Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG)
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Fæðingardagur: 12. mars 1975 (1975-03-12) (40 ára)
Fæðingarstaður: Reykjavík
1. þingmaður Norðausturkjördæmis
Flokkur: Merki Framsóknar Framsóknarflokkurinn
Þingsetutímabil
2009-2013 í Rvk. n. fyrir Framsfl.
2013- í Norðaust. fyrir Framsfl.
= stjórnarsinni
Embætti
2009- Formaður Framsóknarflokksins
2013- Forsætisráðherra
2014- Dómsmálaráðherra
Tenglar
Æviágrip á vef AlþingisVefsíða

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (fæddur í Reykjavík 12. mars 1975) er íslenskur stjórnmálamaður, forsætisráðherra núverandi ríkisstjórnar Íslands, formaður Framsóknarflokksins og 1. þingmaður Norðausturkjördæmis.

Menntun og fyrri störf[breyta | breyta frumkóða]

Sigmundur Davíð lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1995 og B.S. prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 2005. [1] Sigmundur lagði stund á hlutanám í fjölmiðlafræði samhliða háskólanámi.

Þaðan lá leið hans í skiptinám við Plekhanov háskóla í Moskvu og alþjóðasamskiptum og opinberri stjórnsýslu við stjórnmálafræðideild Kaupmannahafnarháskóla. Einnig lagði hann stund á nám í Oxford-háskóla með áherslu á tengsl hagrænnar þróunar og skipulagsmála. Sigmundur lauk engri gráðu eftir veru sína í erlendum háskólum. [2]

Sigmundur Davíð hlaut Chevening-styrk árið 2004 til náms í Bretlandi. Átta Íslendingar hlutu styrkinn. [3] Styrkurinn er veittur árlega af breska utanríkisráðuneytinu til styrkþega utan ESB og Bandaríkjanna. Skólaárið 2015-2016 munu yfir 600 manns hljóta styrkinn. [4]

Sigmundur Davíð starfaði sem blaðamaður og sem fréttamaður og þáttastjórnandi á RÚV með námi 2000-2007. Þá var hann forseti Nordiska Ekonomie Studerander Union 2000-2002 og fulltrúi í skipulagsráði Reykjavíkurborgar 2008-2010.[5]

Formennska í Framsóknarflokknum[breyta | breyta frumkóða]

Sigmundur Davíð var kjörinn formaður Framsóknarflokksins á flokksþingi 18. janúar 2009 og tók hann við formennsku af Valgerði Sverrisdóttur. Hann hafði þá aldrei starfað í Framsóknarflokknum og skráði sig í hann mánuði áður en hann bauð sig fram til formennsku.[6]

Sigmundur Davíð hlaut 56% atkvæða í seinni umferð formannskosninganna á 30. flokksþingi framsóknarmanna 40,9% í fyrri umferðinni. Tveir aðrir voru í formlega í framboði.[7] Á flokksþingi framsóknarflokksinns 2011 var hann endurkjörinn með 92% greiddra atkvæða, en samkvæmt lögum Framsóknarflokksins eru allir flokksmenn í kjöri.

Þingstörf[breyta | breyta frumkóða]

Sigmundur Davíð var kjörinn á Alþingi fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður 25. apríl 2009.[8] Hann hefur setið í utanríkismálanefnd fyrir Framsóknarflokkinn frá 2009, Íslandsdeild EFTA 2009-2011, Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES 2011- 2013, í starfshóp utanríkismálanefndar um Evrópumál og þingmannanefnd Íslands og Evrópusambandsins af hálfu Alþingis.

Með helstu baráttuefni Sigmundar Davíðs á stjórnmálaferilnum hans hafa verið Icesavedeilan og skuldamál heimilanna.

Ásamt InDefence-hópnum og fleirum, barðist Sigmundur Davíð gegn því að Icesave-samningarnir yrðu samþykktir.[9] Gagnrýni Sigmundar Davíðs snéri helst að ágöllum á samningunum; að fyrirvarar myndu ekki halda lagalega, greiðslurnar væru í erlendri mynt, vaxtagreiðslur væru svo verulegar að þjóðin myndi vera í ánauð vegna þeirra og að ekki hefðu verið kannaðar aðrar leiðir eins og möguleiki á skuldajöfnun við Breta vegna beitingar hryðjuverkalaga í efnahagshruninu 2008.[10]

Annað baráttumál Sigmundar Davíðs, skuldamál heimilanna, varð eitt helsta kosningamál alþingiskosninganna 2013.[11] Hann hafði ásamt þingflokki framsóknarmanna lagt fram þrjár tillögur um lausn á vandanum á því kjörtímabili sem var að ljúka. 2009-2011 var það hin svokallaða 20% leið[12] og tillaga um samvinnuráð um þjóðarsátt.[13] 2011-2012 átti hann þátt í að leggja fram þingsályktunatillögu um stöðugleika í efnahagsmálum og vefinn www.planb.is.[14]

Fyrsta ráðuneyti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar[breyta | breyta frumkóða]

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn mynduðu meirihlutaríkisstjórn eftir Alþingiskosningarnar 2013 og var fyrsti ríkisstjórnarfundurinn haldinn 24. maí 2013.[15] Um mitt sumar vakti það nokkra athygli þegar Sigmundur birti í Morgunblaðinu og á bloggi sínu pistil undir fyrirsögninni „Fyrsti mánuður loftárása“ þar sem hann setti út á það hversu harðri gagnrýni væri beint að núverandi ríkisstjórn sem væri aðeins nýtekin við stjórnartaumunum.[16]

Fjölskylda og einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Sigmundur Davíð ólst upp í Breiðholti en bjó í Washington í Bandaríkjunum milli 1982-1985 meðan faðir hans starfaði fyrir Alþjóðabankann.[17] Foreldrar hans eru Gunnlaugur Sigmundsson framkvæmdastjóri og þingmaður Framsóknarflokksins á árunum 1995-1999, og Sigríður G. Sigurbjörnsdóttir lífeindafræðingur og skrifstofustjóri. Sigmundur er kvæntur Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur og eiga þau eina dóttur. [5]

Vakti það athygli þegar Sigmundur Davíð lýsti því yfir á heimasíðu sinni 2011 að hann væri farinn í megrun og hyggðist borða einungis íslenskan mat.[18] Birti hann þyngdartölu sína á hverjum mánudegi á Facebook síðu sinni.[19]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


Fyrirrennari:
Jóhanna Sigurðardóttir
Forsætisráðherra
(23. maí 2013 – enn í embætti)
Eftirmaður:
enn í embætti
Fyrirrennari:
Valgerður Sverrisdóttir
Formaður Framsóknarflokksins
(18. janúar 2009 – enn í embætti)
Eftirmaður:
enn í embætti