Fara í innihald

Björn Jónsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vangamynd af Birni.

Björn Jónsson (f. 8. október 1846 í Djúpadal í Barðastrandarsýslu, d. 24. nóvember 1912) var stofnandi og ritstjóri Ísafoldar frá 1874 til 1909 er hann gerðist ráðherra Íslands 1909-11. Björn var einnig bæjarfulltrúi í Reykjavík 1885-91 og alþingismaður 1878-80 og svo 1908-12 fyrir Sjálfstæðisflokkinn eldri. Björn var faðir Sveins Björnssonar, fyrsta forseta Íslands, og Ólafs Björnssonar sem tók við ritstjórn Ísafoldar af Birni.

Foreldrar Björns voru Jón Jónsson bóndi frá Djúpadal og Sigríður Jónsdóttir. Björn lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum árið 1869 og í kjölfarið á því starfaði hann sem kennari á heimili Brynjólfs Benedictsen kaupmanns í Flatey á Breiðafirði 1869-71. Björn stundaði nám í lögfræði við Kaupmannahafnarháskóla á árunum 1871-1874 en sneri frá því áður en hann lauk því til þess að geta ritstýrt blaði á Íslandi. Sama ár giftist Björn Elísabetu Guðnýju Sveinsdóttur, dóttur Sveins Níelssonar, alþingismanns og prófasts á Staðarstað.

Maður nokkur er nefndur er Jón ritari og gaf út blaðið Víkverji kom að máli við Björn haustið 1874 um að hann skyldi taka við ritstjórn blaðsins. Úr varð að Víkverji var lagt niður, vegna þess að Birni þótti nafnið ekki höfða til þeirra sem byggju utan Reykjavíkur. Blaðið kom fyrst út 19. september 1874. Á þeim tíma kom út blaðið Þjóðólfur í ritstjórn Matthíasar Jochumssonar.

Um aldamótin 1900 fór Björn að finna til heilsubrests og árið 1903 hélt hann til Kaupmannahafnar til þess að finna bót meina sinna.[1]

Björn varð þekktur fyrir Sambandsmálið og Landsbankamálið.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Blaðagreinar[breyta | breyta frumkóða]


Fyrirrennari:
enginn
Ritstjóri Ísafoldar
(19. september 187431. mars 1909)
Eftirmaður:
Ólafur Björnsson
Fyrirrennari:
Hannes Hafstein
Ráðherra Íslands
(31. mars 190914. mars 1911)
Eftirmaður:
Kristján Jónsson
Fyrirrennari:
Eiríkur Briem
Forseti Sameinaðs Alþingis
(1909 – 1909)
Eftirmaður:
Skúli Thoroddsen