Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (f. 30. nóvember 1990(1990-11-30)) er íslenskur lögfræðingur, ritari Sjálfstæðisflokksins og 4. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður. Fór hún fram gegn sitjandi ritara flokksins Guðlaugi Þór Þórðarsyni á landsfundi flokksins 2016, Guðlaugur dróg í framhaldi framboð sitt til baka. Áslaug tók þátt í sameiginlegu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 3. september 2016, þar sem hún lenti í 4. sæti á lista fyrir alþingiskosningar 2016.

Áslaug Arna skipaði 2. sætið hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavíkurkjördæmi norður í alþingiskosningunum 2016. Hún var formaður allsherjar- og menntamálanefndar eftir að hún var kosin á þing. Áslaug var yngsti þingmaður sem var kjörinn á þing í alþingiskosningunum 2016.

Áslaug skipaði sama sæti hjá Sjálfstæðisflokknum í alþingiskosningunum 2017.