Dómsmálaráðuneyti Íslands
Dómsmálaráðuneytið | |
---|---|
Ráðherra | Jón Gunnarsson |
Ráðuneytisstjóri | Haukur Guðmundsson[1] |
Staðsetning | Sölvhólsgötu 7 101 Reykjavík |
Vefsíða |
Dómsmálaráðuneyti Íslands er eitt af níu ráðuneytum Stjórnarráðs Íslands. Æðsti yfirmaður þess er dómsmálaráðherra.
Frá 2011 til 2017 fór innanríkisráðuneytið með málefni dómsmálaráðuneytisins. Dómsmálaráðuneytið tók til starfa 1. maí 2017.
Málefni ráðuneytisins
[breyta | breyta frumkóða]Dómsmálaráðuneyti fer með mál er varða:[2]
|
|
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Frá því að Ísland fékk Stjórnarráð árið 1904 fóru Ráðherrar Íslands með dóms- og kirkjumál þar til sér ráðherra var skipaður 1917, Jón Magnússon.
Ráðuneytið hét dóms- og kirkjumálaráðuneytið fram til 2009, þá var nafninu breytt yfir í dómsmála- og mannréttindaráðuneytið (2009–2011) og meiri áhersla lögð á verkefni á sviði lýð- og mannréttindamála. Ráðuneytið hélt áfram að sjá um kirkjumál. Auk þess tók ráðuneytið þá við forræði yfir sveitastjórnarkosningum, fasteignamati, neytendamálum, og málum er vörðuð mansal.[3]
Árið 2011 sameinaðist ráðuneytið samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og var þá innanríkisráðuneytið myndað. Innanríkisráðuneytið var svo klofið árið 2017 í dómsmálaráðuneyti og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.
Sjá einnig
[breyta | breyta frumkóða]Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Dómsmálaráðuneytið“. Sótt 2. desember 2017.
- ↑ „Nr. 84/2017 Forsetaúrskurður um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands“. Sótt 2. desember 2017.
- ↑ Vefrit dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins. 2009.