Einar Arnórsson
Einar Arnórsson (f. á Minna-Mosfelli í Grímsnesi 24. febrúar 1880, d. 29. mars 1955) var íslenskur hæstaréttarlögmaður, stjórnmálamaður, prófessor í lögfræði og síðasti ráðherra Íslands 4. maí 1915 til 4. janúar 1917. Hann gegndi auk þess fjölmörgum öðrum embættum og trúnaðarstörfum.
Nám
[breyta | breyta frumkóða]Einar lauk stúdentsprófi við Lærða skólann árið 1901 og gegndi þar embætti forseta nemendafélagsins Framtíðarinnar 1899-1900.[1] Hann útskrifaðist með próf í lögum frá Kaupmannahafnarháskóla 1906, hlaut heiðursdoktorsnafnbót í lögfræði við Háskóla Íslands árið 1936 og varð hæstaréttarlögmaður 1945.
Starfsferill
[breyta | breyta frumkóða]Einar kom víða við á starfsferli sínum. Hann var kennari við Lagaskólann í Reykjavík frá 1908-1911, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands 1911-1915, alþingismaður frá 1914-1919 og 1931-1932. Frá 1915-1917 var hann ráðherra Íslands en að því starfi loknu tók hann aftur við embætti prófessors við Háskóla Íslands og gegndi því til ársins 1932. Hann var rektor Háskóla Íslands 1918-1919 og 1929-1930, skattstjóri í Reykjavík 1922-1928, hæstaréttardómari 1932-1942 en í desember 1942 varð hann dóms- og menntamálaráðherra í utanþingsstjórn Björns Þórðarsonar og gegndi því embætti þar til í september 1944 er hann tók aftur við embætti hæstaréttardómara.
Hann ritstýrði Fjallkonunni (1907), Ísafold (1919-1920), Morgunblaðinu (1919-1920), Skírni (1930), Blöndu (1936-1939), Sögu (1950-1954) og Tímariti lögfræðinga (1951-1953). Eftir hann liggja einnig nokkrar bækur um lögfræði og sögu Íslands. Hann sat í bæjarstjórn Reykjavíkur frá 1930-1932 og var forseti Sögufélagsins í tuttugu ár eða frá 1935-1955.[2]
Einar var einn nefndarmanna í sambandalaganefndinni sem Alþingi skipaði árið 1918 til þess að komast að samkomulagi við Dani um frumvarp um dansk-íslensk sambandslög þar sem Ísland yrði viðurkennt sem fullvalda ríki.[3]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Forsetar Framtíðarinnar frá 1883“. Menntaskólinn í Reykjavík.
- ↑ Alþingi, Æviágrip - Einar Arnórsson (skoðað 24. ágúst 2019)
- ↑ Skjaladagur.is, „Sambandalagasamningurinn 1918“ (skoðað 24. ágúst 2019)
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]
Fyrirrennari: Sigurður Eggerz |
|
Eftirmaður: Jón Magnússon (sem forsætisráðherra Íslands) | |||
Fyrirrennari: Árni Pálsson |
|
Eftirmaður: Árni Pálsson | |||
Fyrirrennari: Guðmundur Benediktsson |
|
Eftirmaður: Lárus Sigurjónsson |
- Dómarar við Hæstarétt Íslands
- Íslendingar sem gengið hafa í Kaupmannahafnarháskóla
- Íslenskir lögfræðingar
- Íslenskir rithöfundar
- Íslenskir ritstjórar
- Handhafar stórkross Hinnar íslensku fálkaorðu
- Handhafar stórriddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu
- Handhafar stórriddarakross með stjörnu Hinnar íslensku fálkaorðu
- Ráðherrar Íslands
- Fólk fætt árið 1880
- Fólk dáið árið 1955
- Þingmenn Sjálfstæðisflokksins
- Prófessorar við Háskóla Íslands
- Rektorar Háskóla Íslands
- Ritstjórar Morgunblaðsins
- Ritstjórar Skírnis
- Dómsmálaráðherrar Íslands
- Menntamálaráðherrar Íslands