Fara í innihald

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti Íslands

Merki Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins

Stofnár 2012
Ráðherra Kristján Þór Júlíusson

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir

Ráðuneytisstjóri Kristján Skarphéðinsson[1]
Fjárveiting 30.150,6 2015
Staðsetning Skúlagata 4
101 Reykjavík
Vefsíða

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti Íslands er eitt af átta ráðuneytum Stjórnarráðs Íslands. Ráðuneytið varð til við samruna þriggja ráðuneyta og hefur umsjón með viðskipta-, iðnaðar-, landbúnaðar- og sjávarútvegsmálaflokkum. Æðstu yfirmenn þess er atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra og æðsti embættismaður er ráðuneytisstjóri. Tveir atvinnuvega- og nýsköpunarráðherrar vinna í ráðuneytinu í dag, Ragnheiður Elín Árnadóttir starfar sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Störf[breyta | breyta frumkóða]

Sjávarútvegs-, landbúnaðar- og byggðarmál[breyta | breyta frumkóða]

Í sjávarútvegsmálum hefur ráðuneytið skipulagsvald og hefur eftirlit með fiskeldi, fiskrækt og skeldýrarækt og stuðlar að og styður við rannsóknir og nýsköpun í atvinnugreinum er varða þá málaflokka. Einnig hefur það umsjón með veiði í ám og vötnum og veiðileyfagjöldum, hvalveiðum og nýtingu fiskstofna.[2] Ráðuneytið rekur Byggðastofnun sem sér um framkvæmd og stefnumótun í byggðamálum auk þess að stuðla að atvinnuþróun, sérstaklega á landsbyggðinni.[3] Ráðuneytið hefur eftirlit með landbúnaði á Íslandi og þá sérstaklega aðbúnað, framleiðslu og markaðsmál og þá sérstaklega inn- og útflutning landbúnaðarafurða. Dýravelferð og vottun lífrænnar framleiðslu heyra einnig undir ráðuneytið.[4] Ráðuneytið hefur eftirlit með framleiðslu, vinnslu, inn- og útflutningi og markaðssetningu matvæla og fóðurs.[5]

Iðnaðar- og viðskiptamál[breyta | breyta frumkóða]

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Uppruni[breyta | breyta frumkóða]

Viðskiptaráðuneytið[breyta | breyta frumkóða]

Viðskiptaráðuneytið
Stofnár 1939
Lagt niður 2009
Ráðherra Sjá lista

Á Íslandi var vipskiptaráðuneyti upprunalega stofnað þann 17. apríl 1939 í upphafi síðari heimsstyrjaldarinnar og hafði þá aðallega umsjón með innflutningi og gjaldeyrismálum, enda var slík starfsemi bundin höftum til ársins 1994. Ráðuneytið sá síðar meir um úthlutun Marshallaðstoðarinnar og niðurgreiðslu á landbúnaðarvörum. Viðskiptaráðuneytið sinnti einnig alþjóðlegu efnahagssamstarfi Íslands við OECD, aðild að EFTA, GATT og að lokum EES. Við losun hafta breyttist starfsemi ráðuneytisins í að setja reglur um samkeppnismál, banka- og verðbréfaviðskipti og neytendamál.

Iðnaðarráðuneytið[breyta | breyta frumkóða]

Iðnaðarráðuneyti var formlega stofnað 1. janúar 1970 við gildistöku laga nr. 73/1969 sem skipti upp málaflokkum Stjórnarráðs Íslands á reglubundinn hátt sem áður höfðu flakkað á milli ráðuneyta. Mál sem sneru að iðnaði höfðu áður heyrt undir samgöngumálaráðuneytið en frá 1957 var allt sem kom úr ráðuneytinu sem sneri að þessum málaflokki ritað í nafni iðnaðarmálaráðuneytis. Þegar Iðnaðarráðuneytið var loks stofnað var það rekið með sameiginlegu starfsliði og í sama húsi og Viðskiptaráðuneytið og fór einn ráðherra með báða málaflokka frá 1988 til 2007 þegar þeim var skipt upp á milli Össurar Skarphéðinssonar og Björgvins G. Sigurðssonar.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið[breyta | breyta frumkóða]

Lögum nr. 73/1969 um Stjórnarráð Íslands var breytt þann 13. júní 2007 og voru þá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytin sameinuð og tók eitt ráðuneyti til starfa 1. janúar 2008.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Starfsmenn ráðuneytis“. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. mars 2015. Sótt 13. desember 2014.
  2. „Fiskeldi, fisrækt og skeldýrarækt“. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. september 2015. Sótt 13. desember 2014.
  3. Byggðastofnun
  4. „Landbúnaður“. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. september 2015. Sótt 13. desember 2014.
  5. „Matvæli og matvælaöryggi“. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. september 2015. Sótt 13. desember 2014.