Jón Baldvin Hannibalsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Jón Baldvin árið 2011.

Jón Baldvin Hannibalsson (fæddur 21. febrúar 1939) er íslenskur stjórnmálamaður. Hann var þingmaður Reykjavíkur 19821998, formaður Alþýðuflokksins 19841996, fjármálaráðherra Íslands frá 19871988 og utanríkisráðherra Íslands 19881995. Sendiherra í Washington í Bandaríkjunum og síðar í Helsinki í Finnlandi.

Að frumkvæði Jóns varð Ísland fyrsta ríkið til að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltslandanna árið 1991, og nýtur Jón því nokkurrar virðingar þar, sér í lagi í Litháen.[1][2][3]

Ævi[breyta | breyta frumkóða]

Foreldrar Jóns voru Hannibal Valdimarsson, ráðherra, og Sólveig Ólafsdóttir, húsmóðir. Jón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík. Jón er með MA-gráðu í hagfræði frá Edinborgarháskóla. Hann stundaði framhaldsnám við Stokkhólmsháskóla og Miðstöð Evrópufræða við Harvard-háskóla. Hann útskrifaðist einnig með próf í uppeldis- og kennslufræðum HÍ 1965.

Jón starfaði framan af við blaðamennsku og kennslu. Jón kenndi í Hagaskóla í Reykjavík 1964–1970 og var skólameistari Menntaskólans á Ísafirði 1970–1979. Hann vann sem blaðamaður við Frjálsa þjóð 1964–1967 og var ritstjóri Alþýðublaðsins 1979–1982.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Wright, Helen (June 17, 2016). „For David Against Goliath: Iceland's Support for Baltic Independence“. deepbaltic.com. Sótt May 29, 2019.
  2. Ólason, Samúel Karl. „Jón Baldvin heiðraður á sjálfstæðisafmæli Litháen - Vísir“. visir.is. Sótt 27. febrúar 2021.
  3. „Jón Baldvin í Litháen: 20 ára sjálfstæðisafmæli - Vísir“. visir.is. Sótt 27. febrúar 2021.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]


Fyrirrennari:
Þorsteinn Pálsson
Fjármálaráðherra
(19871988)
Eftirmaður:
Ólafur Ragnar Grímsson
Fyrirrennari:
Steingrímur Hermannsson
Utanríkisráðherra
(19881995)
Eftirmaður:
Halldór Ásgrímsson


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.