14. september
Útlit
Ágú – September – Okt | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | |||||
2024 Allir dagar |
14. september er 257. dagur ársins (258. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 108 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 81 - Dómitíanus var hylltur sem Rómarkeisari.
- 1544 - Enskur her undir stjórn Hinriks 8. náði Boulogne á sitt vald.
- 1625 - Katla gaus með þeim afleiðingum að 25 bæir fóru í eyði.
- 1752 - Gregoríska tímatalið var innleitt í Bretaveldi.
- 1812 - Napóleon Bonaparte tók Moskvu án andspyrnu. Rússneski herinn kveikti í borginni á undanhaldinu.
- 1848 - Dómkirkjan í Reykjavík var vígð öðru sinni eftir gagngerar endurbætur. Hún var fyrst vígð 6. nóvember 1796.
- 1890 - Fyrsta krossgátan birtist í ítalska tímaritinu Il Secolo Illustrato della Domenica.
- 1891 - Vítaspyrnur voru teknar upp í knattspyrnuleikjum. Fyrsta spyrnan var skoruð af John Heath fyrir Wolverhampton Wanderers.
- 1901 - Theodore Roosevelt tók við embætti forseta Bandaríkjanna eftir morðið á William McKinley.
- 1911 - Pjotr Stolypin, forsætisráðherra Rússlands, var skotinn af byltingarmanninum Dmítrí Bogrov í óperuhúsinu í Kænugarði. Hann lést fjórum dögum síðar úr sárum sínum.
- 1944 - Marlene Dietrich hélt sýningu í Tripoli í Reykjavík ásamt leikflokki úr ameríska hernum.
- 1946 - Færeyingar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu að lýsa yfir sjálfstæði. Yfirlýsingunni var síðan hafnað af Dönum.
- 1950 - Farþegaflugvélin Geysir brotlenti á Bárðarbungu á Vatnajökli og komst áhöfnin, sex manns, öll af. Vélin var á leið frá Lúxemborg til Reykjavíkur og fannst hún ekki fyrr en eftir fjóra daga.
- 1958 - Tennis- og badmintonfélag Vestmannaeyja var stofnað.
- 1965 - Hljómsveitin The Kinks kom til Íslands og hélt átta tónleika á fjórum dögum í Austurbæjarbíói, alltaf fyrir fullu húsi.
- 1979 - Forseti Afganistan, Nour Mohammad Taraki, var myrtur að undirlagi Hafizullah Amin.
- 1982 - Forseti Líbanon, Bachir Gemayel, var myrtur.
- 1984 - P. W. Botha tók við embætti forseta Suður-Afríku.
- 1986 - Í tilefni af hundrað ára afmæli Sigurðar Nordal var sett á laggirnar stofnun sem ber nafn hans. Sigurður var prófessor í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands.
- 1986 - Pólitískir fangar í Póllandi fengu sakaruppgjöf.
- 1988 - Fellibylurinn Gilbert kom upp að Júkatanskaga. Yfir 200 manns fórust í Mexíkó vegna hans.
- 1996 - Vestfjarðagöng milli Ísafjarðar, Önundarfjarðar og Súgandafjarðar á Vestfjörðum voru vígð.
- 1999 - Kíribatí, Nárú og Tonga gerðust aðilar að Sameinuðu þjóðunum.
- 2001 - Leikjatölvan GameCube kom á markað í Japan.
- 2003 - Íbúar Eistlands samþykktu aðild að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 2003 - Ráðherrafundi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar lauk án árangurs í Cancun.
- 2007 - Japanska geimfarinu SELENE var skotið á braut um Tunglið.
- 2008 - Fyrsta bókin í bókaröðinni um Hungurleikana kom út í Bandaríkjunum.
- 2015 - Vísindamönnum í bandarísku rannsóknarstofnuninni LIGO tókst í fyrsta sinn að greina þyngdarbylgjur.
- 2019 – Drónaárás var gerð á tvær olíuhreinsistöðvar Aramco í Abqaiq og Khurais í Sádi-Arabíu. Hútífylkingin lýsti ábyrgð á hendur sér.
- 2020 - Konunglega breska stjörnufræðifélagið tilkynnti fund fosfíns á Venus sem er talið góð vísbending um líf.
- 2020 - Vel varðveittar leifar hellabjörns sem var uppi fyrir 22.000 til 39.500 árum fundust í sífrera í Síberíu.
- 2021 – Kosið var í Kaliforníu um það hvort Gavin Newsom fylkisstjóra yrði vikið úr embætti. Rúmur meirihluti kaus að leyfa Newsom að sitja áfram.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1605 - Brynjólfur Sveinsson, síðar biskup í Skálholti (d. 1675).
- 1725 - Niels Ryberg, danskur stórkaupmaður (d. 1804).
- 1769 - Alexander von Humboldt, prússneskur vísindamaður (d. 1859).
- 1849 - Ívan Petrovítsj Pavlov, rússneskur vísindamaður (d. 1936).
- 1864 - Robert Cecil, vísigreifi af Chelwood, breskur stjórnmálamaður (d. 1958).
- 1879 - Margaret Sanger, bandarísk kvenréttindakona og hjúkrunarfræðingur (d. 1966).
- 1886 - Sigurður Nordal, rithöfundur og fræðimaður (d. 1974).
- 1888 - Hallgrímur Hallgrímsson, íslenskur sagnfræðingur (d. 1945).
- 1907 - Solomon Asch, bandarískur sálfræðingur (d. 1996).
- 1915 - Guðmundur Vigfússon, reykvískur bæjarfulltrúi (d. 1983).
- 1925 - Gísli Jónsson, íslenskur íslenskufræðingur (d. 2001).
- 1933 - Jökull Jakobsson, íslenskt leikritaskáld (d. 1978).
- 1937 - Renzo Piano, ítalskur arkitekt.
- 1944 - Günter Netzer, þýskur knattspyrnumaður.
- 1953 - Robert Wisdom, bandarískur leikari.
- 1965 - Dímítrí Medvedev, Rússlandsforseti.
- 1970 - Ketanji Brown Jackson, bandarískur dómari.
- 1973 - Nas (Nasir Jones), bandarískur tónlistarmaður og rappari.
- 1974 - Argel Fucks, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1978 - Carmen Kass, eistnesk fyrirsæta.
- 1980 - Ivan Radeljić, bosnískur knattspyrnumaður.
- 1983 - Amy Winehouse, bresk söngkona (d. 2011).
- 1986 - Hallbera Guðný Gísladóttir, íslensk knattspyrnukona.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 891 - Stefán 5. páfi.
- 1321(?) - Dante Alighieri, ítalskt skáld (f. 1265).
- 1388 - Claudius Clavus, danskur kortagerðarmaður.
- 1523 - Hadríanus 6. páfi.
- 1704 - Skúli Þorláksson rektor á Hólum (f. 1635).
- 1836 - Aaron Burr, varaforseti Bandaríkjanna (f. 1756).
- 1852 - Arthur Wellesley, hertogi af Wellington, hershöfðingi og forsætisráðherra Bretlands (f. 1769).
- 1901 - William McKinley, Bandaríkjaforseti, myrtur (f. 1843).
- 1970 - Rudolf Carnap, þýskur heimspekingur (f. 1891).
- 1977 - Shogo Kamo, japanskur knattspyrnumaður (f. 1915).
- 1982 - Kristján Eldjárn, 3. forseti Íslands (f. 1916).
- 1982 - Grace Kelly, bandarísk leikkona og furstynja (f. 1929).
- 2004 - John Seymour, enskur búfræðingur (f. 1914).
- 2009 - Patrick Swayze, bandarískur leikari, dansari og lagahöfundur (f. 1952).
- 2011 - Rudolf Mössbauer, þýskur eðlisfræðingur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1929).
- 2023 - Bjarni Felixson, íslenskur knattspyrnumaður og íþróttafréttamaður.