1925
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1925 (MCMXXV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Lög voru sett á Alþingi sem bönnuðu ný ættarnöfn. [1]
- Framhaldsskólinn á Laugum var stofnaður.
- Mæðragarðurinn var gerður í Lækjargötu í Reykjavík.
- Gosdrykkjagerðin Hekla var stofnuð.
- Matvörukeðjan Silli og Valdi var stofnuð.
- Hætt var að nota Íþróttavöllinn á Melunum í knattspyrnukeppnum.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 19. apríl - Guðmundur Steinsson, leikritahöfundur (d. 1996).
- 18. maí - Eyjólfur Jónsson, sundkappi og lögregluþjónn (d. 2007).
- 9. ágúst - Eiríkur Smith, myndlistamaður (d. 2016)
- 12. ágúst - Thor Vilhjálmsson, rithöfundur, ljóðskáld og þýðandi (d. 2011).
- 8. september - Jónas Svafár, skáld og myndlistarmaður (d. 2004).
- 9. september - Valdimar Indriðason, alþingismaður (d. 1995).
- 14. september - Gísli Jónsson, íslenskufræðingur og kennari (d. 2001).
- 22. september - Jens Tómasson, jarðfræðingur (d. 2012).
- 8. október - Álfheiður Kjartansdóttir, þýðandi og blaðamaður (d. 1997).
- 10. nóvember - Einar Pálsson, skólastjóri og rithöfundur (d. 1996).
- 1. desember - Haraldur Steinþórsson, varaformaður og framkvæmdastjóri BSRB og formaður Knattspyrnufélagsins Fram (d. 2005).
- 16. desember - Geir Hallgrímsson, stjórnmálamaður (d. 1990).
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 19. maí - Ólafur Briem, bóndi, alþingismaður og sýslumaður (f. 1851).
- 25. maí - Stefán Baldvin Stefánsson, alþingismaður og hreppstjóri (f. 1863).
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 4. mars - Calvin Coolidge varð forseti Bandaríkjanna.
- 18. mars - Fellibylur fór um miðríki Bandaríkjanna; um Missouri, Illinois og Indiana og dóu tæp 700 í hamförunum.
- 18. júlí - Adolf Hitler gaf út fyrsta bindi Mein Kampf.
- 8. ágúst - Ku Klux Klan, hélt göngu í Washington DC þar sem 30.000-35.000 tóku þátt.
- 25. ágúst - Franski herinn yfirgaf Ruhr-hérað í Þýskalandi.
- 31. ágúst - Mannfræðingurinn Margaret Mead hélt til Samóaeyja þar sem hún rannsakaði frumbyggjahópa.
- 25. september - Færeyski Jafnaðarflokkurinn var stofnaður.
- 9. nóvember - SS-sveitirnar voru stofnaðar sem lífvarðasveitir fyrir Adolf Hitler.
- 29. nóvember - Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 1925 hófst.
- 16. desember - Resa Sja varð Íranskeisari.
- New York varð stærsta borg heims þegar hún tók við af London.
- Sýrlenska byltingin: Uppreisn gegn frönsku nýlendustjórninni í Sýrlandi.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 14. janúar - Yukio Mishima, japanskur rithöfundur og leikskáld (d. 1970).
- 18. janúar - Gilles Deleuze, franskur heimspekingur (d. 1995).
- 17. febrúar - Hal Holbrook, bandarískur leikari. (d. 2021)
- 20. febrúar - Robert Altman, bandarískur kvikmyndaleikstjóri (d. 2006).
- 19. mars - Lars Pettersson, sænskur íshokkíleikmaður (d. 1971).
- 10. maí - Hasse Jeppson, sænskur knattspyrnumaður (d. 2013).
- 17. maí - Michel de Certeau, franskur sagnfræðingur og jesúíti (d. 1986).
- 19. maí - Malcolm X, bandarískur mannréttindaleiðtogi (d. 1965).
- 23. maí - Joshua Lederberg, bandarískur sameindalíffræðingur (d. 2008).
- 27. maí - Tony Hillerman, bandarískur rithöfundur (d. 2008).
- 3. júní - Tony Curtis, bandarískur leikari (d. 2010).
- 11. júní - William Styron, bandarískur rithöfundur (d. 2006).
- 27. júní - Michael Dummett, breskur heimspekingur (d. 2011).
- 10. júlí - Mahathir bin Mohamad, fyrrum forsætisráðherra Malasíu.
- 23. september - George J. Laurer, bandarískur uppfinningamaður (d. 2019)
- 13. október - Margrét Thatcher, breskur stjórnmálamaður (d. 2013).
- 11. nóvember - Jonathan Winters, bandarískur gamanleikari (d. 2013).
- 19. nóvember - Zygmunt Bauman, pólskur félagsfræðingur (d. 2017)
- 20. nóvember - Robert F. Kennedy, bandarískur stjórnmálamaður (d. 1968).
- 5. desember - Anastasio Somoza Debayle, forseti Níkaragva (d. 1980).
- 8. desember - Arnaldo Forlani, ítalskur stjórnmálamaður. (d. 2023)
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 3. febrúar - Hugo Gering, þýskur miðaldafræðingur (f. 1847).
- 12. febrúar - Cyril Genik, umboðsmaður úkraínskra innflytjenda til Kanada undir lok 19. aldar (f. 1857).
- 24. febrúar - Hjalmar Branting, sænskur stjórnmálamaður (f. 1860).
- 12. mars - Sun Yat-sen, kínverskur læknir og stjórnmálaleiðtogi (f. 1866).
- 15. apríl - Fritz Haarmann, þýskur raðmorðingi (f. 1879).
- 3. júní - Camille Flammarion, franskur stjörnufræðingur og rithöfundur (f. 1842).
- 29. júní - Christian Michelsen, norskur skipajöfur og stjórnmálamaður (f. 1857).
- 26. júlí - Gottlob Frege, þýskur stærðfræðingur, heimspekingur og rökfræðingur (f. 1848).
- 16. október - Christian Krohg, norskur listmálari, rithöfundur og blaðamaður (f. 1852).
- 20. nóvember - Alexandra Bretadrottning, dönsk prinsessa og kona Játvarðs 7. Bretlandskonungs (f. 1844).
- 5. desember - Wladyslaw Reymont, pólskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1867).
- Eðlisfræði - James Franck, Gustav Ludwig Hertz
- Efnafræði - Richard Adolf Zsigmondy
- Læknisfræði - Voru ekki veitt þetta árið
- Bókmenntir - George Bernard Shaw
- Friðarverðlaun - Sir Austen Chamberlain, Charles Gates Dawes
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Hvers vegna má ekki taka upp nýtt ættarnafn á Íslandi? Vísindavefurinn