Forsætisráðherra Íslands
Útlit
Forsætisráðherra Íslands stjórnar fundum ríkisstjórnar Íslands eins og segir í 17. grein stjórnarskrárinnar: „Fundunum stjórnar sá ráðherra, er forseti lýðveldisins hefur kvatt til forsætis, og nefnist hann forsætisráðherra“.
Forsætisráðherra er æðsti formaður forsætisráðuneytisins. Hann er einn þriggja handhafa forsetavalds í fjarveru forsetans. Ýmsar nefndir starfa undir forystu forsætisráðherrans.[1]
Sitjandi forsætisráðherra er Bjarni Benediktsson.[2][3]
Röð forsætisráðherra eftir tímalengd í embætti
[breyta | breyta frumkóða]+ Miðað við 1. september 2024.
Yngsti forsætisráðherrann
[breyta | breyta frumkóða]# | Forsætisráðherra | Aldur | Flokkur |
1. | Hermann Jónasson | 37 | Framsóknarflokkurinn |
2. | Ásgeir Ásgeirsson | 38 | Framsóknarflokkurinn |
3. | Sigmundur Davíð Gunnlaugsson | 38 | Framsóknarflokkurinn |
4. | Tryggvi Þórhallsson | 38 | Framsóknarflokkurinn |
5. | Þorsteinn Pálsson | 39 | Sjálfstæðisflokkurinn |
Elsti forsætisráðherrann
[breyta | breyta frumkóða]# | Forsætisráðherra | Aldur | Flokkur |
1. | Gunnar Thoroddsen | 72 | Sjálfstæðisflokkurinn |
2. | Ólafur Thors | 71 | Sjálfstæðisflokkurinn |
3. | Jóhanna Sigurðardóttir | 70 | Samfylkingin |
4. | Jón Magnússon | 67 | Íhaldsflokkurinn |
5. | Ólafur Jóhannesson | 66 | Framsóknarflokkurinn |
Fyrrverandi forsætisráðherrar sem enn eru á lífi
[breyta | breyta frumkóða]- Þorsteinn Pálsson (f. 29. október 1947)
- Davíð Oddsson (f. 17. janúar 1948)
- Geir Haarde (f. 8. apríl 1951)
- Jóhanna Sigurðardóttir (f. 4. október 1942)
- Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (f. 12. mars 1975)
- Sigurður Ingi Jóhannsson (f. 20. apríl 1962)
- Katrín Jakobsdóttir (f. 1. febrúar 1976)
Feitletrað = Fyrrum forsætisráðherrar sem eiga en sæti á Alþingi.
Tímaröð íslenskra forsætisráðherra
[breyta | breyta frumkóða]Tímaröðin hér fyrir neðan sýnir æviskeið og stjórnmálaferil íslenskra forsætisráðherra í gegnum tíðina að meðtöldum ráðherrum Íslands allt frá því að Ísland fékk heimastjórn árið 1904.
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Stjórnaráðið — Um ráðuneytið“. Sótt 30. nóvember 2017.
- ↑ „Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar skipað“, Forsætisráðuneytið, 9 apríl 2024.
- ↑ „Ráðuneyti frá 1917“. Alþingi.
Þessi stjórnmálagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.