Flokkur fólksins

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Flokkur fólksins er íslenskur stjórnmálaflokkur sem bauð fram í fyrsta sinn til Alþingiskosninganna 2016. Inga Sæland er fyrsti formaður flokksins.[1] Flokkurinn hlaut 3,5% atkvæða í kosningunum 2016, engan þingmann, en nóg til að fá ríkisstyrk. Í kosningunum 2017 náði flokkurinn hins vegar fjórum mönnum á þing, og hlaut 6,9% atkvæða.

Síðla sumars árið 2017 mældist flokkurinn með 8,4% og tæplega 11% fylgi í könnunum. [2] Flokkurinn fundaði í fullum sal í Háskólabíói og fór í mál við ríkið fyrir hönd eldri borgara.

Inga Sæland ætlaði að leiða lista flokksins í Reykjavík í borgarstjórnarkosningnum 2018 [3] en í ljósi þess að Alþingiskosningar urðu árið 2017 bauð hún sig fram í þeim.


Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Tengill[breyta | breyta frumkóða]