4. desember
Útlit
Nóv – Desember – Jan | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 | ||||
2024 Allir dagar |
4. desember er 338. dagur ársins (339. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 27 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 771 - Karlóman 1. af ætt Karlunga dó, Karlamagnús varð þá einn Frankakonungur.
- 1110 - Fyrsta krossferðin: Krossfarar lögðu Sídon undir sig.
- 1214 - Alexander 2. varð konungur Skotlands.
- 1459 - Adolf hertogi af Slésvík dó barnlaus og hertogadæmið gekk til Kristjáns 1. Danakonungs.
- 1563 - Kirkjuþinginu í Trentó lauk.
- 1674 - Jacques Marquette stofnaði trúboðsstöð við Michigan-vatn sem síðar varð borgin Chicago.
- 1791 - Fyrsta tölublað The Observer, fyrsta sunnudagsdagblaðs heims, var gefið út.
- 1844 - Forsetakosningar í Bandaríkjunum: James K. Polk bar sigurorð af Henry Clay.
- 1938 - Golfklúbbur Vestmannaeyja var stofnaður.
- 1954 - Kvikmyndin Salka Valka eftir sögu Halldórs Laxness var frumsýnd í Nýja bíói og Austurbæjarbíói í Reykjavík.
- 1958 - Upp úr slitnaði í samstarfi flokkanna sem mynduðu Hræðslubandalagið.
- 1965 - Fyrsti íþróttaleikurinn fór fram í íþróttahöllinni í Laugardal.
- 1970 - Ríkisstjórn Spánar setti tímabundin herlög í Baskalandi.
- 1971 - Veitingahúsið Glaumbær, sem var einn vinsælasti skemmtistaður í Reykjavík í áratug, gjöreyðilagðist í eldsvoða.
- 1971 - Montreux-spilavítið í Sviss brann til grunna eftir slys sem varð á tónleikum Frank Zappa. Lag Deep Purple, „Smoke on the Water“, fjallar um atvikið.
- 1973 - Í þingkosningum í Danmörku guldu gömlu flokkarnir afhroð og tveir nýir flokkar, Miðjudemókratar og Danski framfaraflokkurinn, fengu þingmenn kjörna.
- 1976 - Jean-Bédel Bokassa útnefndi sjálfan sig Bokassa 1. keisara Mið-Afríkulýðveldisins.
- 1977 - Jean-Bédel Bokassa, var formlega krýndur keisari Mið-Afríkulýðveldisins.
- 1977 - Flugvél frá Malaysian Airline var rænt með þeim afleiðingum að hún hrapaði við þorpið Tanjung Kupang. Allir farþegar og áhöfn létust.
- 1979 - Umsátrinu um stórmoskuna í Mekka lauk eftir blóðuga bardaga.
- 1980 - Hljómsveitin Led Zeppelin sendi frá sér fréttatilkynningu um upplausn sveitarinnar eftir lát trommarans John Bonham.
- 1981 - Stytta af heilagri Barböru var afhjúpuð á messudegi hennar í kapellunni í Kapelluhrauni við Straumsvík.
- 1983 - Sólmyrkvi varð kl. 12:30 GMT. Hann sást vel við miðbaug.
- 1984 - Borgarastyrjöldin á Srí Lanka: Stjórnarherinn myrti yfir 100 manns í bænum Mannar.
- 1991 - Pan Am-flugfélagið hætti starfsemi.
- 1991 - Bandaríski brennuvargurinn John Leonard Orr var handtekinn í Los Angeles.
- 1992 - Bandaríkjaher sendi lið til Sómalíu undir merkjum UNITAF.
- 1993 - Ingólfstorg í miðborg Reykjavíkur var vígt.
- 1998 - Öðrum hluta Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, Unity, var skotið á loft.
- 2006 - Wii-leikjatölvan frá Nintendo var sett á markað.
- 2008 - Kólerufaraldur olli dauða 1200 manns í Simbabve.
- 2013 - Árásirnar í Írak 4. desember 2013: 35 létust í röð árása í Kirkuk í Írak.
- 2015 - 16 létust þegar maður henti sprengju inn á veitingastað í Kaíró í Egyptalandi.
- 2016 - Óháði frambjóðandinn Alexander Van der Bellen sigraði í forsetakosningum í Austurríki.
- 2017 - Borgarastyrjöldin í Jemen: Fyrrum forseti Jemen, Ali Abdullah Saleh, var skotinn til bana af meðlimi Hútífylkingarinnar.
- 2021 - Íslenska landsliðið í hópfimleikum vann gullverðlaun í hópfimleikum kvenna og silfur í hópfimleikum karla á Evrópumótinu í TeamGym í Portúgal.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1612 - Samuel Butler, enskur rithöfundur (d. 1680).
- 1861 - Hannes Hafstein, ráðherra Íslands (d. 1922).
- 1865 - Edith Cavell, ensk hjúkrunarkona (d. 1915)
- 1875 - Rainer Maria Rilke, tékkneskt skáld (d. 1926).
- 1892 - Francisco Franco, einræðisherra Spánar (d. 1975).
- 1916 - Sigurður Ólafsson, íslenskur söngvari (d. 1993).
- 1920 - Ásgerður Búadóttir, íslensk myndlistarkona (d. 2014).
- 1926 - Shigeo Sugimoto, japanskur knattspyrnumaður (d. 2002).
- 1940 - Freddy Cannon, bandarískur söngvari.
- 1949 - Jeff Bridges, bandarískur leikari.
- 1965 - Ulf Kirsten, þýskur knattspyrnumaður.
- 1969 - Jay-Z, bandarískur rappari.
- 1973 - Tyra Banks, bandarísk fyrirsæta og leikkona.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 771 - Karlóman 1., Frankakonungur (f. 751).
- 1131 - Omar Khayyám, persneskt skáld (f. 1048).
- 1214 - Vilhjálmur ljón, Skotakonungur (f. um 1143).
- 1270 - Teóbald 2., konungur Navarra (f. um 1238).
- 1334 - Jóhannes 22. páfi (f. 1249).
- 1637 - Nicholas Ferrar, enskur athafnamaður og trúarleiðtogi (f. 1592).
- 1642 - Richelieu kardináli (f. 1585).
- 1679 - Thomas Hobbes, enskur heimspekingur (f. 1588).
- 1680 - Thomas Bartholin, danskur læknir (f. 1616).
- 1696 - Meishō, keisaraynja Japans (f. 1624).
- 1828 - Robert Jenkinson, jarl af Liverpool, breskur stjórnmálamaður (f. 1770).
- 1857 - Þorleifur Repp, fræðimaður og þýðandi (f. 1794).
- 1867 - Helgi G. Thordersen, íslenskur biskup (f. 1794).
- 1937 - Elín Briem, íslenskur skólastjóri (f. 1856).
- 1975 - Hannah Arendt, þýskur heimspekingur (f. 1906).
- 1976 - Benjamin Britten, breskt tónskáld (f. 1913).
- 1993 - Frank Zappa, bandarískur tónlistarmaður (f. 1940).
- 2011 - Socrates, brasilískur knattspyrnumaður (f. 1954).
- 2016 - Jón Guðmundur Hvammdal Guðlaugsson, íslenskur frjálsíþróttamaður (f. 1926).
- 2017 - Ali Abdullah Saleh, forseti Jemen (f. 1947).