16. maí
Útlit
Apr – Maí – Jún | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 | |
2024 Allir dagar |
16. maí er 136. dagur ársins (137. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 229 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1457 - Björn ríki Þorleifsson á Skarði á Skarðsströnd var aðlaður og gerður að hirðstjóra.
- 1527 - Medici-ættin var rekin frá völdum í Flórens í annað sinn.
- 1605 - Camillo Borghese varð Páll 5. páfi.
- 1628 - Þorlákur Skúlason var vígður Hólabiskup.
- 1644 - Orrustan við Lister Dyb í Danmörku milli Dana og Svía átti sér stað.
- 1662 - Hlóðaskattur var tekinn upp í Englandi, Wales og Skotlandi.
- 1691 - Jacob Leisler var hengdur fyrir drottinsvik.
- 1702 - Uppsalabruninn mikli átti sér stað í Svíþjóð.
- 1757 - Magnús Gíslason var skipaður amtmaður yfir Íslandi, fyrstur Íslendinga.
- 1901 - Skip á leið undan Eyjafjöllum til Vestmannaeyja sökk austur af eyjunum og fórust 27 manns, en einum var bjargað.
- 1920 - Benedikt 15. páfi tók Jóhönnu af Örk í dýrlinga tölu.
- 1929 - Óskarsverðlaunin voru veitt í fyrsta sinn.
- 1942 - Eiðrofsmálið: Hermann Jónasson baðst lausnar fyrir ráðuneyti sitt og fyrsta ríkisstjórn Ólafs Thors tók við völdum. Sú stjórn sat í sjö mánuði.
- 1952 - Fimm manns fórust er bandarísk flugvél brotlenti í norðanverðum Eyjafjallajökli. Aðeins eitt lík fannst strax, en hin ekki fyrr en á árunum 1964 og 1966.
- 1959 - Fyrsti landsleikur Íslands í körfuknattleik. Leikurinn var gegn Dönum og fór fram í Kaupmannahöfn.
- 1966 - Verslunin Karnabær var opnuð í Reykjavík og hafði mikil áhrif á tísku og klæðaburð ungs fólks á Íslandi.
- 1972 - Á minningarfundi um Jóhannes úr Kötlum í Glæsibæ í Reykjavík, var kosin „miðnefnd herstöðvaandstæðinga“ sem var undanfari Samtaka herstöðvaandstæðinga.
- 1974 - Helmut Schmidt var kjörinn kanslari Vestur-Þýskalands.
- 1975 - Konungsríkið Sikkim í Himalajafjöllum varð 22. fylki Indlands.
- 1983 - Vikublaðið Andrés önd kom út á íslensku í fyrsta sinn. Fram að því höfðu Íslendingar lesið það á dönsku.
- 1985 - Rannsóknarráðið British Antarctic Survey kynnti rannsóknir sem sýndu fram á gat í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu.
- 1986 - Bandaríska kvikmyndin Þeir bestu (Top Gun) var frumsýnd.
- 1992 - Skútan America³ sigraði áskorandann, Il Moro di Venezia, í keppninni um Ameríkubikarinn.
- 1992 - Bosníustríðið: Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna hörfuðu frá Sarajevó.
- 1993 - Fyrstu kosningar til Samaþingsins í Svíþjóð fóru fram.
- 1995 - Shoko Asahara, leiðtogi Aum Shinrikyo, var handtekinn við Fujifjall.
- 1997 - Mobutu Sese Seko var rekinn í útlegð frá Saír.
- 2000 - Landspítali varð til við samruna Landspítalans og Borgarspítalans.
- 2000 - Ahmet Necdet Sezer var kjörinn forseti Tyrklands.
- 2002 - Haraldur Örn Ólafsson náði á tind Everestfjalls og hafði þá klifið hæstu tinda allra heimsálfanna og komist á bæði skautin.
- 2003 - Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands kvæntist Dorrit Moussaieff.
- 2003 - Hryðjuverkaárásirnar í Casablanca: 45 létust og yfir 100 slösuðust í fjórtán sjálfsmorðssprengjuárásum í Casablanca í Marokkó.
- 2006 - Fyrstu MacBook-fartölvurnar komu á markað.
- 2007 - Nicolas Sarkozy tók við embætti forseta Frakklands.
- 2007 - Alex Salmond tók við sem æðsti ráðherra Skotlands.
- 2009 - Alexander Rybak sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2009 með laginu „Fairytale“. Jóhanna Guðrún náði öðru sæti með laginu „Is it true“.
- 2011 - Geimskutlan Endeavour hélt af stað í sína hinstu geimferð.
- 2020 – Leikir hófust á ný í þýsku Bundesligunni.
- 2020 – Rúandíski athafnamaðurinn Félicien Kabuga var handtekinn í Frakklandi fyrir þátt sinn í þjóðarmorðinu í Rúanda.
- 2022 - Magdalena Andersson tilkynnti að Svíþjóð hygðist sækja um aðild að NATO.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1609 - Ferdinand kardináli, spænskur herforingi (d. 1641).
- 1611 - Innósentíus 11. páfi (d. 1689).
- 1845 - Ilja Métsjníkoff, rússneskur líffræðingur og handhafi Nóbelsverðlaunanna í lífeðlisfræði (d. 1916).
- 1905 - Henry Fonda, bandarískur leikari (d. 1982).
- 1950 - J. Georg Bednorz, þýskur eðlisfræðingur og handhafi Nóbelsverðlaunanna í eðlisfræði.
- 1953 - Pierce Brosnan, írskur leikari.
- 1956 - Olga Korbut, rússnesk fimleikakona
- 1963 - Magnús Ragnarsson, íslenskur leikari.
- 1966 - Janet Jackson, bandarísk tónlistarkona.
- 1968 - Pálína Jónsdóttir, íslensk leikkona.
- 1972 - Andrzej Duda, forseti Póllands.
- 1976 - Birgir Leifur Hafþórsson, íslenskur golfkylfingur.
- 1977 - Emilíana Torrini, íslensk tónlistarkona.
- 1985 - Dóri DNA, íslenskur rappari og skemmtikraftur.
- 1986 - Megan Fox, bandarísk leikkona.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1669 - Pietro da Cortona, ítalskur listmálari (f. 1596).
- 1703 - Charles Perrault, franskur rithöfundur (f. 1628).
- 1826 - Elísabet Alexeievna keisaraynja (Louise af Baden), kona Alexanders 1. Rússakeisara (f, 1779).
- 1830 - Jean Baptiste Joseph Fourier, franskur stærð- og eðlisfræðingur (f. 1768).
- 1914 - Brynjúlfur Jónsson, íslenskur rithöfundur (f. 1838).
- 1942 - Bronisław Malinowski, pólskur mannfræðingur (f. 1884).
- 1953 - Django Reinhardt, belgískur gítarleikari (f. 1910).
- 1953 - Thorvald Krabbe, danskur verkfræðingur (f. 1876).
- 1984 - Andy Kaufman, bandarískur grínisti (f. 1949).
- 1990 - Sammy Davis yngri, bandarískur tónlistarmaður (f. 1925).
- 1990 - Jim Henson, brúðuhönnuður (f. 1936).
- 2010 - Ronnie James Dio, bandarískur tónlistarmaður (f. 1942).