Forsíða

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Velkomin á Wikipedíu

Alfræðiritið sem allir geta unnið að í sameiningu

Grein mánaðarins

Policemen in gas masks guard Austurvöllur after dispersing the crowd with tear gas..jpg

Óeirðirnar á Austurvelli áttu sér stað miðvikudaginn 30. mars 1949, vegna þess að til stóð að samþykkja þingsályktunartillögu um inngöngu Íslands í Norður-Atlantshafsbandalagið (NATÓ). Andstæðingar inngöngunnar, stuðningsmenn hennar og aðrir almennir borgarar flykktust á Austurvöll til að sjá hvað verða vildi, en sumir andstæðinganna létu grjóti, eggjum og mold rigna yfir Alþingishúsið. Lögregla ákvað að dreifa mannfjöldanum með því að varpa táragasi á hann. Varalið lögreglunnar var kallað út og voru varaliðarnir með breska hermannahjálma og armbindi, ýmist hvít eða í fánalitunum, sem einkenni. Þessi átök milli andstæðinga tillögunnar annars vegar og lögreglu, varaliðs hennar og stuðningsmanna tillögunnar hins vegar urðu mestu óeirðir sem orðið hafa á Íslandi.

Mikið hefur verið rætt og ritað um þessa atburði á Austurvelli og er ekki auðvelt að skera úr um sannleiksgildi frásagna og niðurstaðna. Sagnfræðingurinn Þór Whitehead hefur meðal annars haldið því fram að beinlínis hafi verið stefnt að valdaráni sósíalista með þessum aðgerðum. Aðrir, meðal annars Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur, hafa hafnað þessari túlkun.

Í fréttum

Recep Tayyip Erdoğan

Yfirstandandi: Átökin í Súdan  • Borgarastyrjöldin í Jemen  • Innrás Rússa í Úkraínu / Stríð Rússlands og Úkraínu  • Sýrlenska borgarastyrjöldin

Nýleg andlát: Robert Hanssen (5. maí)  • Tina Turner (24. maí)  • Garðar Cortes (14. maí)  • Ísak Harðarson (13. maí)


Atburðir 6. júní

Vissir þú...

Metropolis (kvikmynd frá 1927)
  • … að Sovétlýðveldið Rússland náði yfir þrjá fjórðu af landsvæði Sovétríkjanna og taldi til sín rúman helming íbúafjöldans, tvo þriðju af iðnaðinum og um helming landbúnaðarframleiðslunnar?
  • … að verðlaunagripur Hugo-verðlaunanna er alltaf stílfærð eldflaug en er annars breytilegur frá ári til árs?
  • … að klassíska vísindaskáldsögumyndin Metropolis (sjá mynd) frá árinu 1927 var gagnrýnd á sínum tíma þar sem boðskapur hennar um samstarf milli stétta þótti barnalegur?
  • … að goðsagan um Aröknu er bæði upprunasaga til að útskýra færni kóngulóa í vefnaði og líka varnaðarsaga um ofdramb þeirra sem bera sig saman við guðina?
  • … að hákarlategundin Gíslaháfur (Apristurus laurussonii) var nefnd á íslensku eftir gullsmiðnum Gísla Lárussyni?
Efnisyfirlit