28. maí
Útlit
Apr – Maí – Jún | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 | |
2024 Allir dagar |
28. maí er 148. dagur ársins (149. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 217 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 640 - Severínus varð páfi.
- 1262 - Filippus krónprins Frakklands og Ísabella af Aragóníu gengu í hjónaband.
- 1265 - Játvarður prins slapp úr haldi frá Simon de Montfort, jarli af Leicester.
- 1357 - Pétur 1. varð konungur Portúgals.
- 1588 - Flotinn ósigrandi hélt af stað úr höfnum á Spáni og tók stefnu á Ermarsund. Í flotanum voru 130 herskip og á þeim 30.000 menn. Það tók flotann þrjá daga að láta úr höfn vegna þess hve skipin voru mörg.
- 1644 - Fjöldamorðin í Bolton: Jarlinn af Derby nær gjöreyddi bæinn Bolton í Norðvestur-Englandi.
- 1800 - Konungur skipaði svo fyrir að gera skyldi vandaðar mælingar á ströndum Íslands. Mælingar voru gerðar á árunum 1800–1818 og komu kortin út á næstu átta árum.
- 1826 - Pétur 1. Brasilíukeisari sagði af sér sem konungur Portúgals.
- 1871 - Parísarkommúnan féll.
- 1926 - Herinn í Portúgal gerði uppreisn sem markaði endalok lýðræðis í landinu.
- 1932 - Ungmennasambandið Úlfljótur var stofnað í Austur-Skaftafellssýslu.
- 1932 - Síðasta hleðslan var lögð í varnargarð sem skildi fjörðinn Zuiderzee frá Norðursjó og bjó til stöðuvatnið Ijsselmeer.
- 1937 - Neville Chamberlain varð forsætisráðherra Bretlands.
- 1940 - Síðari heimsstyrjöld: Belgar gáfust upp fyrir Þjóðverjum.
- 1967 - Íþróttafélagið Fylkir var stofnað í Reykjavík.
- 1971 - Saltvíkurhátíðin hófst en þar komu saman um tíu þúsund unglingar og skemmtu sér um hvítasunnuna. Hátíðin var kennd við Saltvík á Kjalarnesi.
- 1975 - Fimmtán Vestur-Afríkuríki stofnuðu Efnahagsbandalag Vestur-Afríkuríkja.
- 1977 - Eldur kom upp í næturklúbbnum Beverly Hills Supper Club með þeim afleiðingum að 165 létust.
- 1978 - Sveitarstjórnarkosningar voru haldnar á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn missti þann meirihluta sem hann hafði haft í borgarstjórn Reykjavíkur í áratugi í kosningum, en náði honum svo aftur fjórum árum síðar.
- 1982 - Til Íslands komu flóttamenn frá Póllandi, fimmtán fullorðnir og átta börn. Helmingur hópsins var farinn aftur hálfu ári síðar.
- 1983 - Eldgos hófst í Grímsvötnum í Vatnajökli en stóð stutt. Norræn dagblöð létu í ljós ótta um að Vatnajökull myndi bráðna og að suðausturland Íslands færi í kaf.
- 1986 - Leirbrúðuþátturinn Pingu hóf göngu sína í Sviss.
- 1987 - 18 ára vesturþýskur maður, Mathias Rust, lenti smáflugvél á Rauða torginu í Moskvu án þess að sovésk loftvarnarkerfi yrðu hans vör.
- 1987 - Íslenska fiskeldisfyrirtækið Fiskey var stofnað í Eyjafirði.
- 1991 - Borgarastyrjöldin í Eþíópíu: Skæruliðar EPRDF tóku höfuðborgina, Addis Abeba.
- 1993 - Kvikmyndin Super Mario Bros. var frumsýnd.
- 1994- Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi 1994: Reykjavíkurlistinn sigraði í kosningum til borgarstjórnar í Reykjavík og hratt meirihluta Sjálfstæðisflokksins, sem þá hafði staðið í tólf ár.
- 1998 - Pakistan framkvæmdi Chagai-I-kjarnorkutilraunina og sprengdi 5 kjarnorkusprengjur í Chagai-hæðum. Þetta varð til þess að landið var beitt viðskiptaþvingunum.
- 1999 - Málverkið Síðasta kvöldmáltíðin eftir Leonardo da Vinci var aftur haft til sýnis eftir 22 ára viðgerðir.
- 2008 - Nepalska þingið breytti landinu úr konungsríki í lýðveldi og batt þannig enda á aldalangt einræði.
- 2011 - Skilnaðir urðu löglegir á Möltu.
- 2016 - Real Madrid sigraði Meistaradeild Evrópu í 11. sinn með 5-3 sigri á Atlético de Madrid.
- 2022 - Spænska knattspyrnuliðið Real Madrid sigraði Meistaradeild Evrópu 2022 með 1-0 sigri á Liverpool FC.
- 2022 - Léttlestin í Óðinsvéum hóf starfsemi.
- 2023 - Recep Tayyip Erdoğan var endurkjörinn forseti Tyrklands.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1371 - Jóhann óttalausi (Jóhann 2.), hertogi af Búrgund (d. 1419).
- 1641 (skírður) - Johann Weikhard, slóvenskur kortagerðarmaður (d. 1693).
- 1660 - Georg 1. Bretlandskonungur (d. 1727).
- 1738 - Joseph-Ignace Guillotin, franskur hugvitsmaður (d. 1814).
- 1759 - William Pitt yngri, breskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra (d. 1806).
- 1853 - Carl Larsson, sænskur listmálari (d. 1919).
- 1884 - Edvard Beneš, forseti Tékkóslóvakíu (d. 1948).
- 1908 - Ian Fleming, enskur rithöfundur (d. 1964).
- 1912 - Patrick White, ástralskur rithöfundur (d. 1990).
- 1915 - Joseph Greenberg, bandarískur málfræðingur (d. 2001).
- 1923 - Jónas Árnason, íslenskt leikritaskáld (d. 1998).
- 1938 - Prince Buster, tónlistarmaður frá Jamaíka (d. 2016).
- 1940 - Hiroshi Katayama, japanskur knattspyrnumaður.
- 1944 - Rudy Giuliani, bandarískur stjórnmálamaður.
- 1945 - John Fogerty, bandarískur söngvari.
- 1956 - Francis Joyon, franskur siglingamaður.
- 1958 - Elisabeth Andreassen, norsk söngkona.
- 1960 - Takashi Mizunuma, japanskur knattspyrnumaður.
- 1968 - Kylie Minogue, áströlsk söngkona.
- 1969 - Justin Kirk, bandarískur leikari.
- 1981 - Gábor Talmácsi, ungverskur vélhjólamaður.
- 1983 - Megalyn Echikunwoke, bandarísk leikkona.
- 1985 - Colbie Caillat, bandarísk söngkona.
- 1992 - Gaku Shibasaki, japanskur knattspyrnumaður.
- 1999 - Cameron Boyce, bandarískur leikari (d. 2019).
- 2000 - Phil Foden, enskur knattspyrnumaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1118 - Ísleifur Gissurarson biskup lést í Skálholti.
- 1767 - Maria Josepha af Bæheimi, keisarynja, kona Jósefs 2., lést úr bólusótt (f. 1739).
- 1787 - Leopold Mozart, austurrískt tónskáld (f. 1719).
- 1849 - Anne Brontë, enskur rithöfundur (f. 1820).
- 1862 - Sæunn Jónsdóttir, íslensk vinnukona (f. um 1790).
- 1878 - John Russell, jarl af Russell, breskur stjórnmálamaður (f. 1792).
- 1936 - Bertha Pappenheim, austurrísk kvenréttindakona (f. 1859).
- 1961 - Peter Petersen (Bíó-Petersen), danskur ljósmyndari (f. 1881).
- 1963 - Pétur J.H. Magnússon, íslenskur knattspyrnumaður og formaður Knattspyrnufélagsins Fram (f. 1894).
- 1972 - Játvarður 8. Englandskonungur (f. 1894).
- 1980 - Ian Curtis, söngvari Joy Division (f. 1956).
- 1995 - Gunnar Huseby, íslenskur frjálsíþróttamaður (f. 1923).
- 2010 - Gary Coleman, bandarískur leikari (f. 1968).
- 2012 - Jónas Þorbjarnarson, íslenskt skáld (f. 1960).
- 2014 - Maya Angelou, bandarískur rithöfundur (f. 1928).