Þorsteinn Pálsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Þorsteinn Pálsson (ÞP)
Fæðingardagur: 29. október 1947 (1947-10-29) (71 árs)
Fæðingarstaður: Selfoss
Flokkur: Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn
Þingsetutímabil
1983-1987 í Suðurl. fyrir Sjálfstfl.
1987-1991 í Suðurl. fyrir Sjálfstfl.
1991-1995 í Suðurl. fyrir Sjálfstfl.
1995-1999 í Suðurl. fyrir Sjálfstfl.
= stjórnarsinni
Embætti
1984-1988 Þingvallanefnd
1988-1991 Norðurlandaráð
1985-1987 Fjármálaráðherra
1987-1988 Forsætisráðherra
1987-1987 Iðnaðarráðherra
1991-1999 Sjávarútvegs-, dóms- og kirkjumálaráðherra
Tenglar
Æviágrip á vef Alþingis

Þorsteinn Pálsson (fæddur 29. október 1947 á Selfossi) er fyrrverandi forsætisráðherra Íslands (1987-1988) og formaður Sjálfstæðisflokksins 1983-1991.

Þorsteinn gekk í Verzlunarskóla Íslands og nam síðar lög við Háskóla Íslands. Þorsteinn var ritstjóri Vísis 1975-1979 og framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Íslands 1979-1983. Þorsteinn sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurlandskjördæmi 1983-1999, þó hann byggi í Reykjavík.

Þorsteinn neyddi Albert Guðmundsson til afsagnar úr stóli iðnaðarráðherra vorið 1987 eftir að meint skattsvik Alberts komust í hámæli. Albert naut lýðhylli og stofnaði Borgaraflokkinn sem fékk gott brautargengi í Alþingiskosningunum 1987. Engu að síður tókst Þorsteini að mynda ríkisstjórn þá um sumarið. Verðstöðnun varð ásteitingarsteinn í stjórnarsamstarfinu sem var rofið í sjónvarpsútsendingu 17. september 1988.

Þorsteinn tapaði fyrir Davíð Oddssyni borgarstjóra í formannskjöri á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 1991.

Þorsteinn var sjávarútvegs-, dóms- og kirkjumálaráðherra í fyrstu tveimur ríkisstjórnum Davíðs Oddssonar, einkum til að tryggja sátt og einingu meðal flokksmanna. Þorsteinn er sá maður sem lengst hefur farið með sjávarútvegsmál í ríkisstjórn Íslands. Haustið 1998 tilkynnti Þorsteinn að hann hyggðist ekki sækjast eftir áframhaldandi setu á Alþingi. Að loknum kosningum fékk hann lausn frá embætti og tók Davíð Oddsson við ráðuneytum Þorsteins uns þriðja ráðuneyti Davíðs var skipað 23. maí 1999. Þá varð Þorsteinn sendiherra í London og síðar í Kaupmannahöfn á árunum 1999-2005.

Þorsteinn var ritstjóri Fréttablaðsins á árunum 2006-2009. Hann hefur alla tíð titlað sig sem blaðamann í símaskránni.

Þorsteinn gekk úr Sjálfstæðisflokknum yfir í Viðreisn árið 2016[1].

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikivitnun er með safn tilvitnana á síðunni

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Þorgerður og Þorsteinn í Viðreisn Vísir, skoðað 7. september, 2016.


Fyrirrennari:
Geir Hallgrímsson
Formaður Sjálfstæðisflokksins
(6. nóvember 198310. mars 1991)
Eftirmaður:
Davíð Oddsson
Fyrirrennari:
Steingrímur Hermannsson
Forsætisráðherra
(8. júlí 198728. september 1988)
Eftirmaður:
Steingrímur Hermannsson
Fyrirrennari:
Halldór Ásgrímsson
Sjávarútvegsráðherra
(30. apríl 199111. maí 1999)
Eftirmaður:
Árni M. Mathiesen
Fyrirrennari:
Óli Þ. Guðbjartsson
Dóms- og kirkjumálaráðherra
(30. apríl 199111. maí 1999)
Eftirmaður:
Sólveig Pétursdóttir
Fyrirrennari:
Albert Guðmundsson
Fjármálaráðherra
(19851987)
Eftirmaður:
Jón Baldvin Hannibalsson


  Þessi stjórnmálagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.