Dómsmálaráðuneyti Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dómsmálaráðuneytið
Ráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Ráðuneytisstjóri Haukur Guðmundsson[1]
Staðsetning Sölvhólsgötu 7
101 Reykjavík
Vefsíða
Dómsmálaráðuneytið og Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Dómsmálaráðuneyti Íslands er eitt af níu ráðuneytum Stjórnarráðs Íslands. Æðsti yfirmaður þess er dómsmálaráðherra.

Frá 2011 til 2017 fór innanríkisráðuneytið með málefni dómsmálaráðuneytisins. Dómsmálaráðuneytið tók til starfa 1. maí 2017.

Málefni ráðuneytisins[breyta | breyta frumkóða]

Dómsmálaráðuneyti fer með mál er varða:[2]

 • Skipulag, rekstur og starfsmannahald ráðuneytisins.
 • Ákæruvald
 • Dómstóla, aðra en félagsdóm
 • Réttarfar
 • Réttaraðstoð
 • Refsirétt
 • Skaðabótarétt og sanngirnisbætur
 • Lögmenn, dómtúlka og skjalaþýðendur, þ.m.t. málefni úrskurðarnefndar lögmanna
 • Birtingu laga og stjórnvaldserinda
 • Eignarrétt og veðrétt
 • Fullnustu refsinga
 • Almannavarnir
 • Leit og björgun
 • Lögreglu og löggæslu
 • Sjómælingar og sjókortagerð
 • Vopnamál
 • Áfengismál, sem ekki heyra undir annað ráðuneyti

 • Mannréttindi og mannréttindasáttmála
 • Sifjarétt
 • Rannsókn á starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn
 • Persónurétt og persónuvernd
 • Erfðarétt, lög um horfna menn og yfirfjárráð, skipti á dánarbúum
 • Kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu
 • Trúmál
 • Persónuskilríki, þ.m.t. vegabréf, önnur en diplómatísk
 • Ríkisborgararétt.
 • Málefni útlendinga, að frátöldum atvinnuleyfum
 • Happdrætti, veðmálastarfsemi, talnagetraunir og almennar fjársafnanir.
 • Sýslumenn og hreppstjóra.
 • Kosningar
 • Málefni sjóða og stofnana sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá
 • Landhelgisgæslu Íslands

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Frá því að Ísland fékk Stjórnarráð árið 1904 fóru Ráðherrar Íslands með dóms- og kirkjumál þar til sér ráðherra var skipaður 1917, Jón Magnússon.

Ráðuneytið hét dóms- og kirkjumálaráðuneytið fram til 2009, þá var nafninu breytt yfir í dóms­mála- og mannréttindaráðuneytið (2009–2011) og meiri áhersla lögð á verkefni á sviði lýð- og mannréttindamála. Ráðuneytið hélt áfram að sjá um kirkjumál. Auk þess tók ráðuneytið þá við forræði yfir sveitastjórnarkosningum, fasteignamati, neytendamálum, og málum er vörðuð mansal.[3]

Árið 2011 sameinaðist ráðuneytið samgöngu- og sveitar­stjórnar­ráðuneytinu og var þá innanríkisráðuneytið myndað. Innanríkisráðuneytið var svo klofið árið 2017 í dómsmálaráðuneyti og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. „Dómsmálaráðuneytið“. Sótt 2. desember 2017.
 2. „Nr. 84/2017 Forsetaúrskurður um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands“. Sótt 2. desember 2017.
 3. Vefrit dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins. 2009.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]