Fara í innihald

Miðflokkurinn (Ísland)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Miðflokkurinn
Merki flokksins frá 2017
Merki flokksins frá 2017
Fylgi 12,1%¹
Formaður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Stofnár október 2017
Stjórnmálaleg
hugmyndafræði
íhaldsstefna, lýðhyggja
Einkennislitur blágrænn  
Sæti á Alþingi
Listabókstafur M
Vefsíða midflokkurinn.is
¹Fylgi í síðustu Alþingiskosningum

Miðflokkurinn er stjórnmálaflokkur sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stofnaði árið 2017 eftir að hann yfirgaf Framsóknarflokkinn.

Í fyrstu könnun sem mældi fylgi flokksins hlaut hann um 7%.[1] Flokkurinn bauð sig fram í Alþingiskosningunum 2017 og fékk 10,87% atkvæða sem svarar til sjö þingmanna.[2] Flokkurinn fékk níu sveitarstjórnarmenn kjörna í sveitarstjórnarkosningunum 2018. Tveir þingmenn til viðbótar, þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, gengu til liðs við Miðflokkinn í febrúar 2019 eftir að hafa verið reknir úr Flokki fólksins í kjölfar Klaustursmálsins árið 2018.[3] Með inngöngu þeirra í flokkinn varð Miðflokkurinn stærsti þingflokkur í stjórnarandstöðunni. Flokkurinn bauð síðan aftur fram í alþingiskosingunum 2021 og fékk 5,4% fylgi og misstu þeir sex þingmenn, en þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bergþór Ólason og Birgir Þórarinsson voru einu sem komust á þing það árið. Birgir gekk svo til liðs við Sjálfstæðisflokkinn tveimur vikum eftir kosningar. Miðflokkurinn fékk sex sveitarstjórnarmenn kjörna í sveitarstjórnarkosningunum 2022. Árið 2020 ákvað flokkurinn að leggja niður embætti varaformanns og var það gert árið 2021.

Formaður Byrjaði Hætti
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 2017 Enn í embætti

Varaformenn

[breyta | breyta frumkóða]
Varaformaður Byrjaði Hætti
Gunnar Bragi Sveinsson 2018 2021

Kjörfylgi í alþingiskosningum

[breyta | breyta frumkóða]
Kosningar Atkvæði % Þingsæti +/– Sæti Stjórnarþátttaka
2017 21.335 10,9
7 / 63
7 5. Stjórnarandstaða
2021 10.879 5,5
3 / 63
4 8. Stjórnarandstaða
2024 25.700 12,1
8 / 63
5 5. Stjórnarandstaða
  1. MMR: VG stærst - Sigmundur fengi sjö prósent“, RÚV, 28. september 2017.
  2. Öll atkvæði talin“, RÚV, 29. október 2017.
  3. „Ólafur og Karl Gauti í Miðflokkinn“. mbl.is. 22. febrúar 2019. Sótt 22. febrúar 2019.
  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.