Forsíða
Velkomin á Wikipedíu
Alfræðiritið sem allir geta unnið að í sameininguÁ hinni íslensku Wikipedíu eru nú 51.523 greinar.
Samvinna janúarmánaðar er að búa til og bæta greinar tengdar Sameinuðu þjóðunum.
- Síður sem vantar: Aðalskrifstofa Sameinuðu þjóðanna · Alþjóðabankastofnanirnar · Alþjóðaferðamálastofnunin · Alþjóðafjarskiptasambandið · Alþjóðapóstsambandið · Alþjóðasjóður um þróun landbúnaðar · Alþjóðaviðskiptamiðstöðin · Amina J. Mohammed · Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna · Fíkniefna- og afbrotamálaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna · Gladwyn Jebb · Höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna · Iðnþróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna · Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna · Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna
- Síður sem þarfnast úrbóta: Alþjóðaflugmálastofnunin · Alþjóðakjarnorkumálastofnunin · Alþjóðasiglingamálastofnunin · Alþjóðaveðurfræðistofnunin · António Guterres · Efnahags- og félagsmálaráð Sameinuðu þjóðanna · Kvennasáttmáli Sameinuðu þjóðanna · Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna · Sameinuðu þjóðirnar · Þjóðabandalagið
Grein mánaðarins
Vaglaskógur er skógur í Fnjóskadal, Suður-Þingeyjarsýslu, einn stærsti skógur landsins. Skógurinn er þjóðskógur í umsjón Skógræktarinnar. Vaglaskógur meðal fjölsóttustu skóga á Íslandi. Stærð skóglendisins er um 4,5 ferkílómetrar. Þúsundir ferðamanna koma í skóginn á hverju ári til að njóta þar dvalar og útiveru, enda er Vaglaskógur tilvalinn til útivistar að sumri sem vetri. Í Vaglaskógi eru fjölbreyttar gönguleiðir, alls um 12,2 km að lengd. Þær eru merktar og fáanlegt er gönguleiðakort af skóginum. Í Vaglaskógi hafa lengi verið rekin tjaldsvæði og kjósa margir að dvelja þar með tjöld sín og ferðavagna yfir sumarið. Norðan við hann er Hálsskógur sem eyddist upp á fyrri öldum vegna beitar og skógarhöggs. Skógurinn komst í eigu Skógræktarinnar þegar stofnunin var sett á fót árið 1908 en nokkru áður hafði íslenska ríkið keypt jörðina Vagli og þar með skóginn. Á Vöglum er starfstöð skógarvarðarins á Norðurlandi og þar rekur Skógræktin fræræktarhús, frægeymslu og fræsölu. Einnig eru stundaðar þar rannsóknir, einkum kynbætur á nytjatrjátegundum.
Í fréttum
- 6. janúar: Stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta ráðast á þinghúsið í Washington (sjá mynd) til að koma í veg fyrir staðfestingu á sigri Joe Biden í forsetakosningunum 2020.
- 29. desember: Sara Björk Gunnarsdóttir er valin íþróttamaður ársins í annað sinn.
- 24. desember: Bretland undirritar verslunarsamning við Evrópusambandið og lýkur þannig formlega útgönguferli sínu úr sambandinu.
- 23. desember: Ríkisstjórn Benjamins Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, springur og kallað er til fjórðu þingkosninganna í landinu á tveimur árum.
- 19. desember: Eysturoyargöngin, undirsjávargöng milli Straumeyjar og Austureyjar í Færeyjum opna. Eru þau rúm 11 kílómetrar og stytta ferðatíma verulega milli Þórshafnar og þéttbýli í Skálafirði.
- 1. desember: Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfestir dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
Yfirstandandi: Borgarastyrjöldin í Jemen • Kórónaveirufaraldurinn • Sýrlenska borgarastyrjöldin
Atburðir 17. janúar
- 1995 - Um 5500 manns fórust og yfir 300 þúsund misstu heimili sín í öflugum jarðskjálfta í borginni Kobe í Japan.
- 1997 - Ísrael lét Palestínuríki eftir herstöð sína í Hebron á Vesturbakkanum.
- 1997 - Fyrsti löglegi skilnaðurinn fór fram á Írlandi.
- 1998 - Paula Jones ásakaði Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, um kynferðislega áreitni.
- 2002 - Eldgos í Nyiragongo í Austur-Kongó varð til þess að 400.000 hröktust frá heimilum sínum.
- 2003 - Fyrsta greinin í íslenska hluta Wikipedia var skrifuð.
- 2006 - Bandaríska kvikmyndin She's the Man var frumsýnd.
- 2013 - Vilborg Arna Gissurardóttir kom á Suðurpólinn og lauk þar með áheitagöngu sinni, 1140 km, sem hún gekk til styrktar kvennadeild Landspítala Íslands. Gangan tók 60 daga en í upphafi var stefnt að 50 dögum.
Vissir þú...
- … að Atal Bihari Vajpayee var fyrstur forsætisráðherra Indlands sem ekki komu úr Indverska þjóðarráðsflokknum til að ljúka heilu kjörtímabili í embætti?
- … að um 3.000 skip sem ferja um 40 milljónir tonna af varningi fara um Welland-skipaskurðinn á hverju ári?
- … að jarðskjálftakvarðinn Richter var nefndur eftir bandaríska eðlisfræðingnum Charles F. Richter?
- … að nafn eldhúsdagsumræðna á Alþingi er dregið af orðatiltækinu „að gera sér eldhúsdag“, sem þýðir að taka til í eldhúsinu sínu og ganga frá hlutum sem maður hafði ekki náð að ganga frá?
- … að hin sádi-arabíska Loujain al-Hathloul (sjá mynd) var dæmd til fimm ára og átta mánaða fangelsisvistar í lok 2020 fyrir að brjóta gegn banni við ökuréttindum kvenna nokkrum árum fyrr?
- … að heilaköngullinn er stundum talið minnsta líffæri mannslíkamans?

Fjarskiptatækni • Iðnaður • Internetið • Landbúnaður • Lyfjafræði • Rafeindafræði • Rafmagn • Samgöngur • Stjórnun • Upplýsingatækni • Verkfræði • Vélfræði • Þjarkafræði

Afþreying • Bókmenntir • Byggingarlist • Dulspeki • Ferðamennska • Garðyrkja • Goðafræði • Heilsa • Íþróttir • Kvikmyndir • Kynlíf • Leikir • List • Matur og drykkir • Myndlist • Tónlist • Trúarbrögð

Atvinna • Borgarsamfélög • Félagasamtök • Fjölmiðlar • Fjölskylda • Fyrirtæki • Hernaður • Lögfræði • Mannréttindi • Umhverfið • Verslun

Náttúruvísindi og stærðfræði
Dýrafræði • Eðlisfræði • Efnafræði • Grasafræði • Jarðfræði • Landafræði • Líffræði • Náttúran • Stjörnufræði • Stærðfræði • Vistfræði • Vísindaleg flokkun • Vísindi

Félagsfræði • Fornfræði • Fornleifafræði • Hagfræði • Heimspeki • Mannfræði • Málfræði • Málvísindi • Menntun • Saga • Sálfræði • Tungumál • Tónfræði • Uppeldisfræði • Viðskiptafræði • Vitsmunavísindi

Ýmislegt
Listar • Gæðagreinar • Úrvalsgreinar • Efnisflokkatré • Flýtivísir • Handahófsvalin síða • Nýjustu greinar • Nýlegar breytingar • Eftirsóttar síður
Systurverkefni
Wikiorðabók Orðabók og samheitaorðabók |
Wikibækur Frjálsar kennslu- og handbækur |
Wikivitnun Safn tilvitnana | |||
Wikiheimild Frjálsar grunnheimildir |
Wikilífverur Safn tegunda lífvera |
Wikifréttir Frjálst fréttaefni | |||
Commons Samnýtt margmiðlunarsafn |
Meta-Wiki Samvinna milli allra verkefna |
Wikiháskóli Frjálst kennsluefni og verkefni | |||
Wikidata Samnýttur þekkingagrunnur |
Wikivoyage Ferðaleiðarvísar |
Mediawiki Þróun wikihugbúnaðarins |