðingar uppgötvuðu plánetuna Kepler-22b sem líkist jörðinni að ýmsu leyti.
- 2013 - Haldið var málþing í Landsbókasafni Íslands í tilefni af tíu ára afmæli íslensku Wikipediu.
- 2017 - Alþjóðaólympíunefndin meinaði Rússlandi þátttöku í Vetrarólympíuleikunum í Pyeonchang þegar rannsókn leiddi í ljós viðtæka notkun árangursbætandi lyfja á fyrri vetrarólympíuleikum.
- 2019 – Skriðurnar í Búrúndí 2019: 26 fórust í skriðum í Búrúndí.
- 2020 - Rússar hófu bólusetningu með Spútnik V-bóluefninu.
- 2022 - Vísindamönnum við Lawrence Livermore-rannsóknarstöðina í Kaliforníu tókst að framleiða umframorku með kjarnasamruna.
Vissir þú...

- … að liturinn á fána Kýpur (sjá mynd) vísar til þess hve mikið er af kopar á eynni Kýpur?
- … að verk Jons Fosse, Nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum árið 2023, hafa verið sviðsett næstoftast allra norskra leikskálda á eftir Henrik Ibsen?
- … að Brian Epstein og George Martin eru meðal þeirra sem hafa verið kallaðir fimmti Bítillinn?
- … að Alþjóðakóði um vernd skipa og hafnaraðstöðu var tekinn upp sem viðbragð við hryðjuverkunum 11. september 2001 og árás sjálfsmorðssprengjumanna á olíuflutningaskipið Limburg árið eftir?
- … að Harriet Martineau er stundum talin fyrsti kvenkyns félagsfræðingurinn?
- … að samfélagsmiðillinn Threads hlaut heimsmet fyrir flestar nýskráningar á skömmum tíma þegar hundrað milljón aðgangar voru stofnaðir á einungis fimm dögum?

Fjarskiptatækni • Iðnaður • Internetið • Landbúnaður • Lyfjafræði • Rafeindafræði • Rafmagn • Samgöngur • Stjórnun • Upplýsingatækni • Verkfræði • Vélfræði • Þjarkafræði

Afþreying • Bókmenntir • Byggingarlist • Dulspeki • Ferðamennska • Garðyrkja • Goðafræði • Heilsa • Íþróttir • Kvikmyndir • Kynlíf • Leikir • List • Matur og drykkir • Myndlist • Tónlist • Trúarbrögð

Atvinna • Borgarsamfélög • Félagasamtök • Fjölmiðlar • Fjölskylda • Fyrirtæki • Hernaður • Lögfræði • Mannréttindi • Umhverfið • Verslun

Náttúruvísindi og stærðfræði
Dýrafræði • Eðlisfræði • Efnafræði • Grasafræði • Jarðfræði • Landafræði • Líffræði • Náttúran • Stjörnufræði • Stærðfræði • Vistfræði • Vísindaleg flokkun • Vísindi

Félagsfræði • Fornfræði • Fornleifafræði • Hagfræði • Heimspeki • Mannfræði • Málfræði • Málvísindi • Menntun • Saga • Sálfræði • Tungumál • Tónfræði • Uppeldisfræði • Viðskiptafræði • Vitsmunavísindi

Ýmislegt
Listar • Gæðagreinar • Úrvalsgreinar • Efnisflokkatré • Flýtivísir • Handahófsvalin síða • Nýjustu greinar • Nýlegar breytingar • Eftirsóttar síður
Systurverkefni
![]() |
Wikiorðabók Orðabók og samheitaorðabók |
![]() |
Wikibækur Frjálsar kennslu- og handbækur |
![]() |
Wikivitnun Safn tilvitnana |
![]() |
Wikiheimild Frjálsar grunnheimildir |
![]() |
Wikilífverur Safn tegunda lífvera |
![]() |
Wikifréttir Frjálst fréttaefni |
![]() |
Commons Samnýtt margmiðlunarsafn |
![]() |
Meta-Wiki Samvinna milli allra verkefna |
![]() |
Wikiháskóli Frjálst kennsluefni og verkefni |
![]() |
Wikidata Samnýttur þekkingagrunnur |
![]() |
Wikivoyage Ferðaleiðarvísar |
![]() |
Mediawiki Þróun wikihugbúnaðarins |