Benedikt Jóhannesson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Benedikt Jóhannesson (f. 4. maí 1955) er stofnandi og fyrrverandi formaður stjórnmálaflokksins Viðreisnar. Benedikt er með doktorsgráðu í tölfræði og stærðfræði og hefur rekið ráðgjafarfyrirtækið Talnakönnun og útgáfufélagið Heimur.[1] Áður en Benedikt stofnaði Viðreisn var hann félagi í Sjálfstæðisflokknum, en sagði sig úr honum árið 2014 vegna ágreinings um afstöðu til Evrópusambandsaðildar, sem Benedikt hafði stutt.[2] Benedikt var kjörinn fyrsti formaður Viðreisnar á stofnfundi flokksins þann 24. maí 2016.[3] Benedikt skipaði fyrsta sæti á lista Viðreisnar í Alþingiskosningunum 2016 í Norðausturkjördæmi.[4]

Benedikt var skipaður fjármálaráðherra árið 2017 og var veitt lausn frá því embætti sama ár.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]