Einar Arnórsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Einar Arnórsson

Einar Arnórsson (f. á Minna-Mosfelli í Grímsnesi 24. febrúar 1880, d. 29. mars 1955) var íslenskur hæstaréttarlögmaður og síðasti ráðherra Íslands 4. maí 1915 til 4. janúar 1917. Einar lauk stúdentsprófi við Lærða skólann árið 1901 og gegndi þar embætti forseta Framtíðarinnar 18991900.[1] Hann útskrifaðist með próf í lögum frá Kaupmannahafnarháskóla 1906, hlaut heiðursdoktorsnafnbót í lögfræði við Háskóla Íslands árið 1936 og varð hæstaréttarlögmaður 1945. Hann ritstýrði Fjallkonunni (1907), Ísafold (1919 – 1920), Morgunblaðinu (1919 – 1920), Skírni (1930), Blöndu (1936 – 1939), Sögu (1950 – 1954) og Tímariti lögfræðinga (1951 – 1953). Eftir hann liggja einnig nokkrar bækur um lögfræði og sögu Íslands.

Neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Forsetar Framtíðarinnar frá 1883“. Menntaskólinn í Reykjavík.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]


Fyrirrennari:
Sigurður Eggerz
Ráðherra Íslands
(4. maí 19154. janúar 1917)
Eftirmaður:
Jón Magnússon
(sem forsætisráðherra Íslands)
Fyrirrennari:
Árni Pálsson
Ritstjóri Skírnis
(19301930)
Eftirmaður:
Árni Pálsson
Fyrirrennari:
Guðmundur Benediktsson
Forseti Framtíðarinnar
(18991900)
Eftirmaður:
Lárus Sigurjónsson