Sigurður Eggerz
Sigurður Eggerz (fæddur 1. mars 1875 á Borðeyri, dáinn 16. nóvember 1945) var íslenskur lögfræðingur, stjórnmálamaður, bankastjóri, rithöfundur, ljóðskáld og leikskáld. Hann var forsætisráðherra Íslands 21. júlí 1914 til 4. maí 1915, og frá 7. mars 1922 til 22. mars 1924. Hann var alþingismaður 1911-1915, 1916-1926 og 1927-1931, fjármálaráðherra 1917-1920 og var einn af stofnendum Sjálfstæðisflokksins árið 1929. Sigurður var bankastjóri Íslandsbanka frá 1924-1930.
Hann útskrifaðist úr lagadeild Háskólans í Kaupmannarhöfn 1903.
Sigurður sóttist eftir borgarstjóraembættinu í Reykjavík árið 1920, en tapaði í almennum kosningum fyrir Knud Zimsen. Er það í eina skiptið sem kosið hefur verið í embætti borgarstjóra með þeim hætti.
Sigurður er höfundur ljóðsins „Alfaðir ræður“ sem Sigvaldi Kaldalóns samdi lag við.
Leikverk
[breyta | breyta frumkóða]- Pála (1942)
- Líkkistusmiðurinn (1938)
- Það logar yfir jöklinum (1937)
- Í sortanum (1932)
Fyrirrennari: Hannes Hafstein |
|
Eftirmaður: Einar Arnórsson | |||
Fyrirrennari: Jón Magnússon |
|
Eftirmaður: Jón Magnússon |