24. mars
24. mars er 83. dagur ársins (84. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 282 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir[breyta | breyta frumkóða]
- 1401 - Timur Lenk, höfðingi Mongóla, lagði undir sig Damaskus.
- 1548 - Gissur Einarsson biskup í Skálholti lést. Hann var fyrsti lútherski biskupinn á Íslandi.
- 1603 - Jakob 6. Skotakonungur varð jafnframt Jakob 1. Englandskonungur og var þar með komið á konungssambandi á milli landanna tveggja. Jakob var sonur Skotadrottningar, sem Elísabet 1. Englandsdrottning hafði í haldi og lét hálshöggva vegna þátttöku í samsæri um að velta henni úr sessi.
- 1931 - Fluglínutæki notuð í fyrsta skipti til björgunar á Íslandi. Slysavarnadeildin Þorbjörn bjargaði 38 manna áhöfn franska togarans Cap Fagnet frá Fécamp þegar hann strandaði í slæmu veðri við bæinn Hraun austan Grindavíkur aðfaranótt 24. mars.
- 1958 - Saud, konungur Sádí-Arabíu, veitti Faisal bróður sínum aukin völd til þess að stemma stigu við versnandi afkomu ríkisins.
- 1959 - Reglugerð var sett um stefnuljós á bifreiðum og önnur um umferðarmerki.
- 1973 - Kjarvalsstaðir á Miklatúni í Reykjavík voru formlega opnaðir með stórri sýningu á verkum Jóhannesar S. Kjarvals listmálara.
- 1974 - Varðskipið Týr kom til landsins.
- 1976 - Argentínski herinn steypti Ísabellu Perón af stóli.
- 1987 - Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra var sakaður um að vantelja greiðslur til sín frá Hafskipum og sagði af sér þess vegna. Eftir það stofnaði hann Borgaraflokkinn, sem náði nokkru fylgi í kosningum mánuði síðar.
- 1999 - NATO varpaði sprengjum á skotmörk í Júgóslavíu.
- 2003 - Arababandalagið samþykkti ályktun um að herir Bandaríkjanna og Breta yfirgæfu Írak tafarlaust.
- 2008 - Fyrstu lýðræðislegu kosningarnar í Bútan voru haldnar.
Fædd[breyta | breyta frumkóða]
- 1874 - Luigi Einaudi, ítalskur hagfræðingur (d. 1961)
- 1910 - Clyde Barrow, bandarískur glæpamaður (d. 1934)
- 1926 - Dario Fo, ítalskur rithöfundur.
- 1970 - Lara Flynn Boyle, bandarísk leikkona
Dáin[breyta | breyta frumkóða]
- 1603 - Elísabet 1. Englandsdrottning (f. 1533).
- 1844 - Bertel Thorvaldsen, myndhöggvari (f. 1770).