Ragna Árnadóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ragna Árnadóttir

Ragna Árnadóttir (fædd 30. ágúst 1966) er íslenskur lögfræðingur og fyrrverandi dómsmálaráðherra. Í júní 2019 var tilkynnt að Ragna hefði verið skipuð skrifstofustjóri Alþingis fyrst kvenna.

Nám og störf[breyta | breyta frumkóða]

Ragna lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1986, embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og L.L.M gráðu í Evrópurétti frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð árið 2000. Ragna starfaði sem lögfræðingur við nefndadeild Alþingis frá 1991-1995, var sérfræðingur við skrifstofu Norðurlandaráðs í Stokkhólmi og síðar í Kaupmannahöfn frá 1995-1999, starfsmaður áfrýjunarnefndar samkeppnismála frá 2002-2003, starfsmaðuur kærunefndar samkvæmt lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi frá 2003-2004. Hún var deildarstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu 2001-2002, skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 2002-2009. Ragna var stundakennari við lagadeild Háskólans í Reykjavík 2006-2008, settur skrifstofustjóri og staðgengill ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu í janúar 2009. Hún var dóms- og kirkjumálaráðherra utan þings frá 1. febrúar 2009 til 10. maí 2009 og dómsmála- og mannréttindaráðherra utan þings frá 10. maí 2009 til 2. september 2010. Frá árinu 2010-2019 hefur Ragna starfað hjá Landsvirkjun, sem skrifstofustjóri frá 2010-2012 og aðstoðarforstjóri frá 2012-2019.[1] Hún var skipuð skrifstofustjóri Alþingis í júní 2019.[2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Alþingi, Æviágrip - Ragna Árnadóttir (skoðað 18. júní 2019)
  2. Kjarninn.is, „Ragna Árnadóttir ráðin skrifstofustjóri Alþingis“ (skoðað 18. júní 2019)


Fyrirrennari:
Björn Bjarnason
Dómsmálaráðherra
(1. febrúar 20092. september 2010)
Eftirmaður:
Ögmundur Jónasson