Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Guðmundur Ingi Guðbrandsson (f. 28. mars 1977) er umhverfis- og auðlindaráðherra Íslands, varaformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og var framkvæmdastjóri Landverndar frá 2011 til 2017.[1] Hann gegnir embætti umhverfisráðherra utan þings.
Starfsferill[breyta | breyta frumkóða]
Guðmundur er með BSc-próf í líffræði frá Háskóla Íslands og meistarapróf í umhverfisfræði frá Yale-háskóla. Hann hefur unnið við rannsóknir í vistfræði og umhverfisfræði við Háskóla Íslands og hjá Landgræðslu ríkisins. Síðan starfaði hann á Veiðimálastofnun á Hólum í Hjartadal. Frá 2006 hefur hann verið stundakennari við Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskólasetur Vestfjarða. Einnig hefur hann starfað sem landvörður í Þingvallaþjóðgarði og Vatnajökulsþjóðgarði.[2]
Hann var einn af stofnendum Félags umhverfisfræðinga á Íslandi og formaður þess frá 2007 til 2010.[2][3]
Guðmundur var sjálfkjörinn í embætti varaformanns Vinstri grænna á flokksþingi þeirra þann 19. október 2019.[4]
Hann hefur í bígerð frumvarð um miðhálendisþjóðgarð [5]
Heimildir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ „Sex karlar og fimm konur“, RÚV, 30. nóvember 2017.
- ↑ 2,0 2,1 „Skiptir miklu máli að vera fyrstur“, Morgunblaðið, 30. nóvember 2017.
- ↑ „Guðmundir Ingi Guðbrandsson > Landvernd > Síður“. Sótt 30. nóvember 2017.
- ↑ „Guðmundur Ingi stefnir á framboð til Alþingis“. RÚV. 19. október 2019. Sótt 19. október 2019.
- ↑ Skiluðu ráðherra skýrslu um miðhálendisþjóðgarð Rúv, skoðað 29. jan. 2020.
Fyrirrennari: Björt Ólafsdóttir |
|
Eftirmaður: enn í embætti |