Fara í innihald

Katrín Júlíusdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl)

Fæðingardagur: 23. nóvember 1974 (1974-11-23) (49 ára)
Fæðingarstaður: Reykjavík
11. þingmaður Suðvesturkjördæmis
Flokkur: Merki Samfylkingarinnar Samfylkingin
Þingsetutímabil
2003-2007 í Suðvest. fyrir Samf.
2007-2009 í Suðvest. fyrir Samf.
2009-2013 í Suðvest. fyrir Samf.
2013-2016 í Suðvest. fyrir Samf.
= stjórnarsinni
Embætti
2007-2009 Formaður iðnaðarnefndar
2007-2009 Formaður Íslandsdeildar þingmannanefndar EFTA
2009-2012 Iðnaðarráðherra
2012-2013 Fjármála- og efnahagsráðherra
Tenglar
Æviágrip á vef Alþingis

Katrín Júlíusdóttir (fædd 23. nóvember 1974) er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja og fyrrverandi alþingismaður. Katrín settist á þing fyrir Samfylkinguna í Suðvesturkjördæmi árið 2003. Hún hætti í stjórnmálum árið 2016. Á þingsetu sinni hefur hún m.a. gegnt embætti iðnaðar- og fjármálaráðherra og embætti varaformanns Samfylkingarinnar.

Katrín fæddist 23. nóvember 1974 í Reykjavík en flutti níu ára gömul í Kópavog þar sem hún hefur búið nánast samfleytt síðan.[1] Foreldrar hennar eru Júlíus Stefánsson fv. framkvæmdarstjóri og Gerður Lúðvíksdóttir fv. skrifstofukona. Hún á eina eldri systur og yngri tvíburabræður.[2][3] Katrín er komin af útgerðarfjölskyldu frá Húsavík og byrjaði ung að vinna í fiskvinnslu en síðar vann hún sem innkaupastjóri hjá G. Einarsson & co. ehf. sem flutti inn barnaföt og rak barnafataverslanirnar Lipurtá, á meðan hún var nemandi hjá Menntaskólanum í Kópavogi. Að stúdentsprófi loknu árið 1994 varð hún framkvæmdarstjóri þess.[1] [3] [2] Í menntaskóla kviknaði áhugi hennar á stjórnmálum en hún var fyrst stuðningsmaður Alþýðubandalagsins og átján ára gömul endurvakti hún ásamt fleirum ungliðahreyfingu flokksins í Kópavogi, Vakningu. Síðar tók hún að sér stöðu ritara Alþýðubandalagsins í Kópavogi og sat síðar í miðstjórn flokksins á landvísu. Eftir að hún útskrifaðist úr MK árið 1994 tók hún sér ársleyfi frá námi áður en hún hóf nám í mannfræði við Háskóla Íslands haustið 1995. Árið 1997 var hún kjörin í háskólaráð H.Í. og stúdentaráð fyrir Röskvu.

Katrín starfaði innan Samfylkingarinnar frá stofnun hennar og var hún kjörin í framkvæmdarstjórn flokksins á stofnfundi árið 2000. Hún var var fyrsti varaformaður ungra jafnaðarmanna árið 2000 og var hún kjörin formaður Ungra jafnaðarmanna sama ár og sat til ársins 2001.[2] Í lok ársins 2002 fór hún í prófkjör fyrir þingkosningarnar 2003 og náði fjórða sæti flokksins í Suðvesturkjördæmi[1] sem skilaði henni þingsæti 28 ára gamalli.

Þingferill

[breyta | breyta frumkóða]

Katrín sat á þingi frá 2003-2016 fyrir Samfylkinguna. Hún ákvað að segja skilið við stjórnmálin árið 2016 [4]

Katrín kennir sig við jafnaðarstefnuna og berst gegn misskiptingu og fyrir jöfnum tækifærum.[1] Fyrsta þingveturinn sinn lagði hún áherslu á bætta stöðu samkynhneigðra í íslensku samfélagi og kvaðst styðja sambúð og ættleiðingu samkynhneigðra para.[3]

Evrópusambandið

[breyta | breyta frumkóða]

Katrín er hlynnt inngöngu Íslands í Evrópusambandið og studdi aðildarumsóknina þegar hún var borin undir þingið sumarið 2009. Hún sat í stjórn Evrópusamtakanna frá 2000 til 2003 og er yfirlýstur alþjóða- og friðarsinni og byggir stuðning sinn við aðild Ísland að ESB á þeim grunni. Hún barðist gegn því að umsóknin um aðild að ESB yrði dregin til baka vorið 2014 þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lagði fram þingsályktunartillögu þess efnis.

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 DV, Ég er tilbúin í slaginn, Skoðað 27. desember 2014.
  2. 2,0 2,1 2,2 „Æviágrip: Katrín Júlíusdóttir“. Sótt 27. desember 2014.
  3. 3,0 3,1 3,2 DV Sokkalaus á þingi, Skoðað 27. desember 2014.
  4. Katrín Júlíusdóttir hættir á þingi Vísir. Skoðað 14. september, 2016


Fyrirrennari:
Oddný G. Harðardóttir
Fjármálaráðherra
(1. október 201223. maí 2013)
Eftirmaður:
Bjarni Benediktsson
Fyrirrennari:
Össur Skarphéðinsson
Iðnaðarráðherra
(10. maí 20094. september 2012)
Eftirmaður:
enginn