Fara í innihald

Jónína Bjartmarz

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jónína Bjartmarz

Jónína Bjartmarz (f. 23. desember 1952) er fyrrverandi ráðherra og alþingismaður Framsóknarflokksins. Jónína var umhverfisráðherra frá 15. júní 2006 til 24. maí 2007 og alþingismaður Framsóknarflokksins í Reykjavík á árunum 2000-2007. Hún féll af þingi vegna lélegrar útkomu flokksins á landsvísu í Alþingiskosningunum 12. maí 2007.

Jónína lauk stúdentsprófi frá KHÍ 1974, starfaði sem skrifstofustjóri Lögmannafélags Íslands 1978-1981 og lauk lögfræðiprófi frá 1981. Jónína var fulltrúi hjá bæjarfógeta Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Seltjarnarness og sýslumannsins í Kjósarsýslu 1981. Fulltrúi hjá yfirborgarfógeta Reykjavíkur 1982 og hjá bæjarfógeta Ísafjarðar og sýslumanni Ísafjarðarsýslu 1982-1984. Loks fulltrúi á Lögfræðiskrifstofu Páls Arnórs Pálssonar hrl. og Stefáns Pálssonar hrl. 1984-1985. Hún stofnaði Lögfræðistofuna sf. árið 1985 ásamt eiginmanni sínum Pétri Þór Sigurðssyni, hæstaréttarlögmanni, þau eiga tvo syni. Jónína sat á þingi frá afsögn Finns Ingólfssonar í árslok 1999 til ársins 2007.

Jónína var formaður Heimilis og skóla, landssamtaka foreldra 1996-2004 og formaður Félags kvenna í atvinnurekstri 1999-2001.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]


Fyrirrennari:
Sigríður Anna Þórðardóttir
Umhverfisráðherra
(15. júní 200624. maí 2007)
Eftirmaður:
Þórunn Sveinbjarnardóttir


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.