Forsíða

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Velkomin á Wikipediu

 

Blá stjarna Handbók

Blá stjarna Gæðagreinar / Gyllt stjarna Úrvalsgreinar

Blá stjarna Kynning fyrir byrjendur

tvær fígúrur Potturinn

tvær fígúrur Wikipedia-hittingur

Skrifblokk Samvinna mánaðarins

Hér geta allir tekið þátt í að byggja upp ítarlegt alfræðirit á íslensku.
Hin íslenska Wikipedia fór í gang 5. desember 2003 og telur núna 42.405 greinar.

Grein mánaðarins
Argentínskir stríðsfangar í Stanley.

Falklandseyjastríðið var tíu vikna stríð milli Breta og Argentínumanna um yfirráð yfir Falklandseyjum og Suður-Georgíu og Suður-Sandvíkureyjum í Suður-Atlantshafinu á vormánuðum 1982. Deilur um yfirráð yfir eyjunum höfðu staðið lengi og herforingjastjórnin í Argentínu hugsaði sér að draga athygli almennings frá bágu efnahagsástandi og mannréttindabrotum með því að leggja eyjarnar undir sig með skjótum hætti og nýta sér þannig þjóðernishyggju til að þjappa þjóðinni saman við bakið á stjórninni. Argentínumenn töldu sig eiga stuðning annarra ríkja vísan, einkum Bandaríkjamanna.

Stríðið hófst með innrás hers Argentínumanna á eyjunni Suður-Georgíu 19. mars 1982 og hernámi Falklandseyja og lauk með uppgjöf Argentínu 14. júní 1982. Hvorugur aðili gaf út formlega stríðsyfirlýsingu. Argentínumenn litu á aðgerðir sínar sem endurtöku eigin lands og Bretar litu á þetta sem innrás á breskt yfirráðasvæði.

Eldri greinarTilnefna grein mánaðarins
Sjá hvað fleira gerðist 25. maí
Mynd dagsins

Mynd af skýjum yfir Filippseyjahafi tekin úr Alþjóðlegu geimstöðinni. Mynd af skýjum yfir Filippseyjahafi tekin úr Alþjóðlegu geimstöðinni.

Endeavour (geimskutla)
  • … að öll efnasambönd sem ritað er um í vísindaritum fá úthlutað CAS-númeri?
  • … að Neil Gaiman skrifaði sína fyrstu skáldsögu í samstarfi við Terry Pratchett?
  • … að geimskutlan Endeavour (sjá mynd) kom í stað Challenger sem fórst 1986?
  • … að NoSQL-gagnagrunnar eru gjarnan notaðir þar sem vinna þarf með gagnagnótt?
  • … að verslun með losunarheimildir er ætlað að skapa hagræna hvata til draga úr mengun?
  • … að íbúar þorpsins Saksun í Færeyjum voru aðeins 10 talsins árið 2015?
Efnisyfirlit


Systurverkefni  Wikimedia Foundation hýsir einnig önnur verkefni: