1978
Útlit
Árþúsund: | 2. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Árið 1978 (MCMLXXVIII í rómverskum tölum) var 78. ár 20. aldar sem hófst á sunnudegi.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]Janúar
[breyta | breyta frumkóða]- 1. janúar - Bandarísku höfundalögin 1976 tóku gildi.
- 1. janúar - 213 manns fórust, þegar Boeing 747-flugvél sprakk skömmu eftir flugtak í Bombay á Indlandi.
- 5. janúar - Nýlistasafnið var stofnað í Reykjavík.
- 5. janúar - Bülent Ecevit varð forsætisráðherra Tyrklands.
- 6. janúar - Bandaríkin skiluðu Stefánskórónunni til Ungverjalands, en hún hafði verið í Bandaríkjunum frá lokum Síðari heimsstyrjaldar.
- 10. janúar - Leiðtogi andstöðunnar gegn stjórn Somozas í Níkaragva, Pedro Joaquín Chamorro Cardenal, var myrtur.
- 14. janúar - Johnny Rotten hætti í Sex Pistols.
- 18. janúar - Mannréttindadómstóll Evrópu komst að því að breska ríkisstjórnin hefði gerst sek um illa meðferð fanga á Norður-Írlandi, en ekki pyntingar.
- 23. janúar - Svíþjóð bannaði notkun á gasi í þrýstihylkjum, sem talið er að skaði ósonlagið.
- 24. janúar - Sovéski gervihnötturinn Kosmos 954 brann upp í gufuhvolfinu og dreifðist yfir Norðvesturhéruð Kanada.
- 25.-27. janúar - 70 létust í stórhríð í Ohio-dal og við Vötnin miklu.
- 25. janúar - Fyrrverandi borgarstjóri Barselóna, Joaquín Viola, var myrtur.
- 28. janúar - Bandaríski raðmorðinginn Richard Chase var handtekinn.
Febrúar
[breyta | breyta frumkóða]- 1. febrúar - Kvikmyndaleikstjórinn Roman Polanski flúði frá Bandaríkjunum eftir að hafa játað að hafa haft kynmök við 13 ára stúlku.
- 2. febrúar - Listahátíð í Reykjavík var sett. Kvikmyndahátíð í Reykjavík var í fyrsta sinn hluti af hátíðinni.
- 2. febrúar - Dyrhólaey var friðlýst.
- 5. febrúar - Ingemar Stenmark varð heimsmeistari í svigi og stórsvigi í Garmisch-Partenkirchen, Þýskalandi.
- 5.-7. febrúar - Um 100 létust í snjóhríð á Nýja Englandi.
- 11. febrúar - Alþýðulýðveldið Kína aflétti banni á bókum Aristótelesar, William Shakespeare og Charles Dickens.
- 13. febrúar - Sprengjutilræðið við Hilton-hótelið í Sydney: Þrír létust og margir særðust.
- 15. febrúar - Bandaríski raðmorðinginn Ted Bundy náðist í Flórída.
- 15. febrúar - Leon Spinks varð nýr þungavigtarmeistari í hnefaleikum þegar hann sigraði Muhammad Ali í Las Vegas öllum að óvörum.
- 16. febrúar - Fyrsta upplýsingatöflukerfið, CBBS, var sett upp í Chicago.
- 19. febrúar - Egyptalandsher réðist á alþjóðaflugvöllinn í Larnaca á Kýpur til að reyna að hindra flugrán.
- 21. febrúar - Rafveitumenn uppgötvuðu leifar píramídans mikla í Tenochtitlan undir miðri Mexíkóborg.
Mars
[breyta | breyta frumkóða]- 1. mars - Jarðneskum leifum Charlie Chaplin var rænt úr kirkjugarði í Corsier-sur-Vevey í Sviss.
- 2. mars - Skemmtistaðurinn Hollywood var opnaður í Ármúla í Reykjavík.
- 2. mars - Sovéska geimfarið Sojús 28 hélt af stað til geimstöðvarinnar Saljút 6.
- 3. mars - Ródesía gerði árás á Sambíu.
- 6. mars - Bandaríski klámblaðakóngurinn Larry Flint var skotinn í Lawrenceville í Georgíu.
- 11. mars - Palestínskir hryðjuverkamenn réðust á rútu á þjóðvegi 2 í Ísrael og myrtu 38 manns, þar af 13 börn.
- 14. mars - Borgarastyrjöldin í Líbanon: Ísraelsher réðist inn í Suður-Líbanon.
- 15. mars - Stríð Sómalíu og Eþíópíu: Sómalía og Eþíópía undirrituðu friðarsamninga.
- 16. mars - Rauðu herdeildirnar rændu Aldo Moro í Róm. Hann fannst síðar myrtur í farangursgeymslu fólksbifreiðar.
- 16. mars - Olíuskipið Amoco Cadiz steytti á skerjum í Ermarsundi og brotnaði í tvennt með þeim afleiðingum að úr varð eitt alvarlegasta umhverfisslys sögunnar.
- 18. mars - Fyrrum forsætisráðherra Pakistan, Zulfikar Ali Bhutto, var dæmdur til dauða fyrir að hafa fyrirskipað morð á pólitískum andstæðingi.
- 22. mars - Loftfimleikamaðurinn Karl Wallenda lést þegar hann féll af línu sem hann gekk á á milli hótela í San Juan, Púertó Ríkó.
- 28. mars - Íslenski söngvarinn Vilhjálmur Vilhjálmsson lést í umferðarslysi í Lúxemborg.
Apríl
[breyta | breyta frumkóða]- 2. apríl - Bandaríska sjónvarpsþáttaröðin Dallas hóf göngu sína á CBS.
- 8. apríl - Leikskólinn Furugrund hóf starfsemi í Kópavogi.
- 20. apríl - Sænska þingið samþykkti breytingar á erfðalögum sem gerði Viktoríu að krónprinsessu.
- 22. apríl - Ísrael sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu „A-Ba-Ni-Bi“.
- 26. apríl - Kvikmyndasjóður Íslands og Kvikmyndasafn Íslands voru stofnuð.
- 27. apríl - Daoud Khan, forseti Afganistan, var myrtur í valdaráni hersins. Afganska borgarastyrjöldin hófst í kjölfarið.
- 30. apríl - Nur Muhammad Taraki lýsti yfir stofnun Alþýðulýðveldisins Afganistan.
Maí
[breyta | breyta frumkóða]- 1. maí - Sprengjumaðurinn frá Gladsaxe særðist af eigin sprengju í Kaupmannahöfn og var tekinn höndum.
- 1. maí - Japanski ævintýramaðurinn Naomi Uemura komst fyrstur manna einn á Norðurpólinn.
- 4. maí - Kassingablóðbaðið átti sér stað í suðurhluta Angóla.
- 7. maí - Jarðgöng undir Oddsskarð á milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar voru vígð. Göngin eru í um 630 metra hæð og eru um 630 metra löng.
- 9 mai 1978. Eftir margra ára tilraunir tókst Herði Torfasyni, leikara, leikstjóra og söngvaskáldi, að stofna baráttusamtök fyrir réttindum samynhneigðra á Íslandi á heimili sínu í Reykjavík. Þar með var hafin formlega barátta fyrir lagalegum réttindum samkynhneigðra á Íslandi. Fyrsti formaður S´78 var Guðni Baldursson.
- 8. maí - Reinhold Messner (Ítalía) og Peter Habeler (Austurríki) urðu fyrstir til að fara á tind Everestfjalls án súrefnistanka.
- 9. maí - Sundurskotið lík fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, Aldo Moro, fannst í skotti bíls í Róm.
- 12.-13. maí - Hópur málaliða undir stjórn Bob Denard framdi valdarán á Kómoreyjum.
- 17. maí - Líkkista Charlie Chaplin fannst við Genfarvatn.
- 18. maí - Sovéski eðlisfræðingurinn Júrí Orlov var dæmdur til þrælkunarvinnu.
- 25. maí - Fyrsta árás Unabomber átti sér stað í Northwestern University í Illinois.
- 26. maí - Fyrsta löglega spilavítið á austurströnd Bandaríkjanna var opnað í Atlantic City.
- 28. maí - Sveitarstjórnarkosningar voru haldnar á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn missti þann meirihluta sem hann hafði haft í borgarstjórn Reykjavíkur í áratugi í kosningum, en náði honum svo aftur fjórum árum síðar.
Júní
[breyta | breyta frumkóða]- Júní - Tölvuleikurinn Space Invaders kom út í Japan.
- 1. júní - Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1978 hófst í Argentínu.
- 8. júní - Intel sendi frá sér Intel 8086-örgjörvann, fyrsta örgjörvann sem byggði á x86-hönnun.
- 10. júní - Keflavíkurganga á vegum herstöðvaandstæðinga var gengin frá hliði herstöðvarinnar í Keflavík til Reykjavíkur.
- 12. júní - Bandaríski fjöldamorðinginn David Berkowitz („sonur Sams“) var dæmdur í 365 ára fangelsi.
- 15. júní - Hussein Jórdaníukonungur giftist Lisa Halaby sem tók sér nafnið Noor drottning.
- 15. júní - Forseti Ítalíu, Giovanni Leone, sagði af sér eftir að hafa verið bendlaður við Lockheed-hneykslið.
- 16. júní - Kvikmyndin Grease var frumsýnd.
- 19. júní - Fyrsta myndasagan um köttinn Gretti birtist.
- 24. júní - Forseti Arabíska lýðveldisins Jemen, Ahmad al-Ghashmi, var myrtur.
- 25. júní - Alþingiskosningar voru haldnar á Íslandi.
- 25. júní - Argentína varð heimsbikarmeistari í knattspyrnu karla eftir 3-1 sigur á Hollendingum.
- 26. júní - Versalir urðu fyrir miklum skemmdum vegna sprengju sem bretónskir aðskilnaðarsinnar komu fyrir.
Júlí
[breyta | breyta frumkóða]- 7. júlí - Salómonseyjar fengu sjálfstæði frá Bretlandi.
- 11. júlí - Yfir 200 ferðamenn létust þegar tankbíll sprakk á tjaldstæði í Costa Daurada á Spáni.
- 13. júlí - Græningjaflokkurinn var stofnaður í Vestur-Þýskalandi.
- 25. júlí - Fyrsta glasabarn heims, Louise Brown, fæddist í Bretlandi.
- 28. júlí - Regnbogafáninn var notaður í fyrsta sinn í gleðigöngunni San Francisco Pride.
Ágúst
[breyta | breyta frumkóða]- 6. ágúst - Páll 6. páfi lést í Castel Gandolfo.
- 7. ágúst - Kókaínvaldaránið átti sér stað í Hondúras.
- 17. ágúst - Loftbelgurinn Double Eagle II náði til Miserey í Frakklandi og varð þar með fyrsti loftbelgurinn til að fljúga yfir Atlantshaf.
- 18. ágúst - Á eyjunni Cavallo hleypti Viktor Emmanúel af Savoja af skotum á eftir gúmmíbátaþjófum. Eitt skot hafnaði í 19 ára syni þýska auðkýfingsins Ryke Geerd Hamer sem svaf í bát þar nærri með þeim afleiðingum að hann lést. Viktor Emmanúel var síðar sýknaður af ákæru fyrir morð en dæmdur fyrir ólöglegan vopnaburð.
- 22. ágúst - Sandínistar hertóku þinghúsið í Níkaragva.
- 26. ágúst - Albino Luciani varð Jóhannes Páll 1. páfi.
- 31. ágúst - Líbanski trúarleiðtoginn Musa al-Sadr hvarf sporlaust í Líbýu.
September
[breyta | breyta frumkóða]- 1. september - Síðari ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar tók við völdum. Að henni stóðu Framsóknarflokkurinn, Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið. Þessi stjórn sat til 15. október 1979.
- 1. september - Matvælafyrirtækið Sómi var stofnað í Kópavogi.
- 5. september - Camp David-samningurinn var undirritaður af Anwar Sadat og Menachem Begin.
- 8. september - Íransher hóf skothríð á mótmælendur í Teheran með þeim afleiðingum að 122 létust.
- 10. september - Sjóíþróttafélagið Sæfari var stofnað á Ísafirði.
- 11. september - Sænski ökuþórinn Ronnie Peterson lést í árekstri við upphaf keppni í Formúlu 1-kappakstri á Grand Prix Italia.
- 19. september - Fatlaðir fóru í kröfugöngu í Reykjavík og kröfðust jafnréttis. Gangan var skipulögð af Sjálfsbjörgu.
- 20. september - Sænska lögreglan réðist inn í Mullvaden-hverfið í Stokkhólmi sem ungmenni höfðu haldið í eitt ár til að mótmæla niðurrifi húsa.
- 25. september - 144 létust þegar Boeing 727-farþegaþota, PSA flug 182, rakst á litla einkaflugvél og hrapaði við San Diego í Kaliforníu.
- 27. september - August Sabbe, síðasti Skógarbróðirinn í Eistlandi, drukknaði á flótta undan KGB.
- 28. september - Jóhannes Páll 1. páfi lést eftir aðeins 33 daga í embætti.
- 30. september - Fyrsta skráða ferð Ferðafélags Íslands eftir Laugaveginum.
Október
[breyta | breyta frumkóða]- 1. október - Víetnam gerði innrás í Kambódíu.
- 5. október - Thorbjörn Fälldin sagði af sér forsætisráðherraembætti í Svíþjóð.
- 6. október - Ruhollah Khomeini var rekinn frá Írak. Hann flúði til Frakklands.
- 10. október - Daniel arap Moi varð forseti Kenýa.
- 13. október - Sovétstjórn hóf rússneskuvæðingarátak í öllum sovétlýðveldum.
- 13. október - Ola Ullsten varð forsætisráðherra Svíþjóðar.
- 14. október - Heimabruggun bjórs var heimiluð í Bandaríkjunum með lagabreytingu.
- 16. október - Karol Józef Wojtyła varð Jóhannes Páll 2. páfi.
- 20. október - Sydney Gay and Lesbian Mardi Gras fór fram í fyrsta sinn.
- 27. október - Menachem Begin og Anwar Sadat fengu friðarverðlaun Nóbels.
Nóvember
[breyta | breyta frumkóða]- 3. nóvember - Megas hélt fræga tónleika í Menntaskólanum við Hamrahlíð undir heitinu Drög að sjálfsmorði.
- 3. nóvember - Dóminíka fékk sjálfstæði frá Bretlandi.
- 8. nóvember - Friðrik Ólafsson var kjörinn forseti Alþjóða skáksambandsins FIDE og gegndi þeirri stöðu í fjögur ár.
- 11. nóvember - Maumoon Abdul Gayoom varð forseti Maldíveyja.
- 15. nóvember - Áfengisauglýsingar voru bannaðar í Svíþjóð.
- 15. nóvember - Flug Loftleiða LL 001: Farþegaþotan Leifur Eiríksson í eigu Loftleiða fórst í aðflugi á Colombo á Srí Lanka og fórust með henni 197 manns.
- 17. nóvember - Danska þingið samþykkti að Grænland fengi heimastjórn.
- 18. nóvember - Fylgjendur Jim Jones og Peoples Temple frömdu fjöldasjálfsmorð í Jonestown í Gvæjana.
- 19. nóvember - Fyrsta Take Back the Night-gangan fór fram í San Francisco.
- 27. nóvember - Verkamannaflokkur Kúrda (PKK) var stofnaður í Tyrklandi.
Desember
[breyta | breyta frumkóða]- 5. desember - Chris Curry og Hermann Hauser stofnuðu breska tölvufyrirtækið Cambridge Processor Unit Ltd sem síðar varð Acorn Computers.
- 5. desember - Aðildarlönd Evrópubandalagsins, utan Bretland, samþykktu evrópska myntkerfið.
- 6. desember - Spænska stjórnarskráin 1978 kvað á um endurreisn lýðræðis í landinu.
- 11. desember - Lufthansaránið: Sex menn rændu um fimm milljónum dala úr flutningavél á Kennedyflugvelli í New York.
- 15. desember - Kvikmyndin Superman var frumsýnd.
- 22. desember - Bandaríski raðmorðinginn John Wayne Gacy var handtekinn í Chicago.
- 25. desember - Víetnam hóf stórsókn gegn Rauðum kmerum í Kambódíu.
- 27. desember - Ný stjórnarskrá var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu á Spáni.
Ódagsettir atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- Mannréttindavaktin var stofnuð í Bandaríkjunum.
- Hljómsveitin Echo & the Bunnymen var stofnuð í Liverpool.
- Fyrstu bækurnar um Smjattpattana komu út í Bretlandi.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 5. janúar - Emilia Rydberg, sænsk söngkona.
- 7. janúar - Jean Charles de Menezes, brasilískur rafvirki (d. 2005).
- 9. janúar - AJ McLean, bandarískur söngvari (Backstreet Boys).
- 11. janúar - Emile Heskey, enskur knattspyrnumaður.
- 12. janúar - Björn Thors, íslenskur leikari.
- 15. janúar - Eddie Cahill, bandarískur leikari.
- 24. janúar - Kristen Schaal, bandarísk leikkona.
- 24. janúar - Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri Hornafjarðar.
- 28. janúar - Gianluigi Buffon, ítalskur knattspyrnumaður.
- 28. janúar - Jamie Carragher, enskur knattspyrnumaður.
- 28. janúar - Papa Bouba Diop, senegalskur knattspyrnumaður.
- 7. febrúar - Ashton Kutcher, bandarískur leikari.
- 9. febrúar - A.J. Buckley, írskur leikari.
- 16. febrúar - Vala Flosadóttir, íslensk frjálsíþróttakona.
- 26. febrúar - Abdoulaye Diagne-Faye, senegalskur knattspyrnumaður.
- 27. febrúar - James Beattie, enskur knattspyrnumaður.
- 1. mars - Jensen Ackles, bandarískur leikari.
- 10. mars - Benjamin Burnley, bandarískur söngvari, lagasmiður og gítarleikari Breaking Benjamin .
- 11. mars - Didier Drogba, knattspyrnumaður frá Fílabeinsströndinni.
- 11. mars - Albert Luque, spænskur knattspyrnumaður.
- 14. mars - Pieter van den Hoogenband, hollenskur sundmaður.
- 22. mars - Rökkvi Vésteinsson, íslenskur uppistandari.
- 24. mars - Bertrand Gille, franskur handknattleiksmaður.
- 17. apríl - Jordan Hill, bandarísk söngkona.
- 15. maí - David Krumholtz, bandarískur leikari.
- 18. maí - Ricardo Carvalho, portúgalskur knattspyrnumaður.
- 22. maí - Ginnifer Goodwin, bandarísk leikkona.
- 27. maí - Cindy Sampson, kanadísk leikkona.
- 6. júní - Carl Barat, enskur söngvari og gítarleikari (The Libertines).
- 9. júní - Matthew Bellamy, breskur tónlistarmaður (Muse).
- 19. júní - Dirk Nowitzki, þýskur körfuknattleiksmaður.
- 20. júní - Frank Lampard, enskur knattspyrnumaður.
- 29. júní - Håvard Tvedten, norskur handknattleiksmaður.
- 1. júlí - Eiríkur Örn Norðdahl, íslenskur rithöfundur.
- 2. júlí - Jüri Ratas, eistneskur stjórnmálamaður.
- 22. júlí - A.J. Cook, kanadísk leikkona.
- 7. ágúst - Þórdís Björnsdóttir, íslenskt skáld.
- 23. ágúst - Kobe Bryant bandarískur körfuknattleiksmaður.
- 6. september - Foxy Brown, bandarísk tónlistarkona.
- 8. september - Haukur Ingi Guðnason, íslenskur knattspyrnumaður.
- 14. september - Carmen Kass, eistnesk fyrirsæta.
- 15. september - Eiður Smári Guðjohnsen, íslenskur knattspyrnumaður.
- 22. september - Harry Kewell, ástralskur knattspyrnumaður.
- 25. september - Erla Hlynsdóttir, íslensk blaðakona.
- 28. september - Peter Cambor, bandarískur leikari.
- 6. október - Ricky Hatton, breskur boxari.
- 7. október - Sölvi Björn Sigurðsson, íslenskur rithöfundur.
- 7. október - Omar Benson Miller, bandarískur leikari.
- 23. október - Jimmy Bullard, enskur knattspyrnumaður.
- 23. október - Archie Thompson, ástralskur knattspyrnumaður.
- 30. október - Matthew Morrison, bandarískur leikari.
- 27. nóvember - The Streets, breskur rappari.
- 1. desember - Magni Ásgeirsson, íslenskur tónlistarmaður.
- 2. desember - Nelly Furtado, kanadísk söngkona.
- 2. desember - Chris Wolstenholme, enskur bassaleikari (Muse).
- 5. desember - Sovétríkin skrifuðu undir vináttusamning við kommúnistastjórn Afganistan.
- 18. desember - Katie Holmes, bandarísk leikkona.
- 19. desember - Brynjar Már Valdimarsson, íslenskur útvarpsmaður.
- 21. desember - Kevin Federline, bandarískur dansari.
- 28. desember - John Legend, bandarískur tónlistarmaður.
- 28. desember - Jógvan Hansen, færeyskur söngvari.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 13. janúar - Hubert Humphrey, bandarískur stjórnmálamaður (f. 1911).
- 14. janúar - Kurt Gödel, tékkneskur rökfræðingur (f. 1906).
- 11. febrúar - Harry Martinson, sænskur rithöfundur (f. 1904).
- 1. mars - Paul Scott, breskur rithöfundur (f. 1920).
- 7. mars - Svafa Þórleifsdóttir, íslenskur skólastjóri (f. 1886).
- 28. mars - Vilhjálmur Vilhjálmsson, íslenskur söngvari (f. 1945).
- 23. apríl - Jacques Rueff, franskur hagfræðingur og ráðgjafi de Gaulles, hershöfðingja og Frakklandsforseta (f. 1896).
- 25. apríl - Jökull Jakobsson, íslenskur rithöfundur (f. 1933).
- 30. apríl - Haraldur Jónasson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1895).
- 9. maí - Aldo Moro, ítalskur stjórnmálamaður (f. 1916).
- 22. júní - Jens Otto Krag, danskur stjórnmálamaður (f. 1914).
- 6. júlí - Denys Page, breskur fornfræðingur (f. 1908).
- 6. júlí - Joseph Thorson, vesturíslenskur stjórnmálamaður (f. 1889).
- 22. ágúst - Jomo Kenyatta, fyrsti forseti Keníu (f. í kringum 1897).
- 29. ágúst - Loftur Guðmundsson, íslenskur þýðandi (f. 1906).
- 28. september - Jóhannes Páll 1. páfi (f. 1912).
- 15. nóvember - Margaret Mead, bandarískur mannfræðingur (f. 1901).
- 18. nóvember - Pablo Dorado, úrúgvæskur knattspyrnumaður (f. 1908).
- 20. nóvember - Giorgio de Chirico, ítalsk-grískur listmálari (f. 1888).
- 1. desember - Dag Strömbäck, sænskur þjóðfræðingur og textafræðingur (f. 1900).
- 8. desember - Golda Meir, fyrrum forsætisráðherra Ísrael (f. 1898).
- 18. desember - Harold Lasswell, bandarískur stjórnmálafræðingur (f. 1902).
- Eðlisfræði - Pyotr Leonidovich Kapitsa, Arno Allan Penzias, Robert Woodrow Wilson
- Efnafræði - Peter D Mitchell
- Læknisfræði - Werner Arber, Daniel Nathans, Hamilton O. Smith
- Bókmenntir - Isaac Bashevis Singer
- Friðarverðlaun - Mohamed Anwar Al-Sadat og Menachem Begin
- Hagfræði - Herbert Simon
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist 1978.