Einar Ágústsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Einar Ágústsson (23. september 192212. apríl 1986) var utanríkisráðherra Íslands (fyrir Framsóknarflokkinn) 14. júlí 1971 til 1. september 1978. Hann var sendiherra Íslands í Danmörku frá 1980 til æviloka.

Einar var sonur Ágústs Einarssonar kaupfélagsstjóra í Austur-Landeyjum og konu hans Helgu Jónasdóttur kennara og húsmóður. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1941 og embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1947.

Störf[breyta | breyta frumkóða]

  • Fulltrúi í fjármálaráðuneyti 1954–1957.
  • Sparisjóðsstjóri Samvinnusparisjóðsins frá stofnun hans 1. mars 1957 til 1963 og jafnframt fulltrúi forstjóra Sambands íslenskra samvinnufélaga og forstöðumaður lífeyrissjóðs sambandsins til 1960.