Katrín Jakobsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Katrín Jakobsdóttir (KJak)
Katrín Jakobsdóttir

Katrín Jakobsdóttir (2009)

Fæðingardagur: 1. febrúar 1976 (1976-02-01) (41 árs)
Fæðingarstaður: Reykjavík
3. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður
Flokkur: Merki Vinstri grænna Vinstrihreyfingin – grænt framboð
Þingsetutímabil
2007-2009 í Reykv. n. fyrir Vg.
2009-2013 í Reykv. n. fyrir Vg.
2013- í Reykv. n. fyrir Vg.
= stjórnarsinni
Embætti
2009-2013 Mennta- og menningarmálaráðherra
2013- Formaður VG
Tenglar
Æviágrip á vef AlþingisVefsíða

Katrín Jakobsdóttir (fædd 1. febrúar 1976) er formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og fyrrum mennta- og menningarmálaráðherra. Katrín er oddviti VG í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Menntun[breyta | breyta frumkóða]

Katrín lauk grunnskólaprófi frá Langholtsskóla 1992, stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1996 með hæstu meðaleinkunn sem fengist hafði á stúdentsprófi þar, 9.7. Hún lauk BA-prófi í íslensku með frönsku sem aukagrein frá Háskóla Íslands 1999 og MA-prófi í íslensku frá Háskóla Íslands 2004 en lokaritgerð hennar fjallaði um Arnald Indriðason.

Stjórnmál[breyta | breyta frumkóða]

Katrín var formaður ungra vinstri grænna á árunum 2002-2004. Kjörtímabilið 2002-2006 var hún varaborgarfulltrúi í Reykjavík fyrir R-listann.

Katrín hefur setið á Alþingi frá vorinu 2007 og var menntamálaráðherra á árunum 2009-2013. Katrín var varaformaður VG 2003-2013 og hefur verið formaður VG frá árinu 2013.

Annað[breyta | breyta frumkóða]

Hún kom fram í myndbandi hljómsveitarinnar Bang Gang við lagið „Listen Baby“ árið 1996.[1]

Árin 2004 og 2005 var hún einn af umsjónarmönnum Sunnudagsþáttarins á SkjáEinum.

Tvíburarnir Ármann Jakobsson og Sverrir Jakobsson eru bræður hennar. Skúli Thoroddsen stjórnmálamaður var langafi Katrínar og Theódóra Thoroddsen skáld langamma hennar, afi hennar Sigurður S. Thoroddsen verkfræðingur og Alþingismaður og Dagur Sigurðarson skáld móðurbróðir hennar.


Fyrirrennari:
Steingrímur J. Sigfússon
Formaður Vinstri-Grænna
(23. febrúar 2013 – enn í embætti)
Eftirmaður:
enn í embætti
Fyrirrennari:
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Menntamálaráðherra
(1. febrúar 200923. maí 2013)
Eftirmaður:
Illugi Gunnarsson
Fyrirrennari:
Svanhildur Kaaber
Varaformaður Vinstri-Grænna
(9. nóvember 2003 – 23. febrúar 2013)
Eftirmaður:
Björn Valur Gíslason


Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Lemúrinn“, skoðað þann 11. febrúar 2014.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]