Fara í innihald

Árni Páll Árnason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Árni Páll Árnason (ÁPÁ)
Árni Páll árið 2024.
Félags- og tryggingamálaráðherra
Í embætti
10. maí 2009 – 2. september 2010
ForsætisráðherraJóhanna Sigurðardóttir
ForveriÁsta R. Jóhannesdóttir
EftirmaðurGuðbjartur Hannesson
Efnahags- og viðskiptaráðherra
Í embætti
31. desember 2011 – 2. september 2010
ForsætisráðherraJóhanna Sigurðardóttir
ForveriGylfi Magnússon
EftirmaðurSteingrímur J. Sigfússon
Formaður Samfylkingarinnar
Í embætti
2. febrúar 2013 – 3. júní 2016
ForveriJóhanna Sigurðardóttir
EftirmaðurOddný G. Harðardóttir
Varaforseti Eftirlitsstofnunar EFTA
Núverandi
Tók við embætti
1. janúar 2022
Persónulegar upplýsingar
Fæddur23. maí 1966 (1966-05-23) (58 ára)
Reykjavík, Íslandi
StjórnmálaflokkurSamfylkingin
MenntunMenntaskólinn við Hamrahlíð (1985)

Háskóli Íslands (1991) Collège d’Europe (1991-1992)

Harvard Law School European University Institute (1999)

Árni Páll Árnason (f. 23. maí 1966) er íslenskur stjórnmálamaður og viðskiptamaður sem að er sitjandi varaforseti Eftirlitsstofnunar EFTA frá 2022. Árni Páll sat á Alþingi fyrir Samfylkinguna frá 2007 til 2016 fyrir Suðvesturkjördæmi. Á þeim árum var hann Félags- og tryggingarmálaráðherra frá 2009 til 2010 og Efnahags- og viðskiptaráðherra frá 2010 til 2011. Hann var formaður Samfylkingarinnar frá 2013 til 2016.

Menntun og fyrri störf

[breyta | breyta frumkóða]

Árni Páll lauk stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1985 og lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1991. Hann stundaði nám í Evrópurétti við Collège d’Europe í Brugge í Belgíu 1991-1992, í Evrópurétti við Harvard Law School / European University Institute í Flórens 1999. Árni Páll varð héraðsdómslögmaður 1997.

Hann var ráðgjafi utanríkisráðherra í Evrópumálum 1992-1994, deildarsérfræðingur á viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins 1994 og lögfræðingur varnarmálaskrifstofu 1994-1995. Hann starfaði sem lögmaður með eigin rekstur og ráðgjafi 1998-2007.

Eftir að stjórnmálaferli Árna Páls lauk starfaði hann sem varaframkvæmdastjóri Uppbyggingasjóðs EES frá 2018 til 2021 og sem varaforseti ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, frá 2022.

Stjórnmálaferill

[breyta | breyta frumkóða]

Árni Páll sat á þingi fyrir Samfylkinguna í Suðvesturkjördæmi frá árinu 2007 til 2016. Árni Páll datt út af þingi í kosningunum árið 2016 þegar Samfylkingin hlaut afhroð með 5,7% atkvæða og aðeins þrjá þingmenn inn.

Ráðherraferill

[breyta | breyta frumkóða]

Árni Páll var oft sagður vera nokkuð hægrisinnaður vinstrimaður og lagði hann áherslu á erlendar fjárfestingar og Landsvirkjun í ráðherratíð sinni.[1] Árni Páll gegndi embætti félags- og tryggingamálaráðherra frá 2009 til 2010 og embætti efnahags- og viðskiptaráðherra frá 2010 til 2011. Árni Páll lét af embætti í desember 2011 þegar að ákveðið var að leggja niður ráðuneyti hans.[2]

Árni Páll árið 2008.

Formaður Samfylkingarnar

[breyta | breyta frumkóða]

Árni Páll var kjörinn formaður Samfylkingarinnar í febrúar 2013, og hafði betur með 62,2% gegn Guðbjarti Hannessyni í kjörinu, sem allir flokksmenn í Samfylkingunni gátu tekið þátt í með netkosningu. Árni Páll leiddi flokkinn í gegnum kosningarnar 2013 þar sem að flokkurinn hlaut 12,9% og missti 16,9% frá kosningunum 2009. Árni Páll sóttist eftir að halda áfram sem formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins 2016 en hætti síðan við í maí 2016. Oddný G. Harðardóttir tók við af Árna sem formaður flokksins þann 3. júní 2016.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Hauksson, Hafsteinn (30. desember 2011). „Árni Páll hættir eftir 485 daga í embætti og Jón 965 daga - Vísir“. visir.is. Sótt 9 ágúst 2024.
  2. „Árni Páll sagður vera á útleið“. www.mbl.is. Sótt 9 ágúst 2024.


Fyrirrennari:
Jóhanna Sigurðardóttir
Formaður Samfylkingarinnar
(2. febrúar 20133. júní 2016)
Eftirmaður:
Oddný G. Harðardóttir
Fyrirrennari:
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
Félags- og tryggingamálaráðherra
(10. maí 20092. september 2010)
Eftirmaður:
Guðbjartur Hannesson
Fyrirrennari:
Gylfi Magnússon
Efnahags- og viðskiptaráðherra
(2. september 201031. desember 2011)
Eftirmaður:
Steingrímur J. Sigfússon


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.