Forsíða
Velkomin á Wikipedíu
Alfræðiritið sem allir geta unnið að í sameininguÁ hinni íslensku Wikipedíu eru nú 52.508 greinar.
Grein mánaðarins
Svalur og Valur (franska: Spirou et Fantasio) er heiti á vinsælum belgískum teiknimyndasögum sem segja frá ævintýrum vinanna og blaðamannanna Svals og Vals. Ýmsir höfundar hafa spreytt sig á sagnaflokknum, en André Franquin er almennt talinn hafa haft mest áhrif á þróun hans. Á árunum 1977 til 1992 komu fjölmargar Svals og Vals-bækur út á íslensku á vegum Bókaútgáfunnar Iðunnar. Íslensk útgáfa Svals og Vals hófst á ný árið 2013 á vegum Frosks útgáfu.
Upphafið má rekja til ársins 1938, þegar Dupuis-forlagið hóf útgáfu teiknimyndablaðsins Svals (Spirou). Í því birtust sögur ýmissa höfunda, en titlpersónan var Svalur sem var hugarsmíð franska teiknarans Robert Velter eða Rob-Vel, eins og hann kallaði sig. Svalur var táningspiltur sem starfaði sem lyftuvörður á hóteli og komst oft í hann krappann ásamt gæluíkornanum sínum, Pésa.
Árið 1943 keypti Dupuis-forlagið höfundaréttinn að persónunni af Rob-Vel, sem þá hafði raunar ekki getað sinnt sögunum um hríð vegna þátttöku sinnar í seinni heimsstyrjöldinni. Belginn Joseph Gillain eða Jijé tók við pennanum. Hann kynnti til sögunnar spjátrunginn Val. Saman lentu þeir félagarnir í ýmsum ævintýrum. Sögurnar voru þó stuttar og gengu fyrst og fremst út á ærslakenndan húmor.
Árið 1946 var ungum Belga, André Franquin, falin umsjón með ævintýrum Svals og Vals. Í hans meðförum urðu miklar breytingar á sögunum. Söguþráðurinn varð flóknari, ævintýrin lengdust til muna og var farið að gefa þau út á bókarformi eftir að þau höfðu birst sem framhaldssögur í Svals-blaðinu. Árið 1948 kom fyrsta slíka bókin á markað og hafði hún að geyma fjórar sögur. Önnur fylgdi í kjölfarið árið 1950, Quatre aventures de Spirou et Fantasio og er hefð fyrir að telja hana fyrstu Svals og Vals-bókina. Síðar hafa komið út söfn með eldri sögum eftir Rob-Vel, Jijé og Franquin, teljast þau ekki hluti af hinum eiginlega bókaflokki frekar en bókin frá 1948.
Í fréttum
- 19. mars: Eldgos hefst við Fagradalsfjall.
- 17. mars: John Magufuli, forseti Tansaníu, deyr í embætti og varaforsetinn Samia Suluhu (sjá mynd) tekur við embætti sem fyrsti kvenforseti landsins.
- 13. febrúar: Mario Draghi tekur við embætti forsætisráðherra Ítalíu sem leiðtogi þjóðstjórnar til að taka á kórónaveirufaraldrinum.
- 5. febrúar: John Snorra Sigurjónssonar er saknað eftir tilraun til að klífa K2 að vetrarlagi.
- 1. febrúar: Herinn í Mjanmar fremur valdarán gegn ríkisstjórn Aung San Suu Kyi.
- 22. janúar: Sáttmálinn um bann við kjarnavopnum tekur gildi.
Yfirstandandi: Borgarastyrjöldin í Jemen • Eldgosið við Fagradalsfjall • Kórónaveirufaraldurinn • Sýrlenska borgarastyrjöldin
Atburðir 17. apríl
- 1994 - Gerðarsafn, listasafn Kópavogs, var opnað.
- 1999 - Naglasprengja sem hægriöfgamaðurinn David Copeland kom fyrir sprakk á markaði í Brixton.
- 2002 - Al-Kaída lýsti ábyrgð á hryðjuverkunum 11. september 2001 á hendur sér.
- 2003 - Anneli Jäätteenmäki varð fyrsti kvenforsætisráðherra Finnlands.
- 2004 - Leiðtogi Hamas, Abdel Aziz al-Rantisi, var drepinn í þyrluárás Ísraelshers á Gasaströndinni.
- 2009 - Fjórir sakborningar í Pirate Bay-málinu í Svíþjóð voru dæmdir í árs fangelsi og til að greiða 30 milljónir sænskra króna í bætur.
- 2010 - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði af sér og tók sér hlé frá þingstörfum. Áður höfðu Björgvin G. Sigurðsson, Samfylkingu, og Illugi Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki, einnig tekið sér hlé frá þingstörfum vegna upplýsinga sem fram komu í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.
- 2015 - Úkraína óskaði eftir því að Alþjóðadómstóllinn í Haag fjallaði um stríðsglæpi aðskilnaðarsinna á Krímskaga.
- 2016 - Yfir 200 fórust í öflugum jarðskjálfta í Ekvador.
Vissir þú...
- … að Anna Bretaprinsessa varð árið 1976 fyrsti meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar til að keppa á Ólympíuleikum?
- … að Ísland er eitt fárra ríkja sem ekki er aðili að Alþjóðaferðamálasamtökunum?
- … að um eitt af hverjum 160 börnum fæðist andvana?
- … að Hans-Adam 2., furstinn af Liechtenstein, er auðugasti einvaldur í Evrópu?
- … að Rímnadómurinn eftir Jónas Hallgrímsson er talin fyrsti eiginlegi ritdómurinn á Íslandi?
- … að skurðirnir sem mynda Mikla-skurð (sjá mynd) í Kína eru elstu skipaskurðir heims?

Fjarskiptatækni • Iðnaður • Internetið • Landbúnaður • Lyfjafræði • Rafeindafræði • Rafmagn • Samgöngur • Stjórnun • Upplýsingatækni • Verkfræði • Vélfræði • Þjarkafræði

Afþreying • Bókmenntir • Byggingarlist • Dulspeki • Ferðamennska • Garðyrkja • Goðafræði • Heilsa • Íþróttir • Kvikmyndir • Kynlíf • Leikir • List • Matur og drykkir • Myndlist • Tónlist • Trúarbrögð

Atvinna • Borgarsamfélög • Félagasamtök • Fjölmiðlar • Fjölskylda • Fyrirtæki • Hernaður • Lögfræði • Mannréttindi • Umhverfið • Verslun

Náttúruvísindi og stærðfræði
Dýrafræði • Eðlisfræði • Efnafræði • Grasafræði • Jarðfræði • Landafræði • Líffræði • Náttúran • Stjörnufræði • Stærðfræði • Vistfræði • Vísindaleg flokkun • Vísindi

Félagsfræði • Fornfræði • Fornleifafræði • Hagfræði • Heimspeki • Mannfræði • Málfræði • Málvísindi • Menntun • Saga • Sálfræði • Tungumál • Tónfræði • Uppeldisfræði • Viðskiptafræði • Vitsmunavísindi

Ýmislegt
Listar • Gæðagreinar • Úrvalsgreinar • Efnisflokkatré • Flýtivísir • Handahófsvalin síða • Nýjustu greinar • Nýlegar breytingar • Eftirsóttar síður
Systurverkefni
Wikiorðabók Orðabók og samheitaorðabók |
Wikibækur Frjálsar kennslu- og handbækur |
Wikivitnun Safn tilvitnana | |||
Wikiheimild Frjálsar grunnheimildir |
Wikilífverur Safn tegunda lífvera |
Wikifréttir Frjálst fréttaefni | |||
Commons Samnýtt margmiðlunarsafn |
Meta-Wiki Samvinna milli allra verkefna |
Wikiháskóli Frjálst kennsluefni og verkefni | |||
Wikidata Samnýttur þekkingagrunnur |
Wikivoyage Ferðaleiðarvísar |
Mediawiki Þróun wikihugbúnaðarins |