Jón Baldvin Hannibalsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jón Baldvin árið 2011.

Jón Baldvin Hannibalsson (fæddur 21. febrúar 1939) er íslenskur stjórnmálamaður. Hann var þingmaður Reykjavíkur 19821998, formaður Alþýðuflokksins 19841996, fjármálaráðherra Íslands frá 19871988 og utanríkisráðherra Íslands 19881995. Sendiherra í Washington í Bandaríkjunum og síðar í Helsinki í Finnlandi.

Að frumkvæði Jóns varð Ísland fyrsta ríkið til að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltslandanna árið 1991, og nýtur Jón því nokkurrar virðingar þar, sér í lagi í Litháen.[1][2][3]

Ævi[breyta | breyta frumkóða]

Foreldrar Jóns voru Hannibal Valdimarsson, ráðherra, og Sólveig Ólafsdóttir, húsmóðir. Jón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík. Jón er með MA-gráðu í hagfræði frá Edinborgarháskóla. Hann stundaði framhaldsnám við Stokkhólmsháskóla og Miðstöð Evrópufræða við Harvard-háskóla. Hann útskrifaðist einnig með próf í uppeldis- og kennslufræðum HÍ 1965.

Jón starfaði framan af við blaðamennsku og kennslu. Jón kenndi í Hagaskóla í Reykjavík 1964–1970 og var skólameistari Menntaskólans á Ísafirði 1970–1979. Hann vann sem blaðamaður við Frjálsa þjóð 1964–1967 og var ritstjóri Alþýðublaðsins 1979–1982.

Ásakanir um kynferðislega áreitni[breyta | breyta frumkóða]

Jón var kærður til lögreglu vegna meintrar kynferðislegrar áreitni, í formi einkabréfa, við unga frænku eiginkonu sinnar árið 2005 en kærunni var vísað frá. Kæran var tekin upp aftur við embætti saksóknara. Í það skiptið snerist hún um að Jón hefði „sært blygðunarkennd“ viðtakanda bréfsins. Þessu máli var líka vísað frá. Málið komst svo í kastljós fjölmiðla vorið 2012 þegar tímaritið Nýtt líf birti hluta bréfanna ásamt viðtali við stúlkuna sem hafði fengið bréfin send.[4] Ráðning Jóns sem gestafyrirlesara við Háskóla Íslands 2013 var afturkölluð þegar umræða um bréfamálið fór aftur af stað í bloggheimum.[5]. Í kjölfar Me too-hreyfingarinnar var Jón aftur ásakaður um kynferðislega áreitni í byrjun árs 2019. Stofnaður var facebook-hópur til að ræða brot hans og umfjallanir komu í fréttamiðlum um konur sem sögðust hafa sætt áreitni af hans hendi.[6]

Haustið 2022 birti Stundin frétt um kynferðisleg samskipti Jóns Baldvins við 15 ára stúlku sem var nemandi hans. [7]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Wright, Helen (17. júní 2016). „For David Against Goliath: Iceland's Support for Baltic Independence“. deepbaltic.com. Sótt 29. maí 2019.
  2. Ólason, Samúel Karl. „Jón Baldvin heiðraður á sjálfstæðisafmæli Litháen - Vísir“. visir.is. Sótt 27. febrúar 2021.
  3. „Jón Baldvin í Litháen: 20 ára sjálfstæðisafmæli - Vísir“. visir.is. Sótt 27. febrúar 2021.
  4. Meint kynferðisbrot Jóns Baldvins, grein í Nýju lífi
  5. Háskóli Íslands: Talibanar í fílabeinsturni?
  6. Verður að stöðva þessa perverta sem telja sig guðsgjöf til kvenna Vísir, skoðað 15. janúar 2019.
  7. [https://heimildin.is/grein/15886/ Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“] Stundin/Heimildin, sótt 3/2 2023

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]


Fyrirrennari:
Þorsteinn Pálsson
Fjármálaráðherra
(19871988)
Eftirmaður:
Ólafur Ragnar Grímsson
Fyrirrennari:
Steingrímur Hermannsson
Utanríkisráðherra
(19881995)
Eftirmaður:
Halldór Ásgrímsson


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.