Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti Íslands
Útlit
(Endurbeint frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti Íslands)
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið | |
---|---|
Ráðherra | Sigurður Ingi Jóhannsson |
Ráðuneytisstjóri | Ragnhildur Hjaltadóttir[1] |
Staðsetning | Sölvhólsgötu 7 101 Reykjavík |
Vefsíða |
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti Íslands er eitt af ráðuneytum Stjórnarráðs Íslands. Æðsti yfirmaður ráðuneytisins er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og æðsti embættismaður þess er ráðuneytisstjóri. Ráðuneytið sér um samgöngur, fjarskipti, netöryggi, og sveitarstjórnar- og byggðamál.[2]
Frá 2011 til 2017 fór innanríkisráðuneytið með málefni samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins.
Málefni ráðuneytisins
[breyta | breyta frumkóða]Ráðuneytið fer með þau mál er varða[3]:
- Skipulag samgangna og flutninga á landi, í lofti og á sjó.
- Vegi og vegagerð.
- Umferð og eftirlit með ökutækjum.
- Flug og flugvelli, þ. á m. Keflavíkurflugvöll.
- Siglingar, þ. á m. atvinnuréttindi og lögskráningu sjómanna.
- Vita, hafnir og sjóvarnir.
- Öryggi í samgöngum og slysarannsóknir þeim tengdar.
- Fjarskipti.
- Póstþjónustu.
- Sveitarstjórnarmál, þar á meðal stjórnsýslu og verkefni sveitarfélaga, tekjustofna og fjármál þeirra og mörk sveitarfélaga.
- Byggðamál.
- Almannaskráningu og lögheimili, fasteignaskrá og fasteignamat,
Fyrri heiti
[breyta | breyta frumkóða]- 1904–1917 Málefni undir stjórnarráðinu, ekki var skipaður sér ráðherra.
- 1917–1921 Atvinnu- og samgöngudeild.
- 1921–1947 Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið.
- 1947–2009 Samgönguráðuneytið
- 2009–2011 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið.
- 2011–2017 Ráðuneytið var sameinað dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu og innanríkisráðuneytið stofnað.
- 2017 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið verður aftur til eftir skiptingu innanríkisráðuneytisins í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti og dómsmálaráðuneyti.[4]
Sjá einnig
[breyta | breyta frumkóða]Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Starfsfólk ráðuneytanna“. Sótt 4. desember 2017.
- ↑ Um ráðuneytið. Geymt 20 september 2020 í Wayback Machine Vefsíða Stjórnarráðs Íslands.
- ↑ Forsetaúrskurður um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Stjórnartíðindi. 2017.
- ↑ Sögulegt efni. Geymt 20 september 2020 í Wayback Machine Vefsíða Stjórnarráðs Íslands.