Konungsríkið Ísland
Saga Íslands | ||
Eftir tímabilum | ||
---|---|---|
| ||
| ||
| ||
Eftir umfjöllunarefni | ||
Konungríkið Íslands var konungsríki í Norður-Evrópu sem var til 1918-1944. Landamæri þess voru þau sömu og núverandi landamæri lýðveldisins Íslands. Þann 1. desember árið 1918 var Konungsríkið Ísland stofnað sem fullvalda ríki með eigin þjóðfána með setningu sambandslaganna í konungssambandi við Danmörku. Alþingi fékk óskorað löggjafarvald en Danir fóru áfram með utanríkismál og varnarmál, þar á meðal landhelgisgæslu. Konungsríkið var lagt niður árið 1944 þegar Íslendingar stofnuðu lýðveldi. Konungur lagðist gegn þeirri áætlunargerð en sendi íslendingum heillaóskaskeyti við lýðveldisstofnun. Lýðveldi var þannig stofnað á Þingvöllum 17. júní 1944 og féll þá samband Íslands við Danmörku alfarið úr gildi. Eftir að lýðveldið var stofnað kaus Alþingi Svein Björnsson sem ríkisstjóra sem fór með þau völd sem konungur hafði áður haft á tímum konungsríkisins.
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
Tengill[breyta | breyta frumkóða]
- Konungsríkið Ísland. Aðdragandi þess og þjóðhöfðingi, meistaraprófsritgerð í sagnfræði eftir Magnús Kjartan Hannesson