2023
Árþúsund: | 3. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Árið 2023 (MMXXIII í rómverskum tölum) er í gregoríanska tímatalinu almennt ár sem byrjar á sunnudegi.
Atburðir[breyta | breyta frumkóða]
Janúar[breyta | breyta frumkóða]
- 1. janúar: Króatía tók upp evru og gekk í Schengen-samstarfið.
- 1. janúar: Luiz Inácio Lula da Silva tók við embætti forseta Brasilíu.
- 8. janúar: Stuðningsmenn fyrrum forseta Brasilíu, Jairs Bolsonaro, réðust á þinghúsið, forsetahöllina og hæstaréttinn í höfuðborginni Brasilíu til að mótmæla embættistöku nýja forsetans Luiz Inácio Lula da Silva.
- 12.-29. janúar: Heimsmeistaramótið í handknattleik karla 2023 var haldið í Póllandi og Svíþjóð.
Febrúar[breyta | breyta frumkóða]
- 6. febrúar: Tugþúsundir létust í Tyrklandi og Sýrlandi eftir jarðskjálfta upp á 7,8 í suðaustur-Tyrklandi.
- 8. febrúar: LeBron James verður stigahæsti leikmaður NBA frá upphafi.
Mars[breyta | breyta frumkóða]
- 4. mars: Diljá Pétursdóttir sigrar Söngvakeppni Sjónvarpsins og verður fulltrúi Íslands í Eurovision.
- 17. mars: Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn gaf út handtökuskipun á hendur Vladímír Pútín, forseta Rússlands.
- 23. mars: Ríkislögreglustjóri aflýsti óvissustigi vegna COVID-19 á Íslandi.
- 31. mars: Dagblaðið Fréttablaðið og sjónvarpsstöðin Hringbraut hættu starfsemi.
Apríl[breyta | breyta frumkóða]
- 4. apríl: Finnland gekk formlega í Nató.
- 15. apríl: Átök brutust út meðal fylkinga hershöfðingja í Súdan með þeim afleiðingum að hundruðir létust.
- 20. apríl: Edda (Hús íslenskra fræða) var opnað almenningi.
- 24. apríl - Sameinuðu þjóðirnar áætluðu að Indland væri orðið fjölmennasta land heims, en Kína hafði verið álitið fjölmennasta landið að minnsta kosti frá 1950.
Maí[breyta | breyta frumkóða]
- 6. maí - Karl 3. Bretakonungur var krýndur.
- 9. maí - 13. maí: Eurovision-keppnin var haldin í Liverpool.
- 10. maí: Tveir meðlimir rússneska aðgerðahópsins Pussy Riot hljóta íslenskan ríkisborgararétt.
- 16. maí - 17. maí: Leiðtogafundur Evrópuráðsins var haldinn í Hörpu.
- 19. maí - Flugfélagið Niceair varð gjaldþrota.
Dáin[breyta | breyta frumkóða]
- 1. janúar – Lise Nørgaard, dönsk blaðakona og rithöfundur (f. 1917).
- 6. janúar – Gianluca Vialli, ítalskur knattspyrnumaður og knattspyrnustjóri (f. 1964).
- 10. janúar – Konstantín 2. Grikkjakonungur (f. 1940).
- 16. janúar – Gina Lollobrigida, ítölsk leikkona, ljósmyndari og stjórnmálakona (f. 1927).
- 18. janúar – David Crosby, bandarískur tónlistarmaður (f. 1941).
- 5. febrúar – Pervez Musharraf, fyrrum forseti Pakistans (f. 1943).
- 8. febrúar - Burt Bacharach, bandarískur lagasmiður og tónlistarmaður (f. 1928).
- 3. mars - Kenzaburo Oe, japanskur nóbelsverðlaunarithöfundur.
- 5. mars - Jóhannes Nordal, hagfræðingur og seðlabankastjóri.
- 5. apríl - Sigurlaug Bjarnadóttir frá Vigur fv. alþingismaður og menntaskólakennari (f. 1926).
- 13. apríl - Árni Tryggvason, leikari (f. 1924)
- 25. apríl - Harry Belafonte, bandarískur söngvari (f. 1927)
- 27. apríl - Ólafur G. Einarsson, alþingismaður og menntamálaráðherra. (f. 1932)
- 9. maí - Anna Kolbrún Árnadóttir, íslensk þingkona (f. 1970).
- 14. maí - Garðar Cortes, íslenskur óperusöngvari (f. 1940).
- 24. maí - Tina Turner, bandarísk söngkona.