Forseti Alþingis
Forseti Alþingis stýrir fundum Alþingis Íslendinga. Forseti Alþingis fer fyrir handhöfum forsetavalds í forföllum forseta Íslands. Mælt er fyrir um skyldur forseta Alþingis í þingskapalögum. Forseti Alþingis er kosinn af Alþingi.
Birgir Ármannsson er núverandi forseti Alþingis. Hann er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Í fyrstu var Alþingi í Reykjavík einungis ráðgefandi aðili í málefnum Íslands. Árið 1851 var Þjóðfundurinn haldinn í Reykjavík, til hans var kosið sérstaklega. Þó flestir þeirra sem hann sátu hafi verið alþingismenn þá hefur þjóðfundurinn ekki talist til reglulegra fundarhalda Alþingis. Á Þjóðfundinum var Páll Melsteð kjörinn fundarstjóri og Kristján Kristjánsson til vara.
† = Látinn / Látin
Árið 1849 var Árni Helgason kjörinn forseti en hann sagði af sér samstundis fyrir aldurssakir. Jón Sigurðsson kom ekki til þings árin 1855, 1861 og 1863.
Forseti Sameinaðs Alþingis
[breyta | breyta frumkóða]Er Alþingi var samkvæmt stjórnarskrá falið löggjafarvald var því og skipt í tvær málstofur, efri deild og neðri deild. En fundir sameinaðs Alþingis höfðu úrslitavald í þeim málum sem rædd voru á þingi.
Forseti Alþingis
[breyta | breyta frumkóða]Eftir sameiningu Alþingis í eina málstofu var forseta Alþingis falin sú ábyrgð sem forseti Sameinaðs Alþingis hafði áður haft með höndum. Aukaþing eru sett að loknum kosningum.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Forsetar Ráðgjafarþinga af vef Alþingis
- Forsetar Sameinaðs Alþingis af vef Alþingis
- [1] af vef Alþingis
- Lög um þingsköp Alþingis nr. 55 1991 31. maí