Ragnhildur Helgadóttir
Ragnhildur Helgadóttir (26. maí 1930 - 29. janúar 2016[1]) var íslensk stjórnmálakona og lögfræðingur. Hún var fyrst kjörin á Alþingi árið 1956 fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sat á þingi árin 1956–1963, 1971–1979 og 1983–1991. Ragnhildur var sjötta íslenska konan sem kjörin var til setu á Alþingi. [2]
Menntun og starfsferill
[breyta | breyta frumkóða]Stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1949. Lögfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1958.
Rak verslun í Reykjavík 1954–1955. Lögfræðingur Mæðrastyrksnefndar í Reykjavík 1959–1960 og 1964–1971. Alþingismaður 1956 - 1963, 1971 - 1979 og 1983 - 1991. Ritstjóri Lagasafns 1982–1983.
Ragnhildur var kosin forseti neðri deildar Alþingis árið 1961 og var fyrst kvenna til að sitja á forsetastóli Alþingis.
Hún var menntamálaráðherra í fyrstu ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar 1983 - 1985 og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í sömu stjórn 1985 - 1987.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Ragnhildur Helgadóttir | Æviágrip þingmanna frá 1845 | Alþingismannatal | Þingmenn | Alþingi“. Alþingi.
- ↑ Konur á Alþingi https://www.althingi.is/thingmenn/althingismannatal/konur-a-althingi/kjornar-konur/