Forsíða

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Velkomin á Wikipedíu

Alfræðiritið sem allir geta unnið að í sameiningu

Grein mánaðarins

Logo of the Fianna Fáil.png

Fianna Fáil (ísl. Hermenn örlaganna) er hægrisinnaður stjórnmálaflokkur í írska lýðveldinu. Frá stofnun lýðveldisins hafa allar stjórnir ríkisins verið leiddar annaðhvort af Fianna Fáil eða flokknum Fine Gael, sem er einnig hægriflokkur en er talinn frjálslyndari í félagsmálum. Fianna Fáil varð til árið 1926 með klofningi úr írsku sjálfstæðissamtökunum Sinn Féin árið 1926 vegna ósættis með skilmála samningsins sem stofnsetti írska fríríkið. Núverandi leiðtogi flokksins er Micheál Martin.

Fianna Fáil er sem flokkur talinn breiðfylking án sértækrar hugmyndafræði eða stefnumála. Í könnunum, rannsóknum og viðtölum hefur reynst erfitt að benda á áherslumun á milli Fianna Fáil og helsta keppinautar hans, Fine Gael. Margir hafa bent á að munurinn á milli þeirra felist í arfleifð írsku borgarastyrjaldarinnar og í nálgun þeirra á það markmið að ná fram sameiningu Írlands. Kevin Byrne og stjórnmálafræðingurinn Eoin O'Malley hafna þessari skýringu og telja að munurinn á milli flokkanna tveggja eigi sér mun eldri rætur í mismunandi tegundum írskrar þjóðernishyggju (írsku upplýsingarinnar og gelískrar þjóðernishyggju) sem hægt sé að rekja til aðflutninga Engil-Normanna og Englendinga til Írlands annars vegar og gelísku eyjarskeggjanna hins vegar.

Í fréttum

Giannis Antetokounmpo

Yfirstandandi: Borgarastyrjöldin í Jemen  • Eldgosið við Fagradalsfjall  • Kórónaveirufaraldurinn  • Sumarólympíuleikarnir 2021  • Sýrlenska borgarastyrjöldin

Nýleg andlát: Joey Jordison (26. júlí)  • Henri Vernes (25. júlí)  • Þórunn Egilsdóttir (9. júlí)  • Jovenel Moïse (7. júlí)  • Donald Rumsfeld (29. júní)


Atburðir 2. ágúst

Vissir þú...

Apaplánetan
  • … að á borðanum á fána Brasilíu standa orðin Ordem e Progresso, sem merkja „reglusemi og framför“?
  • … að meginlandsréttur, réttarkerfi sem tíðkast víðast hvar á meginlandi Evrópu, er að grunni sóttur í lagabálk Býsansríkis, Corpus Iuris Civilis?
  • … að sögurnar um Apaplánetuna (sjá mynd) hófust með skáldsögunni La Planète des singes eftir franska rithöfundinn Pierre Boulle frá 1963?
Efnisyfirlit