Jón Gunnarsson
Jón Gunnarsson (JónG) | |
Fæðingardagur: | 21. september 1956 |
---|---|
Fæðingarstaður: | Reykjavík |
12. þingmaður Suðvesturkjördæmis | |
Flokkur: | ![]() |
Nefndir: | Félags- og tryggingamálanefnd, sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd, viðskiptanefnd og Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins |
Þingsetutímabil | |
2007-2009 | í Suðvest. fyrir Sjálfst. ✽ |
2009-2013 | í Suðvest. fyrir Sjálfstfl. |
2013-2016 | í Suðvest. fyrir Sjálfstfl. ✽ |
2017- | í Suðvest. fyrir Sjálfstfl. ✽ |
✽ = stjórnarsinni | |
Tenglar | |
Æviágrip á vef Alþingis |
Jón Gunnarsson (f. 21. september 1956 í Reykjavík) er þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi og núverandi dómsmálaráðherra Íslands.[1] Hann er var áður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Hann var kjörinn ritari Sjálfstæðisflokksins þann 14. september árið 2019.[2]
Í apríl árið 2022 sætti íslenska lögreglan, sem þá heyrði undir ráðuneyti Jóns sem dómsmálaráðherra, ásökunum um kynþáttahyggju vegna meintrar kynþáttamiðaðrar löggæslu. Ásakanirnar voru bornar fram í tengslum við mál drengs sem var tvívegis stöðvaður af vopnuðum lögregluþjónum í misgripum fyrir strokufanga sem hann þótti líkjast.[3][4] Jón Gunnarsson hafnaði alfarið ásökunum um að kynþáttahyggja og fordómar viðgengjust innan lögreglunnar, en kvaðst samt harma upplifun drengsins.[3]
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ „Nýr stjórnarsáttmáli og breytt ráðuneyti“. RÚV. 28. nóvember 2021. Sótt 5. desember 2021.
- ↑ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir (14. september 2019). „Jón Gunnarsson nýr ritari Sjálfstæðisflokksins“. Vísir. Sótt 14. september 2019.
- ↑ 3,0 3,1 Óttar Kolbeinsson Proppé, Kristín Ólafsdóttir. „Hafnar því að rasismi grasseri innan lögreglunnar - Vísir“. visir.is . Sótt 24. apríl 2022.
- ↑ Fontaine, Andie Sophia (22. apríl 2022). „From Iceland — Fugitive Found, Police Will Review Tactics, Parliament Seeks Answers“. The Reykjavik Grapevine (enska). Sótt 23. apríl 2022.